"Ég óttast um líf foreldra minna og vina" Hrund Þórsdóttir skrifar 5. mars 2014 20:00 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fundaði í dag í París með leiðtogum Bandaríkjanna og lykilríkja Evrópusambandsins í von um lausn á deilunni í Úkraínu. Vonast er til þess að viðræðurnar í París leiði til sátta en utanríkisráðherra Breta, William Hague, segir Rússa þegar hafa hunsað fundi með Úkraínumönnum og er því ekki bjartsýnn. Bandaríkjamenn, sem ætla að auka hernaðarsamstarf við Pólland og Eystrasaltsríkin, vilja alþjóðlega eftirlitsmenn til Úkraínu en búist er við að Rússar kalli eftir auknum hlut rússneskumælandi svæða í stjórn landsins. Rússar segjast ekki stjórna herjum sem tekið hafa völdin á Krímskaga, en þeir hafa nú lagt undir sig tvær flugskeytastöðvar úkraínska hersins. Á annan tug manna særðist þegar mótmælendur hliðhollir Rússum lögðu undir sig stjórnarbyggingu í Donetsk síðdegis en það er eitt helsta vígi Viktors Janúkovítsj, fyrrum forseta. Í Kiev lagði fólk blóm á sjálfstæðistorgið í minningu fallinna mótmælenda en íbúar á Krím binda vonir við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu um sjálfstæði svæðisins, þrítugasta þessa mánaðar.Timur Zolotuskiy, prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, segir stöðuna í Úkraínu skelfilega. Hann segir óvíst hvort og þá hvenær fjárstuðningur, sem lofað hafi verið, skili sér og hlutverk kirkjunnar sé að standa vörð um fólkið. Hann óskaði eftir því við íslenska trúarleiðtoga í dag, að þeir stæðu saman að söfnun fyrir fólk í neyð í Úkraínu.„Það verður enginn sigurvegari í slíku stríði“Natalia Rumba fæddist í Sevastopol á Krímskaga og bjó þar þangað til hún flutti til Íslands fyrir sex árum. Fjölskylda hennar og vinir búa þar enn. „Ég hringi daglega í föður minn og móður og tala við þau í nokkra klukkutíma á dag. Ég tala líka við vini mína í Sevastopol í gegnum netið og þannig eru allar upplýsingar sem ég fæ frá fyrstu hendi,“ segir hún. Natalia segir fjölmiðla draga taum Vestur Úkraínumanna sem dreifi hatursáróðri um Rússa, sem séu ekki að hernema Krím heldur verja íbúana. Vísar hún í netupptökur frá Krím frá tuttugastaogþriðja febrúar síðastliðnum, sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði, þegar tuttuguogfimm þúsund manns hafi komið þar saman og kallað eftir aðstoð Rússa. Hún segir að eftir upplausn Sovetríkjanna hafi verið óljóst hverjum Krím tilheyrði og allt í einu hafi það heyrt til Úkraínu án þess að íbúarnir væru nokkurn tímann spurðir álits. 96% íbúa á Krím hafa rússnesku sem móðurmál og yfir 70% þeirra eru Rússar. „Og ég vil ítreka að fyrstu lög sem þessi sjálfskipaða ríkisstjórn Úkraínu samþykkti voru lög um að banna rússnesku og viðlögð refsing er fangelsisvist.“ Hún segir að líkja megi þessu við að Íslendingar vöknuðu upp einn daginn og allt í einu væri litlum hluta þjóðarinnar bannað að tala móðurmálið. Hefurðu áhyggjur af stöðunni og af fjölskyldu þinni? „Ég hef miklar áhyggjur. Ég óttast um líf foreldra minna, vina minna og allra rússneskumælandi íbúa Krímskaga.“ Aðspurð kveðst Natalia þó ekki búast við stríði. „Ég held að fólk sé nógu skynsamt til að skilja að það gæti orðið síðasta stríðið í sögu mannkynsins. Það verður enginn sigurvegari í slíku stríði.“ Tengdar fréttir ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00 Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Harðorður í garð Rússa John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var harðorður í garð Rússa í heimsókn sinni til Kænugarðs í gær. Hann telur að þeir hafi skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af málefnum Úkraínu. Pútín sakar Vesturlönd um að hafa ýtt undir stjórnleysi 5. mars 2014 07:00 Leiðtogar ESB funda um Úkraínu á morgun Mögulegar viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi verða ræddar. 5. mars 2014 10:46 ESB með 15 milljarða dala neyðarpakka til Úkraínu Um er að ræða bæði lán og styrki á næstu tveimur árum. 5. mars 2014 13:14 John Kerry: „Bandaríkin styðja úkraínsku þjóðina“ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna talaði við blaðamenn í Kænugarði í dag. 4. mars 2014 19:25 Pútín segir aðgerðir Rússa á Krímskaga mannúðlegar „Nasistar og gyðingahatarar leika nú lausum hala í Úkraínu, sérstaklega Kænugarði, og íbúar austari hluta landsins eru uggandi.“ 4. mars 2014 11:09 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fundaði í dag í París með leiðtogum Bandaríkjanna og lykilríkja Evrópusambandsins í von um lausn á deilunni í Úkraínu. Vonast er til þess að viðræðurnar í París leiði til sátta en utanríkisráðherra Breta, William Hague, segir Rússa þegar hafa hunsað fundi með Úkraínumönnum og er því ekki bjartsýnn. Bandaríkjamenn, sem ætla að auka hernaðarsamstarf við Pólland og Eystrasaltsríkin, vilja alþjóðlega eftirlitsmenn til Úkraínu en búist er við að Rússar kalli eftir auknum hlut rússneskumælandi svæða í stjórn landsins. Rússar segjast ekki stjórna herjum sem tekið hafa völdin á Krímskaga, en þeir hafa nú lagt undir sig tvær flugskeytastöðvar úkraínska hersins. Á annan tug manna særðist þegar mótmælendur hliðhollir Rússum lögðu undir sig stjórnarbyggingu í Donetsk síðdegis en það er eitt helsta vígi Viktors Janúkovítsj, fyrrum forseta. Í Kiev lagði fólk blóm á sjálfstæðistorgið í minningu fallinna mótmælenda en íbúar á Krím binda vonir við fyrirhugaða atkvæðagreiðslu um sjálfstæði svæðisins, þrítugasta þessa mánaðar.Timur Zolotuskiy, prestur rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi, segir stöðuna í Úkraínu skelfilega. Hann segir óvíst hvort og þá hvenær fjárstuðningur, sem lofað hafi verið, skili sér og hlutverk kirkjunnar sé að standa vörð um fólkið. Hann óskaði eftir því við íslenska trúarleiðtoga í dag, að þeir stæðu saman að söfnun fyrir fólk í neyð í Úkraínu.„Það verður enginn sigurvegari í slíku stríði“Natalia Rumba fæddist í Sevastopol á Krímskaga og bjó þar þangað til hún flutti til Íslands fyrir sex árum. Fjölskylda hennar og vinir búa þar enn. „Ég hringi daglega í föður minn og móður og tala við þau í nokkra klukkutíma á dag. Ég tala líka við vini mína í Sevastopol í gegnum netið og þannig eru allar upplýsingar sem ég fæ frá fyrstu hendi,“ segir hún. Natalia segir fjölmiðla draga taum Vestur Úkraínumanna sem dreifi hatursáróðri um Rússa, sem séu ekki að hernema Krím heldur verja íbúana. Vísar hún í netupptökur frá Krím frá tuttugastaogþriðja febrúar síðastliðnum, sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði, þegar tuttuguogfimm þúsund manns hafi komið þar saman og kallað eftir aðstoð Rússa. Hún segir að eftir upplausn Sovetríkjanna hafi verið óljóst hverjum Krím tilheyrði og allt í einu hafi það heyrt til Úkraínu án þess að íbúarnir væru nokkurn tímann spurðir álits. 96% íbúa á Krím hafa rússnesku sem móðurmál og yfir 70% þeirra eru Rússar. „Og ég vil ítreka að fyrstu lög sem þessi sjálfskipaða ríkisstjórn Úkraínu samþykkti voru lög um að banna rússnesku og viðlögð refsing er fangelsisvist.“ Hún segir að líkja megi þessu við að Íslendingar vöknuðu upp einn daginn og allt í einu væri litlum hluta þjóðarinnar bannað að tala móðurmálið. Hefurðu áhyggjur af stöðunni og af fjölskyldu þinni? „Ég hef miklar áhyggjur. Ég óttast um líf foreldra minna, vina minna og allra rússneskumælandi íbúa Krímskaga.“ Aðspurð kveðst Natalia þó ekki búast við stríði. „Ég held að fólk sé nógu skynsamt til að skilja að það gæti orðið síðasta stríðið í sögu mannkynsins. Það verður enginn sigurvegari í slíku stríði.“
Tengdar fréttir ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00 Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Harðorður í garð Rússa John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var harðorður í garð Rússa í heimsókn sinni til Kænugarðs í gær. Hann telur að þeir hafi skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af málefnum Úkraínu. Pútín sakar Vesturlönd um að hafa ýtt undir stjórnleysi 5. mars 2014 07:00 Leiðtogar ESB funda um Úkraínu á morgun Mögulegar viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi verða ræddar. 5. mars 2014 10:46 ESB með 15 milljarða dala neyðarpakka til Úkraínu Um er að ræða bæði lán og styrki á næstu tveimur árum. 5. mars 2014 13:14 John Kerry: „Bandaríkin styðja úkraínsku þjóðina“ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna talaði við blaðamenn í Kænugarði í dag. 4. mars 2014 19:25 Pútín segir aðgerðir Rússa á Krímskaga mannúðlegar „Nasistar og gyðingahatarar leika nú lausum hala í Úkraínu, sérstaklega Kænugarði, og íbúar austari hluta landsins eru uggandi.“ 4. mars 2014 11:09 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00
Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19
Harðorður í garð Rússa John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var harðorður í garð Rússa í heimsókn sinni til Kænugarðs í gær. Hann telur að þeir hafi skáldað upp ástæður fyrir því að skipta sér af málefnum Úkraínu. Pútín sakar Vesturlönd um að hafa ýtt undir stjórnleysi 5. mars 2014 07:00
Leiðtogar ESB funda um Úkraínu á morgun Mögulegar viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi verða ræddar. 5. mars 2014 10:46
ESB með 15 milljarða dala neyðarpakka til Úkraínu Um er að ræða bæði lán og styrki á næstu tveimur árum. 5. mars 2014 13:14
John Kerry: „Bandaríkin styðja úkraínsku þjóðina“ Utanríkisráðherra Bandaríkjanna talaði við blaðamenn í Kænugarði í dag. 4. mars 2014 19:25
Pútín segir aðgerðir Rússa á Krímskaga mannúðlegar „Nasistar og gyðingahatarar leika nú lausum hala í Úkraínu, sérstaklega Kænugarði, og íbúar austari hluta landsins eru uggandi.“ 4. mars 2014 11:09