Fótbolti

Klose sló met Ronaldo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Miroslav Klose, 36 ára framherji þýska landsliðsins, er nú orðinn markahæsti leikmaðurinn í sögu úrslitakeppni HM.

Klose skoraði annað mark sinna manna í undanúrslitaleiknum gegn Brasilíu í Belo Horizonte. Það var hans sextánda mark frá upphafi en Klose er nú að spila á sínu fjórða móti.

Gamla metið átti Brasilíumaðurinn Ronaldo sem skoraði fimmtán mörk í þremur keppnum á ferlinum. Gerd Müller, annar Þjóðverji, er svo þriðji á listanum með fjórtán mörk í aðeins tveimur keppnum.

Klose er aðeins þriðji leikmaður sögunnar sem skorar í fjórum mismunandi keppnum en hann er í kvöld að spila sinn 23. HM-leik á ferlinum. Hann hefur nú skorað alls 71 mark í 135 landsleikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×