Innlent

Samkomulag við Ísland var fullreynt í makríldeilunni

Jóhannes Stefánsson skrifar
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að aðilar hafi verið sammála um að samkomulag þar sem Ísland ætti hlut að máli væri útilokað.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að aðilar hafi verið sammála um að samkomulag þar sem Ísland ætti hlut að máli væri útilokað.
„Ég er ánægð með að okkur hafi eftir langa og krefjandi samningalotu tekist að ná að samkomulagi í makríldeilunni á milli þriggja af strandríkjunum," segir Elisabeth Aspaker, norski sjávarútvegsráðherrann í frétt á vef norska sjávarútvegsráðuneytisins.

„Ég hefði að sjálfsögðu viljað að Ísland væri líka hluti af þessu samkomulagi, en samkomulag á milli þriggja aðila er stórt skref í rétta átt,“ bætir Elisabeth við.

„Noregur, og aðrir aðilar að samkomulaginu eftir því sem við skildum, töldu að allir möguleikar að fjögurra aðila samkomulagi þar sem Ísland ætti hlut að máli væru fullreyndir. Það voru fleiri þættir sem stóðu í veg fyrir samkomulagi á milli aðilanna,“ segir Elisabeth.

Samkvæmt samkomulaginu kemur Noregur til með að veiða 279.000 tonn, Evrópusambandið 611.000 tonn og Færeyjar 156.000 tonn. Það gildir til ársins 2018.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×