Erlent

Sjálfstæði ekki í samræmi við stjórnarskrá

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Stjórnvöld á Spáni telja að fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu sé ekki í samræmi við stjórnarskrá landsins og ætla að vísa málinu til stjórnlagadómstóls. Atkvæðagreiðslan á að fara fram í byrjun nóvembermánaðar samkvæmt samkomulagi sem leiðtogar héraðsstjórnarinar undirrituðu á laugardag.

Katalónía er með ríkustu héruðum Spánar en íbúar eru 7,5 milljónir. Mikill þrýstingur hefur verið á héraðsstjórnina að boða til atkvæðagreiðslu um málið og jókst sá þrýstingur verulega eftir að atkvæðagreiðsluna í Skotlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×