Fótbolti

James: Sárir en stoltir

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vísir/Getty
James Rodriguez, maðurinn sem hefur farið á kostum í liði Kólumbíu á HM, segir að hann og liðsfélagar hans séu stoltir af árangri sínum.

Kólumbía datt út í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í gær þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Brasilíu í Fortaleza.

Árangurinn á þessu móti er besti árangurinn í sögu Kólumbíu og eru James og hans menn stoltir.

„Við erum sárir, en virkilega stoltir. Okkur langaði áfram, en við erum stoltir af okkar frammistöðu. Takk Kólumbía," sagði þessi sex marka maður á HM.

Jose Pekerman, þjálfari Kólumbíu, tók í sama streng og hrósaði James í hástert.

„Við dreymdum um þetta fyrir James Rodriguez. Hann var einn af aðalpersónum þessa heimsmeistaramóts."

„Við höfum sýnt að við erum með efnilega leikmenn en það sem gerði útslagið í gær var markið sem við fengum á okkur snemma leiks. Við erum ekki vanir að fá á okkur mörk eins og þessi," sagði Pekerman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×