Sjöfætt risakönguló gengur laus í Vesturbænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2014 14:15 Köngulóin á stofugólfinu hjá Steve í gær. „Vinnufélagar mínir eru að missa sig,“ segir Vesturbæingurinn Steven Clark. Bandaríkjamanninum, sem búsettur hefur verið á Íslandi undanfarið eitt og hálft ár og starfar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, brá heldur betur í brún á heimili sínu í gær. „Ég fór á klósettið, sneri mér svo við og þá var köngulóin á miðju stofugólfinu,“ segir Steve. Stærðarinnar könguló var komin í sviðsljósið í stofunni. Steve segist ekkert hafa skilið í því hvaðan hún hafi komið. Hann náði í glas, fangaði hana og virti fyrir sér í skamma stund. Í kjölfarið hafi hann sleppt henni utandyra. Hann segir einn af átta fótum köngulóarinnar hafa farið af þegar hann fangaði hana með glasinu. Síðast þegar hann hafi séð hana hafi hún því verið sjöfætt. Íslenskir vinir Steve hjá CCP og á Facebook hafa margir hverjir spurt hann af hverju hann hafi ekki drepið köngulóna í stað þess að sleppa henni. „Það hefði líklega verið skynsamlegra eftir á að hyggja,“ segir Steve. Hann hafi hins vegar ekki velt því fyrir sér enda öllu vanari köngulóm en við Íslendingar frá heimaslóðum sínum á vesturströnd Bandaríkjanna. Hans hugsun hafi verið sú að hann hafi ekki viljað drepa hana til þess að komast hjá tilheyrandi blóðsúthellingum á gólfinu hjá sér. Steve segir marga í kringum sig telja að um gæludýr sé að ræða sem hafi sloppið. Hann telji svo ekki vera. Líklegast þyki honum að köngulóin hafi verið í felum á heimili hans í þónokkurn tíma eða síðan hann heimsótti Portúgal ásamt kærustu sinni fyrr í sumar. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á þeirri tengingu fyrr en í dag. Steve er svo vanur köngulóm en fjölskylda var með eina slíka sem gæludýr á uppvaxtarárum hans. „Þær eru ekki sérstök gæludýr. Þær drepa allt sem þær komast í tæri við og geta svo flúið.“Erling Ólafsson.Svona týpur finnast í náttúru Íslands Erling Ólafsson, skordýrasérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir í samtali við Vísi ekki geta greint hvaða tegund umrædd könguló sé. Til að geta það þurfi að skoða á þeim ákveðin líffæri í smásjá til að tegundagreina þær. Og til þess þurfi að deyða þær. Hann geti heldur ekki staðfest að um sjaldséða tegund sé að ræða því „Svona „týpur“ finnast hér í náttúrunni“. Varðandi það hvort köngulóin sé líklega eitruð bendir hann á að það gildi um allar köngulær. „En engin hérlend hefur minnstu áhrif á okkur mannfólkið þó bitið sé,“ segir Erling í skriflegu svari til fréttastofu. Tengdar fréttir Ljós krabbakönguló á Vesturlandi „Krabbaköngulær vefa ekki vefi til að fanga bráð heldur sitja þær um bráðina í blómum og hremma með snöggum "handtökum" og bíta á háls. Eitrið er skjótvirkt og lamar á augabragð,“ segir dýrafræðingur. 6. ágúst 2014 12:15 Svaf ekki hjá geitungum Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum. 11. júní 2014 14:05 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Vinnufélagar mínir eru að missa sig,“ segir Vesturbæingurinn Steven Clark. Bandaríkjamanninum, sem búsettur hefur verið á Íslandi undanfarið eitt og hálft ár og starfar hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP, brá heldur betur í brún á heimili sínu í gær. „Ég fór á klósettið, sneri mér svo við og þá var köngulóin á miðju stofugólfinu,“ segir Steve. Stærðarinnar könguló var komin í sviðsljósið í stofunni. Steve segist ekkert hafa skilið í því hvaðan hún hafi komið. Hann náði í glas, fangaði hana og virti fyrir sér í skamma stund. Í kjölfarið hafi hann sleppt henni utandyra. Hann segir einn af átta fótum köngulóarinnar hafa farið af þegar hann fangaði hana með glasinu. Síðast þegar hann hafi séð hana hafi hún því verið sjöfætt. Íslenskir vinir Steve hjá CCP og á Facebook hafa margir hverjir spurt hann af hverju hann hafi ekki drepið köngulóna í stað þess að sleppa henni. „Það hefði líklega verið skynsamlegra eftir á að hyggja,“ segir Steve. Hann hafi hins vegar ekki velt því fyrir sér enda öllu vanari köngulóm en við Íslendingar frá heimaslóðum sínum á vesturströnd Bandaríkjanna. Hans hugsun hafi verið sú að hann hafi ekki viljað drepa hana til þess að komast hjá tilheyrandi blóðsúthellingum á gólfinu hjá sér. Steve segir marga í kringum sig telja að um gæludýr sé að ræða sem hafi sloppið. Hann telji svo ekki vera. Líklegast þyki honum að köngulóin hafi verið í felum á heimili hans í þónokkurn tíma eða síðan hann heimsótti Portúgal ásamt kærustu sinni fyrr í sumar. Hann hafi hins vegar ekki áttað sig á þeirri tengingu fyrr en í dag. Steve er svo vanur köngulóm en fjölskylda var með eina slíka sem gæludýr á uppvaxtarárum hans. „Þær eru ekki sérstök gæludýr. Þær drepa allt sem þær komast í tæri við og geta svo flúið.“Erling Ólafsson.Svona týpur finnast í náttúru Íslands Erling Ólafsson, skordýrasérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir í samtali við Vísi ekki geta greint hvaða tegund umrædd könguló sé. Til að geta það þurfi að skoða á þeim ákveðin líffæri í smásjá til að tegundagreina þær. Og til þess þurfi að deyða þær. Hann geti heldur ekki staðfest að um sjaldséða tegund sé að ræða því „Svona „týpur“ finnast hér í náttúrunni“. Varðandi það hvort köngulóin sé líklega eitruð bendir hann á að það gildi um allar köngulær. „En engin hérlend hefur minnstu áhrif á okkur mannfólkið þó bitið sé,“ segir Erling í skriflegu svari til fréttastofu.
Tengdar fréttir Ljós krabbakönguló á Vesturlandi „Krabbaköngulær vefa ekki vefi til að fanga bráð heldur sitja þær um bráðina í blómum og hremma með snöggum "handtökum" og bíta á háls. Eitrið er skjótvirkt og lamar á augabragð,“ segir dýrafræðingur. 6. ágúst 2014 12:15 Svaf ekki hjá geitungum Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum. 11. júní 2014 14:05 Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ljós krabbakönguló á Vesturlandi „Krabbaköngulær vefa ekki vefi til að fanga bráð heldur sitja þær um bráðina í blómum og hremma með snöggum "handtökum" og bíta á háls. Eitrið er skjótvirkt og lamar á augabragð,“ segir dýrafræðingur. 6. ágúst 2014 12:15
Svaf ekki hjá geitungum Stöðvarverði í Írafossstöð varð ekki um sel þegar hann gekk inn á geitungabú í vistarverum sínum. 11. júní 2014 14:05
Skógarmítill festir sig í sessi hérlendis "Þeir geta verið með bakteríur í maganum, og þegar þeir læsast í húðina þá tengjast þeir húðinni okkar og gubba innihaldi magans inn í okkur,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir. 28. maí 2014 10:28