Leiktímum breytt í lokaumferðinni - mögnuð ellefu tíma dagskrá á Stöð 2 Sport Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. september 2014 14:07 FH og Stjarnan mætast í úrslitaleik um titilinn. vísir/daníel Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest á heimasíðu sinni breytta leiktíma í lokaumferð Pepsi-deildar karla sem fram fer á laugardaginn. Upphaflega áttu allir leikirnir að hefjast klukkan 14.00, en vegna úrslitaleiks FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn hafa leikirnir verið færðir til. Allir leikirnir fimm nema úrslitaleikurinn hefjast klukkan 13.30 og verður viðureign Fram og Fylkis sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikur FH og Stjörnunnar hefst svo klukkan 16.00 og verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dagskráin á Stöð 2 Sport í kringum leikina verður vegleg, en hún hefst klukkan 13.00 með upphitunarþætti Pepsi-markanna þar sem Tómas Ingi Tómasson og Þorvaldur Örlygsson verða sérfræðingar.Hörður Magnússon lýsir svo leik Fram og Fylkis klukkan 13.30, en þar geta Framarar fallið eftir átta ára samfellda veru í efstu deild. Að honum loknum taka sérfræðingarnir aftur við í myndveri í Skaftahlíð og verður svo skipt yfir á Reyni Leósson og HjörvarHafliðason sem hita upp fyrir úrslitaleikinn í beinni útsendingu frá Kaplakrika. Úrslitaleikurinn hefst svo klukkan 16.00 sem fyrr segir, en að honum loknum gera allir sérfræðingarnir, bæði í myndveri og á staðnum, leikinn upp til klukkan 19.00.Hörður Magnússon og sérfræðingar hans verða í yfirvinnu á laugardaginn.vísir/villiÞá verður veislan á Stöð 2 Sport rétt að hefjast því klukkan 19.00 hefst útsending frá UFC-bardagakvöldinu í Stokkhólmi þar sem GunnarNelson berst í aðalbardaga kvöldsins. Eftir hann, eða klukkan 21.15, hefst svo fyrri þáttur Pepsi-markanna þar sem lokaumferðin verður gerð upp. Eftir hann verður svo uppgjörsþáttur Pepsi-markanna, en hann hefst klukkan 22.30 og lýkur korter fyrir miðnætti. Báðir þættirnir af Pepsi-mörkunum verða í opinni dagskrá og einnig sýndir á Vísi. Ellefu tíma samfelld íþróttaveisla á Stöð 2 Sport á laugardaginn, þar af níu klukkutímar af efni frá Pepsi-deild karla í fótbolta.Leikirnir í lokaumferðinni:13.30 Breiðablik - Valur13.30 Keflavík - Víkingur13.30 Fram - Fylkir (Stöð 2 Sport)13.30 Fjölnir - ÍBV13.30 KR - Þór16.00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport)Dagskráin á Stöð 2 Sport á laugardaginn:13.00 Upphitun Pepsi-markanna13.30 Fram - Fylkir15.25 Upphitun fyrir úrslitaleikinn16.00 FH - Stjarnan með verðlaunaafhendingu og umræðum19.00 Gunnar Nelson berst við Rick Story21.15 Pepsi-mörkin gera upp 22. umferðina22.30 Uppgjörsþáttur Pepsi-markanna Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest á heimasíðu sinni breytta leiktíma í lokaumferð Pepsi-deildar karla sem fram fer á laugardaginn. Upphaflega áttu allir leikirnir að hefjast klukkan 14.00, en vegna úrslitaleiks FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn hafa leikirnir verið færðir til. Allir leikirnir fimm nema úrslitaleikurinn hefjast klukkan 13.30 og verður viðureign Fram og Fylkis sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikur FH og Stjörnunnar hefst svo klukkan 16.00 og verður vitaskuld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dagskráin á Stöð 2 Sport í kringum leikina verður vegleg, en hún hefst klukkan 13.00 með upphitunarþætti Pepsi-markanna þar sem Tómas Ingi Tómasson og Þorvaldur Örlygsson verða sérfræðingar.Hörður Magnússon lýsir svo leik Fram og Fylkis klukkan 13.30, en þar geta Framarar fallið eftir átta ára samfellda veru í efstu deild. Að honum loknum taka sérfræðingarnir aftur við í myndveri í Skaftahlíð og verður svo skipt yfir á Reyni Leósson og HjörvarHafliðason sem hita upp fyrir úrslitaleikinn í beinni útsendingu frá Kaplakrika. Úrslitaleikurinn hefst svo klukkan 16.00 sem fyrr segir, en að honum loknum gera allir sérfræðingarnir, bæði í myndveri og á staðnum, leikinn upp til klukkan 19.00.Hörður Magnússon og sérfræðingar hans verða í yfirvinnu á laugardaginn.vísir/villiÞá verður veislan á Stöð 2 Sport rétt að hefjast því klukkan 19.00 hefst útsending frá UFC-bardagakvöldinu í Stokkhólmi þar sem GunnarNelson berst í aðalbardaga kvöldsins. Eftir hann, eða klukkan 21.15, hefst svo fyrri þáttur Pepsi-markanna þar sem lokaumferðin verður gerð upp. Eftir hann verður svo uppgjörsþáttur Pepsi-markanna, en hann hefst klukkan 22.30 og lýkur korter fyrir miðnætti. Báðir þættirnir af Pepsi-mörkunum verða í opinni dagskrá og einnig sýndir á Vísi. Ellefu tíma samfelld íþróttaveisla á Stöð 2 Sport á laugardaginn, þar af níu klukkutímar af efni frá Pepsi-deild karla í fótbolta.Leikirnir í lokaumferðinni:13.30 Breiðablik - Valur13.30 Keflavík - Víkingur13.30 Fram - Fylkir (Stöð 2 Sport)13.30 Fjölnir - ÍBV13.30 KR - Þór16.00 FH - Stjarnan (Stöð 2 Sport)Dagskráin á Stöð 2 Sport á laugardaginn:13.00 Upphitun Pepsi-markanna13.30 Fram - Fylkir15.25 Upphitun fyrir úrslitaleikinn16.00 FH - Stjarnan með verðlaunaafhendingu og umræðum19.00 Gunnar Nelson berst við Rick Story21.15 Pepsi-mörkin gera upp 22. umferðina22.30 Uppgjörsþáttur Pepsi-markanna
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira