Innlent

Framsókn græddi sextán atkvæði í Hafnarfirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Stefán
Eftir endurtalningu atkvæða í Hafnarfirði bættust sextán atkvæði við hjá Framsóknarmönnum. Að öðru leyti er niðurstaðan óbreytt, en Píratar fóru fram á endurtalninguna því þá vantaði einungis sex atkvæði til að ná inn manni.

Samkvæmt RÚV fundust fimmtán atkvæði til framsóknarmanna í bunka með atkvæðum til Sjálfstæðisflokksins og eitt í bunka með auðum seðlum. Jóna Ósk Guðjónsdóttir, formaður kjörstjórnar í Hafnarfirði, staðfestir það í samtali við fréttastofu 365.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk því 4.014 atkvæði, en ekki 4.029. Framsókn fékk 751, en ekki 735 og auðir seðlar breyttust úr 594 í 593. Fjöldi atkvæða sem Píratar fengu breyttist ekki.

Í samtali við RÚV segir Jóna það hundfúlt að mistök hafi orðið í talningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×