Uppbótartíminn: Það verður úrslitaleikur um titilinn | Myndbönd 29. september 2014 10:30 Veigar Páll Gunnarsson skoraði fallegt mark fyrir Stjörnuna í gær. vísir/andri marinó Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Það verður úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í fjórða skiptið á síðustu 18 árum næsta laugardag þar sem FH og Stjarnan berjast um þann stóra. Bæði lið unnu örugga sigra í umferðinni og er FH með tveggja stiga forskot. Áfram er allt opið í Evrópubaráttunni þar sem Fylkismenn gera sig nú líklega. Fram er í vondum málum.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Stjarnan - FramValur - FHVíkingur - KRÍBV - KeflavíkÞór - BreiðablikFylkir - FjölnirSteven Lennon og félagar fá Stjörnuna í heimsókn í úrslitaleik á laugardaginn.vísir/stefánGóð umferð fyrir... ... Kristján Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur Keflvíkingar unnu fjórða leikinn sinn í Pepsi-deildinni 22. júní, en þann fimmta ekki fyrr en í Vestmannaeyjum í gær. Lærisveinar Kristjáns hafa gælt við fallið undanfarnar umferðir eftir hörmulegt gengi, en þeim tókst að vinna sigur á ÍBV og kveðja þar með falldrauginn. Keflvíkingar voru borubrattir eftir fyrstu þrjár umferðirnar eftir að innbyrða níu stig af níu mögulegum, en eftir það gerðist lítið. Þeir verða a.m.k. í Pepsi-deildinni að ári.... Atla Guðnason, framherja FH Afmælisbarnið fór gjörsamlega hamförum á Vodafone-vellinum þar sem hann afgreiddi Valsmenn nánast einn síns liðs. Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi-markanna, tók Atla sérstaklega fyrir og gaf honum tíu fyrir sína frammistöðu. Þrenna og stoðsending á 30 ára afmælisdaginn er ekki slæmt. Svo er hann allt í einu kominn í baráttu um gullskóinn fyrir lokaumferðina.... Gjaldkera FH Það hefur svo sem ekkert verið leiðinlegt að halda utan um bókhaldið hjá FH-ingum undanfarinn áratug með UEFA-evrurnar streymandi inn á hverju hausti. En nú fá menn vatn í munninn í Kaplakrika. Þar verður boðið upp á hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. Búist er við fimm til sjö þúsund manns á völlinn og miðinn kostar 1.500 krónur. Takið bara upp reiknivélina.Hafsteinn Briem reynir að halda í við Martin Rauschenberg, miðvörð Stjörnunnar.vísir/andri marinóErfið umferð fyrir ...... Markverði í Garðabæ Bæði Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, og Denis Cardaclija, markvörður Fram, meiddust á höfði í leik liðanna á Samsung-vellinum í gær. Ingvar rölti sjálfur af velli, en Denis þurfti að bera út af. Varamarkvörður Stjörnunnar hefði svo kannski átt að fá á sig víti og rautt, en Hörður Fannar sem kom inn á fyrir Denis hélt nú hreinu.... Guðmund Benediktsson, þjálfara Breiðabliks Blikar voru allt í einu komnir í fínan Evrópuséns eftir stórsigur á Víkingum um síðustu helgi, en lærisveinar Gumma Ben tóku þann draum og kveiktu í honum á Þórsvelli með tapi fyrir föllnum Þórsurum, 2-0. Blikar voru arfadaprir í leiknum og enda nú aldrei ofar en sjöunda sæti. Það hefur verið erfitt fyrir Gumma að sjá svona andlausa frammistöðu miðað við það sem var í húfi.... Framara Þriðja leikinn í röð voru Framarar búnir að kasta leiknum frá sér eftir tæplega hálftíma með ævintýra lélegri vörn og í heildina skelfilegri frammistöðu í fyrri hálfleik. Stjarnan var 3-0 yfir í hálfleik, en hefði hæglega getað skorað fimm til sex mörk. Framarar rifu sig í gang í síðari í hálfleik en það var alltof lítið og alltof seint. Fái Fjölnismenn eitt stig á móti ÍBV í lokaumferðinni eru Framarar fallnir, sama þó þeir vinni Fylki í Dalnum. Útlitið er svart í Safamýri.Albert Brynjar Ingason skoraði á móti Fjölni og hélt Evrópudraumum Fylkis á lífi.vísir/pjeturTölfræðin: *Atli Guðnason hefur skorað 6 mörk í 5 leikjum eftir að Heimir Guðjónsson setti hann á bekkinn í tveimur leikjum í röð í lok ágúst. *FH-ingar hafa skorað 9 mörkum meira í seinni umferð Pepsi-deildarinnar (27) en í þeirri fyrri (18) en þeir eiga samt enn einn leik eftir. *2 af 3 mörkum Grétars Sigfinns Sigurðarsonar í Pepsi-deildinni í sumar hafa tryggt KR-liðinu sigur. Grétar skoraði sigurmarkið á móti Víkingi í gær og á móti Fylki í júní. *Fylkismaðurinn Andrew Sousa varð þriðji leikmaðurinn til þess að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnu í Pepsi-deildinni í sumar en hinir eru Guðjón Pétur Lýðsson úr Breiðabliki og Pablo Punyed úr Stjörnunni. *Stjörnuliðið hefur haldið marki sínu hreinu í fjórum leikjum í röð en liðið hélt aðeins þrisvar hreinu í fyrstu 17 deildarleikjum tímabilsins. *Stjörnumaðurinn Rolf Toft skoraði sín fyrstu deildarmörk á Samsung-vellinum á móti Fram en þrjú fyrstu Pepsi-deildarmörkin hans komu á útivelli. *Blikar náðu aðeins að vinna 1 af 11 útileikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar en aðeins Þórsliðið (0) er með færri sigra á útivelli þegar ein umferð er eftir. *Fylkismenn eru búnir að vinna 5 af síðustu 8 leikjum sínum og hafa aðeins tapað einum deildarleik í ágúst og september. *Þórsarar enduðu átta leikja taphrinu, unnu sinn fyrsta sigur síðan 10. júlí og skoruðu sitt fyrsta mark í 414 mínútur í 2-0 sigrinum á Blikum. *Keflvíkingar eru búnir að vinna fleiri sigra á útivelli (3) en á heimavelli (2) í Pepsi-deildinni í sumar. *Framarar eru búnir að fá á sig þrjú mörk eða fleiri í þremur leikjum í röð og alls í samtals átta leikjum í Pepsi-deildinni í sumar. *Víkingar hafa aðeins náð í 1 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm heimaleikjum liðsins í Pepsi-deildinni en allir fjórir leikirnir sem hafa tapast í Víkinni frá því um miðjan ágúst hafa tapast með einu marki.Pétur Viðarsson spilaði vel í vörn FH.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Ólafur Haukur Tómasson á Þórvelli: „Það er ekki fjölmennt í umdeildustu stúku landsins.“Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-velli: „Stjarnan er núna átta mörkum á eftir FH í markatölu. Stjarnan gæti náð FH þar eins og þessi leikur er að spilast.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Víkingsvelli: „Bóas, sem er brjálaður stuðningsmaður KR, er mættur á völlinn og byrjaður að hvetja sína menn áfram. Óbilandi stuðningur í verki.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Atli Guðnason, FH - 10 Pétur Viðarsson, FH - 8 Steven Lennon, FH - 8 Kristinn Þór Rósbergsson, Þór - 8 Albert Brynjar Ingason, Fylki - 8 Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflavík - 8 Rolft Toft, Stjörnunni - 8 Gunnar Gunnarsson, Val - 2 Jóhannes Karl Guðjónsson, Fram - 3 Ingiberg Ólafur Jónsson, Fram - 3 Viktor Bjarki Arnarsson, Fram - 3 Aron Bjarnason, Fram - 3Umræðan #Pepsi365Það á klárlega að dæma eftirá skv. Myndbandsupptöku sbr. KR-ÍBV og ÍBV-KEF #PEPSI365 — Halldór Svavar (@halldorsvavar) September 28, 2014FH hefur leikið 26 leiki í röð í efstu deild án taps. Síðasti tapleikurinn var í 17. umferð í fyrra á móti KR á KR-velli 3-1. #Pepsi365 — Bergþór Reynisson (@Bergrey) September 28, 2014Hey @hrannarbjorn þú ætlaðir að leggja 350k inná alla þína followers ef Fylkir myndi ekki falla, hvernig er yfirdráttaheimildin ? #Pepsi365 — Tómas Þorsteinsson (@tomasjod) September 28, 2014@hallismari verður með á móti KEF get staðfest það strákar, sit hliðiná honun hann er vinur minn #Pepsi365 — Birgir Lúðvíksson (@biggilu) September 28, 2014Hvar ætli Fram spili heimaleikina sína næsta sumar ef þeir falla, fá nú varla Laugardalsvöllinn í 1deildinni #fotbolti#Pepsi365 — Anton Freyr Jónsson (@antonfreeyr) September 28, 2014Hefði Bjarni orðið sáttur ef Fram hefði skorað en dæmt af og klikkað úr vítinu? #pepsi365 — Asgeir Bjarnason (@AB7__) September 28, 2014Atli Guðna er besti leikmaður sem hefur aldrei fengið séns í atvinnumennsku! Unun að spila með honum. #Pepsi365 — MatthíasVilhjálmsson (@MattiVilla) September 28, 2014Perfect hat trick hjá Atla Guðna. Hægri, vinstri og skalli #Pepsi365 — Arnar Már Guðjónsson (@addari) September 28, 2014Daníel æfði mark í handbolta á sínum yngri árum, það skilaði sér í línuvörslunni #Pepsi365 — Johann Laxdal (@JohannLaxdal) September 28, 2014Flottasta mark umferðarinnar: Atvik umferðarinnar: Markasyrpan: Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Breiðablik 2-0 | Evrópudraumur Blika dáinn Mikið breytt lið Þórs gerði sér lítið fyrir og lagði Blika í Þórsvelli í dag. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Keflavík 0-2 | Keflavík kvaddi falldrauginn Keflavík verður áfram í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Það var ljóst er liðið lagði ÍBV, 0-2, í Eyjum. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Fjölnir 2-1 | Fylkir í Evrópu? Fylkir lagði Fjölni 2-1 og er í baráttu um Evrópu. Fölnir þarf enn á stigum að halda. 28. september 2014 13:15 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - KR 0-1 | Grétar hélt spennu í baráttunni um Evrópusæti KR-ingar sáu til þess að enn verður barist um Evrópusæti í lokaumferð Pepsi-deildar karla um næstu helgi. 28. september 2014 00:01 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Tuttugasta og fyrsta umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. Það verður úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í fjórða skiptið á síðustu 18 árum næsta laugardag þar sem FH og Stjarnan berjast um þann stóra. Bæði lið unnu örugga sigra í umferðinni og er FH með tveggja stiga forskot. Áfram er allt opið í Evrópubaráttunni þar sem Fylkismenn gera sig nú líklega. Fram er í vondum málum.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:Stjarnan - FramValur - FHVíkingur - KRÍBV - KeflavíkÞór - BreiðablikFylkir - FjölnirSteven Lennon og félagar fá Stjörnuna í heimsókn í úrslitaleik á laugardaginn.vísir/stefánGóð umferð fyrir... ... Kristján Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur Keflvíkingar unnu fjórða leikinn sinn í Pepsi-deildinni 22. júní, en þann fimmta ekki fyrr en í Vestmannaeyjum í gær. Lærisveinar Kristjáns hafa gælt við fallið undanfarnar umferðir eftir hörmulegt gengi, en þeim tókst að vinna sigur á ÍBV og kveðja þar með falldrauginn. Keflvíkingar voru borubrattir eftir fyrstu þrjár umferðirnar eftir að innbyrða níu stig af níu mögulegum, en eftir það gerðist lítið. Þeir verða a.m.k. í Pepsi-deildinni að ári.... Atla Guðnason, framherja FH Afmælisbarnið fór gjörsamlega hamförum á Vodafone-vellinum þar sem hann afgreiddi Valsmenn nánast einn síns liðs. Reynir Leósson, sérfræðingur Pepsi-markanna, tók Atla sérstaklega fyrir og gaf honum tíu fyrir sína frammistöðu. Þrenna og stoðsending á 30 ára afmælisdaginn er ekki slæmt. Svo er hann allt í einu kominn í baráttu um gullskóinn fyrir lokaumferðina.... Gjaldkera FH Það hefur svo sem ekkert verið leiðinlegt að halda utan um bókhaldið hjá FH-ingum undanfarinn áratug með UEFA-evrurnar streymandi inn á hverju hausti. En nú fá menn vatn í munninn í Kaplakrika. Þar verður boðið upp á hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. Búist er við fimm til sjö þúsund manns á völlinn og miðinn kostar 1.500 krónur. Takið bara upp reiknivélina.Hafsteinn Briem reynir að halda í við Martin Rauschenberg, miðvörð Stjörnunnar.vísir/andri marinóErfið umferð fyrir ...... Markverði í Garðabæ Bæði Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, og Denis Cardaclija, markvörður Fram, meiddust á höfði í leik liðanna á Samsung-vellinum í gær. Ingvar rölti sjálfur af velli, en Denis þurfti að bera út af. Varamarkvörður Stjörnunnar hefði svo kannski átt að fá á sig víti og rautt, en Hörður Fannar sem kom inn á fyrir Denis hélt nú hreinu.... Guðmund Benediktsson, þjálfara Breiðabliks Blikar voru allt í einu komnir í fínan Evrópuséns eftir stórsigur á Víkingum um síðustu helgi, en lærisveinar Gumma Ben tóku þann draum og kveiktu í honum á Þórsvelli með tapi fyrir föllnum Þórsurum, 2-0. Blikar voru arfadaprir í leiknum og enda nú aldrei ofar en sjöunda sæti. Það hefur verið erfitt fyrir Gumma að sjá svona andlausa frammistöðu miðað við það sem var í húfi.... Framara Þriðja leikinn í röð voru Framarar búnir að kasta leiknum frá sér eftir tæplega hálftíma með ævintýra lélegri vörn og í heildina skelfilegri frammistöðu í fyrri hálfleik. Stjarnan var 3-0 yfir í hálfleik, en hefði hæglega getað skorað fimm til sex mörk. Framarar rifu sig í gang í síðari í hálfleik en það var alltof lítið og alltof seint. Fái Fjölnismenn eitt stig á móti ÍBV í lokaumferðinni eru Framarar fallnir, sama þó þeir vinni Fylki í Dalnum. Útlitið er svart í Safamýri.Albert Brynjar Ingason skoraði á móti Fjölni og hélt Evrópudraumum Fylkis á lífi.vísir/pjeturTölfræðin: *Atli Guðnason hefur skorað 6 mörk í 5 leikjum eftir að Heimir Guðjónsson setti hann á bekkinn í tveimur leikjum í röð í lok ágúst. *FH-ingar hafa skorað 9 mörkum meira í seinni umferð Pepsi-deildarinnar (27) en í þeirri fyrri (18) en þeir eiga samt enn einn leik eftir. *2 af 3 mörkum Grétars Sigfinns Sigurðarsonar í Pepsi-deildinni í sumar hafa tryggt KR-liðinu sigur. Grétar skoraði sigurmarkið á móti Víkingi í gær og á móti Fylki í júní. *Fylkismaðurinn Andrew Sousa varð þriðji leikmaðurinn til þess að skora tvö mörk beint úr aukaspyrnu í Pepsi-deildinni í sumar en hinir eru Guðjón Pétur Lýðsson úr Breiðabliki og Pablo Punyed úr Stjörnunni. *Stjörnuliðið hefur haldið marki sínu hreinu í fjórum leikjum í röð en liðið hélt aðeins þrisvar hreinu í fyrstu 17 deildarleikjum tímabilsins. *Stjörnumaðurinn Rolf Toft skoraði sín fyrstu deildarmörk á Samsung-vellinum á móti Fram en þrjú fyrstu Pepsi-deildarmörkin hans komu á útivelli. *Blikar náðu aðeins að vinna 1 af 11 útileikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar en aðeins Þórsliðið (0) er með færri sigra á útivelli þegar ein umferð er eftir. *Fylkismenn eru búnir að vinna 5 af síðustu 8 leikjum sínum og hafa aðeins tapað einum deildarleik í ágúst og september. *Þórsarar enduðu átta leikja taphrinu, unnu sinn fyrsta sigur síðan 10. júlí og skoruðu sitt fyrsta mark í 414 mínútur í 2-0 sigrinum á Blikum. *Keflvíkingar eru búnir að vinna fleiri sigra á útivelli (3) en á heimavelli (2) í Pepsi-deildinni í sumar. *Framarar eru búnir að fá á sig þrjú mörk eða fleiri í þremur leikjum í röð og alls í samtals átta leikjum í Pepsi-deildinni í sumar. *Víkingar hafa aðeins náð í 1 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm heimaleikjum liðsins í Pepsi-deildinni en allir fjórir leikirnir sem hafa tapast í Víkinni frá því um miðjan ágúst hafa tapast með einu marki.Pétur Viðarsson spilaði vel í vörn FH.vísir/stefánSkemmtilegir punktar úr Boltavaktinni:Ólafur Haukur Tómasson á Þórvelli: „Það er ekki fjölmennt í umdeildustu stúku landsins.“Guðmundur Marinó Ingvarsson á Samsung-velli: „Stjarnan er núna átta mörkum á eftir FH í markatölu. Stjarnan gæti náð FH þar eins og þessi leikur er að spilast.“Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Víkingsvelli: „Bóas, sem er brjálaður stuðningsmaður KR, er mættur á völlinn og byrjaður að hvetja sína menn áfram. Óbilandi stuðningur í verki.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Atli Guðnason, FH - 10 Pétur Viðarsson, FH - 8 Steven Lennon, FH - 8 Kristinn Þór Rósbergsson, Þór - 8 Albert Brynjar Ingason, Fylki - 8 Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflavík - 8 Rolft Toft, Stjörnunni - 8 Gunnar Gunnarsson, Val - 2 Jóhannes Karl Guðjónsson, Fram - 3 Ingiberg Ólafur Jónsson, Fram - 3 Viktor Bjarki Arnarsson, Fram - 3 Aron Bjarnason, Fram - 3Umræðan #Pepsi365Það á klárlega að dæma eftirá skv. Myndbandsupptöku sbr. KR-ÍBV og ÍBV-KEF #PEPSI365 — Halldór Svavar (@halldorsvavar) September 28, 2014FH hefur leikið 26 leiki í röð í efstu deild án taps. Síðasti tapleikurinn var í 17. umferð í fyrra á móti KR á KR-velli 3-1. #Pepsi365 — Bergþór Reynisson (@Bergrey) September 28, 2014Hey @hrannarbjorn þú ætlaðir að leggja 350k inná alla þína followers ef Fylkir myndi ekki falla, hvernig er yfirdráttaheimildin ? #Pepsi365 — Tómas Þorsteinsson (@tomasjod) September 28, 2014@hallismari verður með á móti KEF get staðfest það strákar, sit hliðiná honun hann er vinur minn #Pepsi365 — Birgir Lúðvíksson (@biggilu) September 28, 2014Hvar ætli Fram spili heimaleikina sína næsta sumar ef þeir falla, fá nú varla Laugardalsvöllinn í 1deildinni #fotbolti#Pepsi365 — Anton Freyr Jónsson (@antonfreeyr) September 28, 2014Hefði Bjarni orðið sáttur ef Fram hefði skorað en dæmt af og klikkað úr vítinu? #pepsi365 — Asgeir Bjarnason (@AB7__) September 28, 2014Atli Guðna er besti leikmaður sem hefur aldrei fengið séns í atvinnumennsku! Unun að spila með honum. #Pepsi365 — MatthíasVilhjálmsson (@MattiVilla) September 28, 2014Perfect hat trick hjá Atla Guðna. Hægri, vinstri og skalli #Pepsi365 — Arnar Már Guðjónsson (@addari) September 28, 2014Daníel æfði mark í handbolta á sínum yngri árum, það skilaði sér í línuvörslunni #Pepsi365 — Johann Laxdal (@JohannLaxdal) September 28, 2014Flottasta mark umferðarinnar: Atvik umferðarinnar: Markasyrpan:
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór - Breiðablik 2-0 | Evrópudraumur Blika dáinn Mikið breytt lið Þórs gerði sér lítið fyrir og lagði Blika í Þórsvelli í dag. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Keflavík 0-2 | Keflavík kvaddi falldrauginn Keflavík verður áfram í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Það var ljóst er liðið lagði ÍBV, 0-2, í Eyjum. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Fjölnir 2-1 | Fylkir í Evrópu? Fylkir lagði Fjölni 2-1 og er í baráttu um Evrópu. Fölnir þarf enn á stigum að halda. 28. september 2014 13:15 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik. 28. september 2014 00:01 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - KR 0-1 | Grétar hélt spennu í baráttunni um Evrópusæti KR-ingar sáu til þess að enn verður barist um Evrópusæti í lokaumferð Pepsi-deildar karla um næstu helgi. 28. september 2014 00:01 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór - Breiðablik 2-0 | Evrópudraumur Blika dáinn Mikið breytt lið Þórs gerði sér lítið fyrir og lagði Blika í Þórsvelli í dag. 28. september 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Fram 4-0 | Stjarnan tryggði sér úrslitaleik Stjarnan vann öruggan sigur á Fram 4-0 á heimavelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það er því ljóst að Stjarnan mætir FH í hreinum úrslitaleik í Kaplakrika á laugardaginn kemur. 28. september 2014 00:01
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Keflavík 0-2 | Keflavík kvaddi falldrauginn Keflavík verður áfram í Pepsi-deildinni á næstu leiktíð. Það var ljóst er liðið lagði ÍBV, 0-2, í Eyjum. 28. september 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Fjölnir 2-1 | Fylkir í Evrópu? Fylkir lagði Fjölni 2-1 og er í baráttu um Evrópu. Fölnir þarf enn á stigum að halda. 28. september 2014 13:15
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik. 28. september 2014 00:01
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - KR 0-1 | Grétar hélt spennu í baráttunni um Evrópusæti KR-ingar sáu til þess að enn verður barist um Evrópusæti í lokaumferð Pepsi-deildar karla um næstu helgi. 28. september 2014 00:01
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti