Argentína í úrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2014 15:53 Vísir/Getty Sergio Romero var hetja Argentínumanna sem mæta Þjóðverjum í úrslitaleik HM í Brasilíu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var markalaus og því þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Romero varði tvívegis í vítaspyrnukeppninni - frá þeim Ron Vlaar og Wesley Sneijder en sá fyrrnefndi hafði átt stórleik í vörn hollenska liðsins. Argentínumenn nýttu að sama skapi allar sínar spyrnur og tryggðu sér þar með farseðilinn í úrslitaleikinn á sunnudagskvöld. En þrátt fyrir dramatíkina í vítaspyrnukeppnina var leikurinn óspennandi og olli vonbrigðum, sér í lagi eftir þá skemmtun sem Þjóðverjar buðu upp á í sinni undanúrslitaviðureign gegn Brasilíu í gær. Brasilía og Holland eigast því við í leiknum um þriðja sæti mótsins á laugardagskvöldið.Robin van Persie hafði verið tæpur fyrir leikinn vegna magakveisu en hann var í byrjunarliðinu í kvöld, sem og Nigel De Jong sem hafði verið meiddur. Báðir fóru reyndar af velli - De Jong snemma í síðari hálfleik og Van Persie í framlengingunni. Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu og gerðist því fátt markvert í venjulegum leiktíma. Hollendingar komust þó nálægt því að tryggja sér sigur í uppbótartíma þegar Arjen Robben var við það að sleppa í gegn. Javier Mascherano kom honum hins vegar til varnar á ögurstundu. Áfram var barist í framlengingunni og fengu Argentínumenn tvö þokkaleg færi í síðari hálfleik hennar en nýttu þau ekki. Þar við sat og réðust úrslitin sem fyrr segir í vítaspyrnukeppni. Bæði lið hafa á að skipa frábærum sóknarmönnum en í dag voru það varnarmennirnir sem voru í aðalhlutverki og áttu góðan dag. En fyrir vikið var leikurinn ekki mikið fyrir augað en knattspyrnuunnendur voru góðu vanir eftir 7-1 stórsigur Þýskalands á Brasilíu í hinni undanúrslitaviðureigninni í gær.Sergio Romero var hetja Argentínu.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyTweets about '#hm365 OR #hmruv' HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
Sergio Romero var hetja Argentínumanna sem mæta Þjóðverjum í úrslitaleik HM í Brasilíu. Staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var markalaus og því þurfti vítaspyrnukeppni til að knýja fram úrslit. Romero varði tvívegis í vítaspyrnukeppninni - frá þeim Ron Vlaar og Wesley Sneijder en sá fyrrnefndi hafði átt stórleik í vörn hollenska liðsins. Argentínumenn nýttu að sama skapi allar sínar spyrnur og tryggðu sér þar með farseðilinn í úrslitaleikinn á sunnudagskvöld. En þrátt fyrir dramatíkina í vítaspyrnukeppnina var leikurinn óspennandi og olli vonbrigðum, sér í lagi eftir þá skemmtun sem Þjóðverjar buðu upp á í sinni undanúrslitaviðureign gegn Brasilíu í gær. Brasilía og Holland eigast því við í leiknum um þriðja sæti mótsins á laugardagskvöldið.Robin van Persie hafði verið tæpur fyrir leikinn vegna magakveisu en hann var í byrjunarliðinu í kvöld, sem og Nigel De Jong sem hafði verið meiddur. Báðir fóru reyndar af velli - De Jong snemma í síðari hálfleik og Van Persie í framlengingunni. Leikurinn einkenndist fyrst og fremst af baráttu og gerðist því fátt markvert í venjulegum leiktíma. Hollendingar komust þó nálægt því að tryggja sér sigur í uppbótartíma þegar Arjen Robben var við það að sleppa í gegn. Javier Mascherano kom honum hins vegar til varnar á ögurstundu. Áfram var barist í framlengingunni og fengu Argentínumenn tvö þokkaleg færi í síðari hálfleik hennar en nýttu þau ekki. Þar við sat og réðust úrslitin sem fyrr segir í vítaspyrnukeppni. Bæði lið hafa á að skipa frábærum sóknarmönnum en í dag voru það varnarmennirnir sem voru í aðalhlutverki og áttu góðan dag. En fyrir vikið var leikurinn ekki mikið fyrir augað en knattspyrnuunnendur voru góðu vanir eftir 7-1 stórsigur Þýskalands á Brasilíu í hinni undanúrslitaviðureigninni í gær.Sergio Romero var hetja Argentínu.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyTweets about '#hm365 OR #hmruv'
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira