Verður ekki fastagestur í íslensku spilavíti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. september 2014 13:36 Willum gerir nú tilraun tvö til að fá spilavíti lögleidd. Vísir / Getty / Daníel Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að spilahöll, eða spilavíti eins og það er jafnan kallað, smellpassi inn í íslenska ferðaþjónustu. „Þetta smellpassar fyrir Reykjavík,“ segir hann. „Áttatíu prósent af markhópnum eru túristar.“ Frumvarp sem hann hefur lagt fram sem heimilar slíkan rekstur er umdeilt en sjálfur segist hann hafa fengið góð viðbrögð. Willum gerir sér þó ekki grein fyrir því hvort málið njóti meirihlutastuðnings á Alþingi.Ekki neitt „mini-Vegas“ „Ég held að þetta sé ágætis umræða,“ segir Willum sem býst við að sterkar skoðanir fólks á málinu muni koma fram. „Mér finnst þessi spilahöll miklu saklausara mál, þannig séð, heldur er verið að leggja upp með. Við erum ekki að fara að opna neitt „mini-Vegas“ í Reykjavík,“ segir hann. „Það er alltaf verið að tala um að það vanti afþreyingu fyrir ferðamenn og ákveðna tegund af ferðamönnum, sem eru tilbúnir að eyða svolítið af peningum og staldra stutt við,“ segir hann og bendir líka á ráðstefnugesti. „Þetta er einn af þeim þáttum sem eru í tikkboxinu þegar verið er að sækja um og keppa um að fá ráðstefnur," segir hann.Willum kynntist Arnari og Bjarka í fótboltaheiminum. Hann segir að þeir hafi masað um spilahallir.Vísir / TeiturByggt á upplýsingum hagsmunaaðilaÞetta er í annað sinn sem Willum leggur fram frumvarpið en meðflutningsmenn hans koma úr þremur mismunandi flokkum; Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Framsóknarflokki. Frumvarpið fékk ekki efnislega meðferð á Alþingi þegar hópurinn lagði það fram á síðasta ári. Frumvarpið byggir á tveimur skýrslum sem einkaaðilar og áhugamenn um rekstur spilavítis sköffuðu auk samtala sem Willum átti við fjölmarga aðila. Önnur skýrslan var frá Lúðvík Bergvinssyni lögmanni og hin af Capacent. „Ég á ekkert af þessum upplýsingum, ég hef bara safnað þessu hingað og þangað,“ segir hann. Aðeins eitt rekstrarleyfi í boði Eitt af því sem vakið hefur athygli við frumvarpið er að aðeins er gert ráð fyrir að eitt rekstrarleyfi verið gefið út. Það þýðir að aðeins má reka eitt spilavíti í einu, verði frumvarpið að lögum. „Það er nú bara af því að Danirnir gerðu það,“ segir Willum aðspurður um þessa tilhögun. Hann segist ekki muna hvort það hafi verið lagt til í annarri hvorri skýrslunni en þar var meðal annars fjallað um lagaumhverfið í öðrum löndum. „Það hefur örugglega verið talað um það að Danirnir hafi farið þessa leið,“ segir hann. Önnur skýrslan kemur frá lögmanni sem vann fyrir tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Willum, sem kynntist þeim sem þjálfari í knattspyrnu, segir að þeim hafi verið tíðrætt um spilahallir. „Þeir mösuðu mikið um þetta þegar ég var að þjálfa,“ segir hann. „Þá var ég að segja þeim að ég hafi upplifað þetta þegar ég var í námi í Danmörku, ´91-´93. Þá voru Danir að opna þetta fyrsta „casino“ á SAS-hóteli ,“ segir hann. „Ég var forvitinn ungur maður og skoðaði þetta en ég er nú enginn spilamaður.“Willum segir að Las Vegas hafi verið hroðaleg í dagsbirtu.Vísir / LasvegasloverHefur farið til Las Vegas Willum hefur þó kíkt á fleiri en eitt spilavíti. „Ég kíkti á SAS og ég hef komið til Las Vegas,“ segir hann „Þetta höfðar ekki til mín. Ég hef tekið þátt í getraunum og Lottó, en ekki þannig. Styrki Happadrætti Háskólans, kaupi happadrættismiða við og við til að styrkja málefnin,“ segir hann. Upplifunin af Las Vegas var þó ekki góð í minningunni. „Ég man alltaf fyrsta morguninn sem ég vaknaði hvað þetta var hroðaleg borg,“ segir hann. „Eins og hún er ljómandi á næturnar, hvað hún verður mikil eyðimörk í dagsbirtu.“ En verður hann fastagestur i íslensku spilavíti? „Ég á ekki von á því. Mér finnst þetta fyrst og fremst ferðaþjónustumál. Síðan fljóta hér framhjá ríkissjóði tekjur og það er augljóst að spilasalir eru í gangi þar sem fólk er að spila undir engri réttarvernd. Lögin ná ekki yfir þetta,“ segir hann og bætir við: „Það út af fyrir sig er alvarlegt mál.“Spilavíti tabú í umræðunni Umræða um spilavíti á Íslandi er ekki ný af nálinni og bendir Willum á að málið hafi verið til skoðunar í mörg ár. Enginn hafi þó viljað taka málið upp hingað til þar sem það sé tabú að ræða um lögleiðingu fjárhættuspila. „Kannski ástæðan fyrir því að flestir hafa ekki vilja vaða fram með þetta mál er að það er viðkvæmur endi á þessu sem er spilafíkn,“ segir hann. „En við getum samt ekki bara lokað augunum fyrir því og trúað að þetta sé ekki til staðar af því að það er ekki beint fyrir augunum á okkur. Þetta er til staðar. Þetta er vandi.“ Willum bendir á að frumvarpið gerir ráð fyrir því að þrjú prósent af spilaskatti sem lagður verður á starfsemina sé eyrnamerktur forvarnarstarfi. Alþingi Tengdar fréttir Spilavíti er of neikvætt orð Willum Þór Þórsson segir spilahallir vera afþreyging og líti beri á þau í samhengi við ferðamannaiðnað. 6. apríl 2014 14:29 Reyna aftur að lögleiða fjárhættuspil Willum Þór Þórsson hefur ásamt tólf þingmönnum lagt aftur fram frumvarp um spilahallir. 24. september 2014 14:59 Blótar spilavítum Willums í sand og ösku Júlíus Þór Júlíusson bregst reiður við frumvarpi sem Willum Þór Þórsson hefur boðað um lögleiðingu spilavíta á Íslandi. 31. mars 2014 15:14 „Staðreyndin er sú að hér þrífast spilaklúbbar“ Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar á morgun að leggja fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. 30. mars 2014 18:29 Fjárhættuspil lögleitt - Perlan að spilahöll Lög um fjárhættuspil voru samþykkt á Alþingi í dag með naumum meirihluta. Stjórnarandstaðan gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og flýtimeðferð málsins. 1. apríl 2014 20:01 Katrín Júlíusdóttir, Elín Hirst og spilavítin í Minni skoðun Aðalgestur Mikaels Torfasonar var að þessu sinni Willum Þór Þórsson þingmaður en hann vill lögleiða spilavítin, sem hann kallar reyndar spilahallir. 6. apríl 2014 12:43 Arnar lék Bjarka í gabbfrétt Stöðvar 2 Skipti um föt og veitti annað viðtal. 2. apríl 2014 22:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að spilahöll, eða spilavíti eins og það er jafnan kallað, smellpassi inn í íslenska ferðaþjónustu. „Þetta smellpassar fyrir Reykjavík,“ segir hann. „Áttatíu prósent af markhópnum eru túristar.“ Frumvarp sem hann hefur lagt fram sem heimilar slíkan rekstur er umdeilt en sjálfur segist hann hafa fengið góð viðbrögð. Willum gerir sér þó ekki grein fyrir því hvort málið njóti meirihlutastuðnings á Alþingi.Ekki neitt „mini-Vegas“ „Ég held að þetta sé ágætis umræða,“ segir Willum sem býst við að sterkar skoðanir fólks á málinu muni koma fram. „Mér finnst þessi spilahöll miklu saklausara mál, þannig séð, heldur er verið að leggja upp með. Við erum ekki að fara að opna neitt „mini-Vegas“ í Reykjavík,“ segir hann. „Það er alltaf verið að tala um að það vanti afþreyingu fyrir ferðamenn og ákveðna tegund af ferðamönnum, sem eru tilbúnir að eyða svolítið af peningum og staldra stutt við,“ segir hann og bendir líka á ráðstefnugesti. „Þetta er einn af þeim þáttum sem eru í tikkboxinu þegar verið er að sækja um og keppa um að fá ráðstefnur," segir hann.Willum kynntist Arnari og Bjarka í fótboltaheiminum. Hann segir að þeir hafi masað um spilahallir.Vísir / TeiturByggt á upplýsingum hagsmunaaðilaÞetta er í annað sinn sem Willum leggur fram frumvarpið en meðflutningsmenn hans koma úr þremur mismunandi flokkum; Sjálfstæðisflokki, Bjartri framtíð og Framsóknarflokki. Frumvarpið fékk ekki efnislega meðferð á Alþingi þegar hópurinn lagði það fram á síðasta ári. Frumvarpið byggir á tveimur skýrslum sem einkaaðilar og áhugamenn um rekstur spilavítis sköffuðu auk samtala sem Willum átti við fjölmarga aðila. Önnur skýrslan var frá Lúðvík Bergvinssyni lögmanni og hin af Capacent. „Ég á ekkert af þessum upplýsingum, ég hef bara safnað þessu hingað og þangað,“ segir hann. Aðeins eitt rekstrarleyfi í boði Eitt af því sem vakið hefur athygli við frumvarpið er að aðeins er gert ráð fyrir að eitt rekstrarleyfi verið gefið út. Það þýðir að aðeins má reka eitt spilavíti í einu, verði frumvarpið að lögum. „Það er nú bara af því að Danirnir gerðu það,“ segir Willum aðspurður um þessa tilhögun. Hann segist ekki muna hvort það hafi verið lagt til í annarri hvorri skýrslunni en þar var meðal annars fjallað um lagaumhverfið í öðrum löndum. „Það hefur örugglega verið talað um það að Danirnir hafi farið þessa leið,“ segir hann. Önnur skýrslan kemur frá lögmanni sem vann fyrir tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni. Willum, sem kynntist þeim sem þjálfari í knattspyrnu, segir að þeim hafi verið tíðrætt um spilahallir. „Þeir mösuðu mikið um þetta þegar ég var að þjálfa,“ segir hann. „Þá var ég að segja þeim að ég hafi upplifað þetta þegar ég var í námi í Danmörku, ´91-´93. Þá voru Danir að opna þetta fyrsta „casino“ á SAS-hóteli ,“ segir hann. „Ég var forvitinn ungur maður og skoðaði þetta en ég er nú enginn spilamaður.“Willum segir að Las Vegas hafi verið hroðaleg í dagsbirtu.Vísir / LasvegasloverHefur farið til Las Vegas Willum hefur þó kíkt á fleiri en eitt spilavíti. „Ég kíkti á SAS og ég hef komið til Las Vegas,“ segir hann „Þetta höfðar ekki til mín. Ég hef tekið þátt í getraunum og Lottó, en ekki þannig. Styrki Happadrætti Háskólans, kaupi happadrættismiða við og við til að styrkja málefnin,“ segir hann. Upplifunin af Las Vegas var þó ekki góð í minningunni. „Ég man alltaf fyrsta morguninn sem ég vaknaði hvað þetta var hroðaleg borg,“ segir hann. „Eins og hún er ljómandi á næturnar, hvað hún verður mikil eyðimörk í dagsbirtu.“ En verður hann fastagestur i íslensku spilavíti? „Ég á ekki von á því. Mér finnst þetta fyrst og fremst ferðaþjónustumál. Síðan fljóta hér framhjá ríkissjóði tekjur og það er augljóst að spilasalir eru í gangi þar sem fólk er að spila undir engri réttarvernd. Lögin ná ekki yfir þetta,“ segir hann og bætir við: „Það út af fyrir sig er alvarlegt mál.“Spilavíti tabú í umræðunni Umræða um spilavíti á Íslandi er ekki ný af nálinni og bendir Willum á að málið hafi verið til skoðunar í mörg ár. Enginn hafi þó viljað taka málið upp hingað til þar sem það sé tabú að ræða um lögleiðingu fjárhættuspila. „Kannski ástæðan fyrir því að flestir hafa ekki vilja vaða fram með þetta mál er að það er viðkvæmur endi á þessu sem er spilafíkn,“ segir hann. „En við getum samt ekki bara lokað augunum fyrir því og trúað að þetta sé ekki til staðar af því að það er ekki beint fyrir augunum á okkur. Þetta er til staðar. Þetta er vandi.“ Willum bendir á að frumvarpið gerir ráð fyrir því að þrjú prósent af spilaskatti sem lagður verður á starfsemina sé eyrnamerktur forvarnarstarfi.
Alþingi Tengdar fréttir Spilavíti er of neikvætt orð Willum Þór Þórsson segir spilahallir vera afþreyging og líti beri á þau í samhengi við ferðamannaiðnað. 6. apríl 2014 14:29 Reyna aftur að lögleiða fjárhættuspil Willum Þór Þórsson hefur ásamt tólf þingmönnum lagt aftur fram frumvarp um spilahallir. 24. september 2014 14:59 Blótar spilavítum Willums í sand og ösku Júlíus Þór Júlíusson bregst reiður við frumvarpi sem Willum Þór Þórsson hefur boðað um lögleiðingu spilavíta á Íslandi. 31. mars 2014 15:14 „Staðreyndin er sú að hér þrífast spilaklúbbar“ Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar á morgun að leggja fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. 30. mars 2014 18:29 Fjárhættuspil lögleitt - Perlan að spilahöll Lög um fjárhættuspil voru samþykkt á Alþingi í dag með naumum meirihluta. Stjórnarandstaðan gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og flýtimeðferð málsins. 1. apríl 2014 20:01 Katrín Júlíusdóttir, Elín Hirst og spilavítin í Minni skoðun Aðalgestur Mikaels Torfasonar var að þessu sinni Willum Þór Þórsson þingmaður en hann vill lögleiða spilavítin, sem hann kallar reyndar spilahallir. 6. apríl 2014 12:43 Arnar lék Bjarka í gabbfrétt Stöðvar 2 Skipti um föt og veitti annað viðtal. 2. apríl 2014 22:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Spilavíti er of neikvætt orð Willum Þór Þórsson segir spilahallir vera afþreyging og líti beri á þau í samhengi við ferðamannaiðnað. 6. apríl 2014 14:29
Reyna aftur að lögleiða fjárhættuspil Willum Þór Þórsson hefur ásamt tólf þingmönnum lagt aftur fram frumvarp um spilahallir. 24. september 2014 14:59
Blótar spilavítum Willums í sand og ösku Júlíus Þór Júlíusson bregst reiður við frumvarpi sem Willum Þór Þórsson hefur boðað um lögleiðingu spilavíta á Íslandi. 31. mars 2014 15:14
„Staðreyndin er sú að hér þrífast spilaklúbbar“ Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, ætlar á morgun að leggja fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða fjárhættuspil á Íslandi. 30. mars 2014 18:29
Fjárhættuspil lögleitt - Perlan að spilahöll Lög um fjárhættuspil voru samþykkt á Alþingi í dag með naumum meirihluta. Stjórnarandstaðan gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar og flýtimeðferð málsins. 1. apríl 2014 20:01
Katrín Júlíusdóttir, Elín Hirst og spilavítin í Minni skoðun Aðalgestur Mikaels Torfasonar var að þessu sinni Willum Þór Þórsson þingmaður en hann vill lögleiða spilavítin, sem hann kallar reyndar spilahallir. 6. apríl 2014 12:43