Lögreglan glímdi við nakinn mann á bílþaki - myndband Kjartan Atli Kjartansson skrifar 21. mars 2014 11:44 Hér má sjá lögregluna eiga við manninn í gær. Vísir/Skjáskot „Við komum keyrandi inn eftir Hringbrautinni og þá stendur maðurinn þarna nakinn á miðri götunni, hann gengur upp á bílinn minn og byrjar að hossast á þakinu,“ segir Hafdís Ólafsdóttir, sem lenti í óvenjulegri uppákomi í gærkvöldi þegar nakinn maður klifaðraði upp á bíl hennar. Atvikið gerðist á gatnamótum Hringbrautar og Ljósvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Hann stóð með hendur úti á miðri götunni og ég varð hreinlega að stoppa. Hann lagði hendurnar á húddið, klifraði upp á toppinn á bílnum, reif loftnetið af bílnum og byrjaði að sveifla því,“ útskýrir Hafdís. Hafdís segir umferð hafa stoppað og marga fylgst með atvikinu. „Við hringdum strax á lögregluna. Aðrir vegfarendur voru í viðbragðsstöðu og einn maður var kominn þarna að og sagði okkur að læsa öllum hurðum, sem við gerðum,“ segir Hafdís.Lögreglan fljót á vettvang „Mér skilst að fullt af fólki hafi einnig hringt í lögregluna. Lögreglumennirnir voru mjög fljótir að bregðast við, voru komnir þarna á innan við fimm mínútum,“ segir Hafdís. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá tvo lögreglumenn fjarlæga manninn af þaki bíls Hafdísar. Maðurinn sveiflar loftnetinu sem hann reif af bílnum í átt að lögreglumönnum. Lögreglan beitti pipargasi til að yfirbuga manninn sem er svo komið fyrir í framsæti bifreiðarinnar. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör hjá lögreglu um vinnubrögðin við handtökuna í gærkvöldi en engin svör fengið. Í almennri tilkynningu frá lögreglunni frá því í morgun kemur fram hún hafi svarað kalli um nakinn mann sem stöðvaði umferð á Hringbraut. Þegar lögregluna hafi borið að garði hafi komið í ljós að nokkrir bílar hefðu orðið fyrir skemmdum. Lögreglan mat sem svo að maðurinn sýndi henni mótþróa, handtók manninn og færði á lögreglustöð. Í kjölfarið hafi hann verið vistaður á viðeigandi stofnun eins og segir í tilkynningunni.Talaði erlent tungumál eða tungum Hafdís segir manninn hafa talað eitthvað erlent tungumál. „Ég skildi hann ekki. Hann var annaðhvort að tala erlent tungumál eða tala tungum,“ segir Hafdís. Bíll Hafdísar er skemmdur eftir uppákomuna. „Ég hélt fyrst að toppurinn hefði eingögnu orðið fyrir skemmdum, en svo kom í ljós að húddið er líka talsvert skemmt,“ útskýrir Hafdís. Hafdís hefur kært manninn til lögreglu vegna tjónsins. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Við komum keyrandi inn eftir Hringbrautinni og þá stendur maðurinn þarna nakinn á miðri götunni, hann gengur upp á bílinn minn og byrjar að hossast á þakinu,“ segir Hafdís Ólafsdóttir, sem lenti í óvenjulegri uppákomi í gærkvöldi þegar nakinn maður klifaðraði upp á bíl hennar. Atvikið gerðist á gatnamótum Hringbrautar og Ljósvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í gærkvöldi. „Hann stóð með hendur úti á miðri götunni og ég varð hreinlega að stoppa. Hann lagði hendurnar á húddið, klifraði upp á toppinn á bílnum, reif loftnetið af bílnum og byrjaði að sveifla því,“ útskýrir Hafdís. Hafdís segir umferð hafa stoppað og marga fylgst með atvikinu. „Við hringdum strax á lögregluna. Aðrir vegfarendur voru í viðbragðsstöðu og einn maður var kominn þarna að og sagði okkur að læsa öllum hurðum, sem við gerðum,“ segir Hafdís.Lögreglan fljót á vettvang „Mér skilst að fullt af fólki hafi einnig hringt í lögregluna. Lögreglumennirnir voru mjög fljótir að bregðast við, voru komnir þarna á innan við fimm mínútum,“ segir Hafdís. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá tvo lögreglumenn fjarlæga manninn af þaki bíls Hafdísar. Maðurinn sveiflar loftnetinu sem hann reif af bílnum í átt að lögreglumönnum. Lögreglan beitti pipargasi til að yfirbuga manninn sem er svo komið fyrir í framsæti bifreiðarinnar. Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir til að fá svör hjá lögreglu um vinnubrögðin við handtökuna í gærkvöldi en engin svör fengið. Í almennri tilkynningu frá lögreglunni frá því í morgun kemur fram hún hafi svarað kalli um nakinn mann sem stöðvaði umferð á Hringbraut. Þegar lögregluna hafi borið að garði hafi komið í ljós að nokkrir bílar hefðu orðið fyrir skemmdum. Lögreglan mat sem svo að maðurinn sýndi henni mótþróa, handtók manninn og færði á lögreglustöð. Í kjölfarið hafi hann verið vistaður á viðeigandi stofnun eins og segir í tilkynningunni.Talaði erlent tungumál eða tungum Hafdís segir manninn hafa talað eitthvað erlent tungumál. „Ég skildi hann ekki. Hann var annaðhvort að tala erlent tungumál eða tala tungum,“ segir Hafdís. Bíll Hafdísar er skemmdur eftir uppákomuna. „Ég hélt fyrst að toppurinn hefði eingögnu orðið fyrir skemmdum, en svo kom í ljós að húddið er líka talsvert skemmt,“ útskýrir Hafdís. Hafdís hefur kært manninn til lögreglu vegna tjónsins.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira