Innlent

Flugmenn sagðir hvattir til að tefja flugumferð

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Miklar tafir á laugardag mynduðu flöskuháls svo aflýsa þurfti 21 flugi.
Miklar tafir á laugardag mynduðu flöskuháls svo aflýsa þurfti 21 flugi. Vísir/GVA
Samtök atvinnulífsins sendu flugmönnum bréf eftir miklar tafir á flugi á laugardag sem ollu því að fella þurfti niður samtals 21 flug. Í bréfinu er ítrekað að fylgja verði reglum í verkfalli.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengu flugmenn símtal frá FÍA þar sem þeir voru hvattir til að hægja á öllu starfi. Það hafi verið gert meðal annars með því að taka mun lengri tíma í að lesa alla pappíra en vanalega og kalla eftir aukaeldsneyti rétt áður en dyrum var lokað.

Hafsteinn Pálsson, formaður FÍA, hefur þverneitað fyrir að flugmenn stundi skæruaðgerðir og segir að röskunin hafi stafað af því að ekki hafi verið mannskapur til að vinna umframvinnu.


Tengdar fréttir

Ekkert samkomulag í sjónmáli í flugmannadeilu

Ekkert samkomulag er í sjónmáli í kjaradeilu flugmanna og Icelandair þrátt fyrir stíf fundarhöld í gær. Örlítil seinkun varð áætlunarflugi Icelandair í morgun en ekki stendur til að fella niður nein flug í dag.

Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda

Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×