Níðingar ekki skítugir gamlir karlar Hanna Rut Ólafsdóttir skrifar 29. september 2014 09:02 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við HÍ segir afar fátítt að ókunnugir leiti kynferðislega á börn. „Yfirleitt eru þessir einstaklingar sem leita á ókunnug börn í yngri kantinum, eða undir 35 ára. Oftast er þetta ekki fólk sem misnotar áfengi og fíkniefni, þó svo að þeir beri slíkt fyrir sig og þá stundum til að fría sig ábyrgð. Þetta eru oftast einstaklingar sem eru haldnir barnagirnd, en þó eru ekki allir sem leita á börn haldnir barnagirnd,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, um einstaklinga sem gerast sekir um tælingarbrot gegn börnum.Eins og fram kom í Fréttablaðinu á miðvikudag voru 239 tilkynningar skráðar hjá lögreglu er vörðuðu tælingu á tímabilinu 1. janúar 2011 til 30. júní 2013. Af þeim voru 140 tilkynningar sem skilgreina mátti sem hugsanleg tælingarmál eftir að rannsókn útilokaði annað. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bárust að meðaltali fjórar til fimm tilkynningar á mánuði um slík atvik á sama tímabili.Ákveðnar verklagsreglur Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir að farið sé eftir vissum verklagsreglum þegar koma upp tælingarmál.Helgi segir oft hugmynd fólks um slíka afbrotamenn vera þá að þetta séu gamlir skítugir karlar en svo sé ekki raunin. „Það kemur oft á óvart að oft eru þetta bara ósköp venjulegir menn, sem eiga jafnvel sjálfir fjölskyldur. En þó er það svo að langfæst kynferðisbrot gegn börnum eru framin af ókunnugum. Þetta eru mjög fá mál en heyrast oft hærra en hin þar sem það eru meiri líkur á að þau komi upp á yfirborðið.“ Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir ákveðnar verklagsreglur við lýði hjá skólayfirvöldum ef upp koma tilraunir til tælinga. Almenna reglan sé sú að senda póst til foreldra barna ef slíkt hefur komið upp í hverfinu sem og að hafa samband við lögreglu. „Við höfum samband við lögreglu og reynum að fá upplýsingar, bæði ef við heyrum um eitthvað eða þá að við sjáum eitthvað í fjölmiðlum. Einnig ræðum við við börnin í bekkjunum um að gæta vel að sér, fara ekki upp í bíla og slíkt. Förum yfir hvernig á að bregðast við komi slíkar aðstæður upp.“ Guðlaug segir þá alla starfsmenn skólans séu upplýstir um slík tilvik komi þau upp og þeir beðnir um að vera meðvitaðir sjái þeir eitthvað sem þeir telja grunsamlegt. Tengdar fréttir Reynt að tæla börn: Þrjú kynferðisbrot á jafnmörgum árum Börn voru tekin, farið með þau burtu og brotið á þeim á einhvern hátt kynferðislega eða 2,1 prósent mála. 25. september 2014 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Yfirleitt eru þessir einstaklingar sem leita á ókunnug börn í yngri kantinum, eða undir 35 ára. Oftast er þetta ekki fólk sem misnotar áfengi og fíkniefni, þó svo að þeir beri slíkt fyrir sig og þá stundum til að fría sig ábyrgð. Þetta eru oftast einstaklingar sem eru haldnir barnagirnd, en þó eru ekki allir sem leita á börn haldnir barnagirnd,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, um einstaklinga sem gerast sekir um tælingarbrot gegn börnum.Eins og fram kom í Fréttablaðinu á miðvikudag voru 239 tilkynningar skráðar hjá lögreglu er vörðuðu tælingu á tímabilinu 1. janúar 2011 til 30. júní 2013. Af þeim voru 140 tilkynningar sem skilgreina mátti sem hugsanleg tælingarmál eftir að rannsókn útilokaði annað. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bárust að meðaltali fjórar til fimm tilkynningar á mánuði um slík atvik á sama tímabili.Ákveðnar verklagsreglur Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir að farið sé eftir vissum verklagsreglum þegar koma upp tælingarmál.Helgi segir oft hugmynd fólks um slíka afbrotamenn vera þá að þetta séu gamlir skítugir karlar en svo sé ekki raunin. „Það kemur oft á óvart að oft eru þetta bara ósköp venjulegir menn, sem eiga jafnvel sjálfir fjölskyldur. En þó er það svo að langfæst kynferðisbrot gegn börnum eru framin af ókunnugum. Þetta eru mjög fá mál en heyrast oft hærra en hin þar sem það eru meiri líkur á að þau komi upp á yfirborðið.“ Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík, segir ákveðnar verklagsreglur við lýði hjá skólayfirvöldum ef upp koma tilraunir til tælinga. Almenna reglan sé sú að senda póst til foreldra barna ef slíkt hefur komið upp í hverfinu sem og að hafa samband við lögreglu. „Við höfum samband við lögreglu og reynum að fá upplýsingar, bæði ef við heyrum um eitthvað eða þá að við sjáum eitthvað í fjölmiðlum. Einnig ræðum við við börnin í bekkjunum um að gæta vel að sér, fara ekki upp í bíla og slíkt. Förum yfir hvernig á að bregðast við komi slíkar aðstæður upp.“ Guðlaug segir þá alla starfsmenn skólans séu upplýstir um slík tilvik komi þau upp og þeir beðnir um að vera meðvitaðir sjái þeir eitthvað sem þeir telja grunsamlegt.
Tengdar fréttir Reynt að tæla börn: Þrjú kynferðisbrot á jafnmörgum árum Börn voru tekin, farið með þau burtu og brotið á þeim á einhvern hátt kynferðislega eða 2,1 prósent mála. 25. september 2014 07:00 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Reynt að tæla börn: Þrjú kynferðisbrot á jafnmörgum árum Börn voru tekin, farið með þau burtu og brotið á þeim á einhvern hátt kynferðislega eða 2,1 prósent mála. 25. september 2014 07:00