Vistvæn vottun án eftirlits og villandi Snærós Sindradóttir skrifar 26. júní 2014 00:01 Þessir hanar virðast hafa það gott í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Ekki er víst að aðbúnaðurinn sé jafngóður á öllum kjúklingabúum sem stæra sig af vistvænni vottun. Fréttablaðið/Daníel „Það er villandi fyrir neytendur að tala um vistvænan landbúnað. Neytendur rugla saman vistvænu og lífrænu og það er grundvallarmunur þarna á,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Vottunin Vistvæn landbúnaðarafurð sem nokkrir matvælaframleiðendur nota hefur enga raunverulega þýðingu lengur. Um er að ræða vottun sem komið var á fót með reglugerð um vistvænan landbúnað árið 1998 en ekkert eftirlit hefur verið með henni um langa hríð. „Því miður er mér kunnugt um að einhverjir framleiðendur, sérstaklega í grænmeti, hafa verið að nota þetta merki án þess að hafa fengið viðurkenningu. Þetta er ekki í lagi og ekki eins og við hjá Bændasamtökunum viljum hafa þetta,“ segir dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í lífrænni ræktun hjá Bændasamtökum Íslands. „Eftirlitið með þessu er í molum,“ segir Ólafur. „Þetta er því miður munaðarlaust kerfi. Það er ekki hægt að gefa vottun svo framleiðandi haldi henni til eilífðar. Það þarf að vera endurtekin skoðun og endurtekið eftirlit eins og er í lífrænum búskap.“ Reglugerðin kveður meðal annars á um að ekki megi nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hvern hektara við ræktun grænmetis. „Þetta er í grófum dráttum bara venjulegur landbúnaður og ekkert annað,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. „Þarna var eiginlega stolið orðinu vistvænt vil ég meina, það hefur enga sérstaka umhverfisskírskotun. Þetta er bara spurning um gæðastjórnun sem ég held að sé ekki mjög vel fylgt eftir.“ Hann segir að kröfur reglugerðarinnar snúi fyrst og fremst að því sem fólk telji almennt til sjálfsagðra landbúnaðarhátta, svo sem að bændur haldi skýrslur um aðföng. Stefán segir jafnframt að merkingin vistvænt geti reynst villandi fyrir neytendur. „Að einhverju leyti tengir neytandinn þetta við grænt og umhverfisvænt. Ef það er rétt hjá mér er þetta hálfgerður grænþvottur. Það fær fólk til að halda að varan sé næstum því lífræn sem hvetur fólk til að kaupa þetta.“ Undir þetta tekur Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Við höfum alltaf verið á móti þessari stimplun. Stundum er þetta kallaður gæðastýrður landbúnaður en að mínu mati eiga þetta bara að vera lágmarkskröfur um venjulegan landbúnað.“Hundfúlt fyrir lífræna bændur„Þetta er hundfúlt fyrir okkur. Það er verið að gefa í skyn að einhver gæði séu á bak við þetta eða aðrar kröfur heldur en í hefðbundnum landbúnaði,“ segir Þórður Halldórsson, formaður VOR, félags bænda í lífrænum búskap.„Ég held að það séu bara nánast allir sem geta sem nota þetta. Þetta krefst engra breytinga en fer vel í augað. Ég veit að margir trúa því að þessi merking hafi eitthvað með lífrænt að gera." Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira
„Það er villandi fyrir neytendur að tala um vistvænan landbúnað. Neytendur rugla saman vistvænu og lífrænu og það er grundvallarmunur þarna á,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Vottunin Vistvæn landbúnaðarafurð sem nokkrir matvælaframleiðendur nota hefur enga raunverulega þýðingu lengur. Um er að ræða vottun sem komið var á fót með reglugerð um vistvænan landbúnað árið 1998 en ekkert eftirlit hefur verið með henni um langa hríð. „Því miður er mér kunnugt um að einhverjir framleiðendur, sérstaklega í grænmeti, hafa verið að nota þetta merki án þess að hafa fengið viðurkenningu. Þetta er ekki í lagi og ekki eins og við hjá Bændasamtökunum viljum hafa þetta,“ segir dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur í lífrænni ræktun hjá Bændasamtökum Íslands. „Eftirlitið með þessu er í molum,“ segir Ólafur. „Þetta er því miður munaðarlaust kerfi. Það er ekki hægt að gefa vottun svo framleiðandi haldi henni til eilífðar. Það þarf að vera endurtekin skoðun og endurtekið eftirlit eins og er í lífrænum búskap.“ Reglugerðin kveður meðal annars á um að ekki megi nota meira en 180 kg af köfnunarefni á hvern hektara við ræktun grænmetis. „Þetta er í grófum dráttum bara venjulegur landbúnaður og ekkert annað,“ segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur. „Þarna var eiginlega stolið orðinu vistvænt vil ég meina, það hefur enga sérstaka umhverfisskírskotun. Þetta er bara spurning um gæðastjórnun sem ég held að sé ekki mjög vel fylgt eftir.“ Hann segir að kröfur reglugerðarinnar snúi fyrst og fremst að því sem fólk telji almennt til sjálfsagðra landbúnaðarhátta, svo sem að bændur haldi skýrslur um aðföng. Stefán segir jafnframt að merkingin vistvænt geti reynst villandi fyrir neytendur. „Að einhverju leyti tengir neytandinn þetta við grænt og umhverfisvænt. Ef það er rétt hjá mér er þetta hálfgerður grænþvottur. Það fær fólk til að halda að varan sé næstum því lífræn sem hvetur fólk til að kaupa þetta.“ Undir þetta tekur Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Við höfum alltaf verið á móti þessari stimplun. Stundum er þetta kallaður gæðastýrður landbúnaður en að mínu mati eiga þetta bara að vera lágmarkskröfur um venjulegan landbúnað.“Hundfúlt fyrir lífræna bændur„Þetta er hundfúlt fyrir okkur. Það er verið að gefa í skyn að einhver gæði séu á bak við þetta eða aðrar kröfur heldur en í hefðbundnum landbúnaði,“ segir Þórður Halldórsson, formaður VOR, félags bænda í lífrænum búskap.„Ég held að það séu bara nánast allir sem geta sem nota þetta. Þetta krefst engra breytinga en fer vel í augað. Ég veit að margir trúa því að þessi merking hafi eitthvað með lífrænt að gera."
Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Sjá meira