Rúnar Páll: Okkar stærsti leikur | Aldrei séð Toft spila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. júlí 2014 14:30 Vísir/Daníel Stjörnumenn mæta Motherwell ytra í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Stjarnan fór auðveldlega með Bangor City frá Wales í fyrstu umferðinni, samanlagt 8-0, en Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, reiknar með mun erfiðari leik í kvöld. Hann segir að undirbúningur hafi gengið vel og að öll aðstaða sé til fyrirmyndar í Skotlandi. „Menn eru vel gíraðir í leikinn enda sá stærsti í sögu félagsins,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Motherwell hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í vor og Rúnar Páll segir að liðið sé afar sterkt. Það er hins vegar á miðju undirbúningstímabili og vonast þjálfarinn til að Stjörnumenn séu í betra standi. „Þar að auki eru nokkrar breytingar á liðinu. Þrír leikmenn eru farnir síðan á síðasta tímabili og einn meiddist í æfingaleik liðsins gegn Fulham um síðustu helgi. Liðið gæti því verið nokkuð breytt frá þeim leikjum sem við höfum séð og greint.“ Rúnar Páll reiknar með því að Skotarnir muni hefja leikinn af krafti, sækja grimmt reyna að skora snemma. „Við erum tilbúnir fyrir þann pakka. Hraðinn í þeirra leik er ólíkur þeim sem íslensk lið eru vön og við þurfum að vera undirbúnir fyrir það.“ Hann segir að áherslan verði fyrst og fremst lögð á varnarleikinn og að tryggja að Garðbæingar eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í næstu viku. „Við ætlum samt að vera óhræddir við að spila okkar leik enda skiptir máli að njóta þess að spila leiki sem þessa,“ ítrekar Rúnar Páll.Rolf Toft, nýi leikmaðurinn í liði Stjörnunnar, er kominn með leikheimild en Rúnar Páll segir að hann verði ekki í byrjunarliðinu í kvöld en gæti komið við sögu. Hann hefur þó ekki enn séð kappann spila. „Við treystum Henryk [Bödker, markvarða- og aðstoðarþjálfara Stjörnunnar] fyrir þessu. Hann hefur ekki klikkað hingað til,“ segir Rúnar Páll. „Við erum með ákveðna uppskrift af leikmönnum sem við viljum fá og Henryk hefur verið flinkur við að sigta þá út í Danmörku. Þessi strákur leit mjög vel út á æfingu í gær - í góðu formi, með góðar sendingar og er hraður.“ „Það er aldrei að vita hvort hann spili í kvöld - við metum það þegar þar að kemur.“ Leikurinn hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður fylgst með gangi mála á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Fótbolti Tengdar fréttir Toft má spila með Stjörnunni í Skotlandi Danski framherjinn kemur til móts við liðið í dag og æfir síðdegis. 16. júlí 2014 13:30 Danskur framherji til Stjörnunnar Rolf Toft samdi við Stjörnuna í gær um að leika með liðinu út tímabilið. Verður hann því annar danski framherji liðsins á tímabilinu á eftir Jeppe Hansen sem lék níu leiki með liðinu. 15. júlí 2014 09:37 Stórsigur Stjörnunnar í Wales Eftir markalausan fyrri hálfleik fóru Stjörnumenn á kostum gegn Bangor City í Wales. 10. júlí 2014 14:59 Ekkert íslenskt félag hefur unnið stærri sigur í fyrsta Evrópuleik Stjarnan varð í gærkvöldi aðeins fjórða íslenska félagið til að vinna fyrsta Evrópuleik sinn þegar Stjörnumenn unnu 4-0 stórsigur á velska liðinu Bangor City á Samsung-vellinum í Garðabæ. 4. júlí 2014 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Bangor 4-0 | Fjögurra marka frumsýning Stjörnumenn stiga stórt skref í sögu félagsins í kvöld þegar karlalið félagsins spilar sinn fyrsta Evrópuleik frá upphafi en mótherjarnir koma frá Wales. 3. júlí 2014 18:59 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Sjá meira
Stjörnumenn mæta Motherwell ytra í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Stjarnan fór auðveldlega með Bangor City frá Wales í fyrstu umferðinni, samanlagt 8-0, en Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, reiknar með mun erfiðari leik í kvöld. Hann segir að undirbúningur hafi gengið vel og að öll aðstaða sé til fyrirmyndar í Skotlandi. „Menn eru vel gíraðir í leikinn enda sá stærsti í sögu félagsins,“ sagði hann í samtali við Vísi í dag. Motherwell hafnaði í öðru sæti skosku úrvalsdeildarinnar í vor og Rúnar Páll segir að liðið sé afar sterkt. Það er hins vegar á miðju undirbúningstímabili og vonast þjálfarinn til að Stjörnumenn séu í betra standi. „Þar að auki eru nokkrar breytingar á liðinu. Þrír leikmenn eru farnir síðan á síðasta tímabili og einn meiddist í æfingaleik liðsins gegn Fulham um síðustu helgi. Liðið gæti því verið nokkuð breytt frá þeim leikjum sem við höfum séð og greint.“ Rúnar Páll reiknar með því að Skotarnir muni hefja leikinn af krafti, sækja grimmt reyna að skora snemma. „Við erum tilbúnir fyrir þann pakka. Hraðinn í þeirra leik er ólíkur þeim sem íslensk lið eru vön og við þurfum að vera undirbúnir fyrir það.“ Hann segir að áherslan verði fyrst og fremst lögð á varnarleikinn og að tryggja að Garðbæingar eigi enn möguleika fyrir seinni leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í næstu viku. „Við ætlum samt að vera óhræddir við að spila okkar leik enda skiptir máli að njóta þess að spila leiki sem þessa,“ ítrekar Rúnar Páll.Rolf Toft, nýi leikmaðurinn í liði Stjörnunnar, er kominn með leikheimild en Rúnar Páll segir að hann verði ekki í byrjunarliðinu í kvöld en gæti komið við sögu. Hann hefur þó ekki enn séð kappann spila. „Við treystum Henryk [Bödker, markvarða- og aðstoðarþjálfara Stjörnunnar] fyrir þessu. Hann hefur ekki klikkað hingað til,“ segir Rúnar Páll. „Við erum með ákveðna uppskrift af leikmönnum sem við viljum fá og Henryk hefur verið flinkur við að sigta þá út í Danmörku. Þessi strákur leit mjög vel út á æfingu í gær - í góðu formi, með góðar sendingar og er hraður.“ „Það er aldrei að vita hvort hann spili í kvöld - við metum það þegar þar að kemur.“ Leikurinn hefst klukkan 18.45 í kvöld og verður fylgst með gangi mála á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.
Fótbolti Tengdar fréttir Toft má spila með Stjörnunni í Skotlandi Danski framherjinn kemur til móts við liðið í dag og æfir síðdegis. 16. júlí 2014 13:30 Danskur framherji til Stjörnunnar Rolf Toft samdi við Stjörnuna í gær um að leika með liðinu út tímabilið. Verður hann því annar danski framherji liðsins á tímabilinu á eftir Jeppe Hansen sem lék níu leiki með liðinu. 15. júlí 2014 09:37 Stórsigur Stjörnunnar í Wales Eftir markalausan fyrri hálfleik fóru Stjörnumenn á kostum gegn Bangor City í Wales. 10. júlí 2014 14:59 Ekkert íslenskt félag hefur unnið stærri sigur í fyrsta Evrópuleik Stjarnan varð í gærkvöldi aðeins fjórða íslenska félagið til að vinna fyrsta Evrópuleik sinn þegar Stjörnumenn unnu 4-0 stórsigur á velska liðinu Bangor City á Samsung-vellinum í Garðabæ. 4. júlí 2014 06:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Bangor 4-0 | Fjögurra marka frumsýning Stjörnumenn stiga stórt skref í sögu félagsins í kvöld þegar karlalið félagsins spilar sinn fyrsta Evrópuleik frá upphafi en mótherjarnir koma frá Wales. 3. júlí 2014 18:59 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Höttur | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Sjá meira
Toft má spila með Stjörnunni í Skotlandi Danski framherjinn kemur til móts við liðið í dag og æfir síðdegis. 16. júlí 2014 13:30
Danskur framherji til Stjörnunnar Rolf Toft samdi við Stjörnuna í gær um að leika með liðinu út tímabilið. Verður hann því annar danski framherji liðsins á tímabilinu á eftir Jeppe Hansen sem lék níu leiki með liðinu. 15. júlí 2014 09:37
Stórsigur Stjörnunnar í Wales Eftir markalausan fyrri hálfleik fóru Stjörnumenn á kostum gegn Bangor City í Wales. 10. júlí 2014 14:59
Ekkert íslenskt félag hefur unnið stærri sigur í fyrsta Evrópuleik Stjarnan varð í gærkvöldi aðeins fjórða íslenska félagið til að vinna fyrsta Evrópuleik sinn þegar Stjörnumenn unnu 4-0 stórsigur á velska liðinu Bangor City á Samsung-vellinum í Garðabæ. 4. júlí 2014 06:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Bangor 4-0 | Fjögurra marka frumsýning Stjörnumenn stiga stórt skref í sögu félagsins í kvöld þegar karlalið félagsins spilar sinn fyrsta Evrópuleik frá upphafi en mótherjarnir koma frá Wales. 3. júlí 2014 18:59