Nýt þess í botn að vera Afinn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. september 2014 10:00 Sigurður með afabörnin, Elísabetu og Ástrós Sigurjónsdætur og Trausta Jóhannsson en Orri bróðir Trausta var fjarri góðu gamni. Fréttablaðið/Stefán Sigurður Sigurjónsson leikari stendur utan við hús eitt í Bolholti með hár og skegg í allar áttir, eiginlega óþekkjanlegur. Hann deilir vinnustofu með Karli Ágústi Úlfssyni í þessu húsi. Kalli stendur upp frá tölvunni og skýst út að fá sér að borða en Siggi sest við skrifborðið. „Við Kalli vinnum mikla hugmyndavinnu saman en hann er penninn,“ útskýrir Siggi og ósjálfrátt kemur Spaugstofan upp í hugann. Hann upplýsir að hún verði ekki á dagskrá í sjónvarpi í vetur en sé þó sprelllifandi og muni dúkka upp fyrr en varir. Viðurkennir líka að hafa vanið sig á að horfa á flesta hluti gegnum spégleraugu. „Það er bara svo miklu skemmtilegra að lifa lífinu þannig,“ segir hann og broshrukkurnar birtast kringum augun. Það hefur ábyggilega hentað Sigga vel að hafa nokkrar hrukkur þegar hann lék Afann sem einleik á sviði við miklar vinsældir og líka í bíómynd sem verið er að frumsýna. „Bjarni Haukur skrifaði einleikinn Afann í raun fyrir mig. Síðan gerðu þeir bíóhandrit upp úr þeim einleik hann og Ólafur Egilsson en nú koma fleiri persónur við sögu,“ útskýrir Siggi. Hann segir myndina fjalla um mann sem standi á tímamótum og hún sé dramatískari en sviðsverkið. „Það er farið dýpra í sálina á afanum en í leikritinu og undiraldan er þyngri. Ég hef nú tengst dálítið ærslagangi og gríni og er þess fullviss að fólk á eftir að skemmta sér á myndinni en ætla heldur ekki að aftaka að eitt og eitt tár læðist fram í augnkróka. Mér finnst boðskapur Afans vera sá að lifa lífinu núna.“ Á skeggið að kóróna afaútlitið? „Nei, það er önnur mynd sem útkrefur þetta skegg, þar er ég að leika fullorðinn bónda í Bárðardal. Þess vegna verð ég að vera eins og jólasveinn núna hvort sem mér líkar betur eða verr.“Hef gaman af veseni og puði Siggi er Hafnfirðingur og hann á samheldna fjölskyldu. „Krakkarnir okkar feta í fótspor foreldranna, tvö af þremur eru byrjuð að búa og náðu sér í maka í Hafnarfirði, eins og lög gera ráð fyrir, þannig að stutt er á milli og samgangur mikill.“ Hann kveðst líka svo lánsamur að vera afi. „Við hjónin eigum fjögur barnabörn, það elsta átta ára. Ég hlakka alltaf til að hitta þau og nýt hverrar mínútu með þeim,“ segir hann og bætir við: „Mér finnst ég hafa náð árangri í lífinu með því að eiga barnabörn.“ Vinnan er eitt af áhugamálum Sigga þó hún gangi alla vega, að hans sögn. „Ég á líka hefðbundin áhugamál, eins og golf, veiði, lestur bóka og garðrækt. Ég hef gaman af veseni og puði og við sammæltumst um það, hjónin, að garðurinn ætti að vera leikvöllur en ekki kvöð.“ Eiginkona Sigga heitir Lísa Harðardóttir og starfar á leikskóla skammt frá heimili þeirra í Setbergshverfinu. „Við Lísa erum búin að brasa saman í ansi mörg ár. Eigum 30 ára brúðkaupsafmæli í desember. Það heitir víst perlubrúðkaup.“ Og allt gengið snurðulaust og smurt? „Hjá okkur? Já. Auðvitað höfum við upplifað bæði súrt og sætt en sem betur fer er sætleikinn ofan á þegar upp er staðið. Það fer enginn gegnum lífið í eintómri lognmollu en við Lísa erum hamingjusöm saman.“ Ætlarðu ekkert að ljóstra upp leyndarmálum um sjálfan þig? „Nei, ég er lítið fyrir sviðsljósið þó ég vinni í því. Ég er bara þeirrar gerðar en kemst ekki hjá því að vera áberandi þegar ég er í sjónvarpi, bíómyndum og á sviði. En ég hef komist gegnum lífið án teljandi vandræða og ætla ekki að fara að ljúga einhverju upp á mig sem ég get ekki staðið við.“ Siggi verður sextugur á næsta ári og kveðst bara hlakka til. „Öll þessi pæling um afann, bæði í leikriti og bíómynd hefur gert mig ögn meðvitaðri um aldurinn og það að reyna að tækla hann rétt,“ segir hann. „Oft er sagt að eldri menn verði uppstökkari og þrasgjarnari með aldrinum en mér finnst ég frekar verða umburðarlyndari.“ Hvernig krakki varstu? „Ég var hæglátur krakki og hef alla tíð verið rólega týpan út á við. Get auðvitað verið snarvitlaus inni á heimili og meðal þeirra sem ég þekki vel. Stríðinn og hrekkjóttur! Þeir segja, félagar mínir í Spaugstofunni, að ég sé mesti lygari sem þeir þekkja. Ég á til að gera þeim grikk.“ Það er sem sagt ekkert að marka það sem þú segir í þessu viðtali. „Nei, nei. Þetta er allt uppspuni frá rótum! Ég hef gaman af því að stríða fólki á góðlátlegan hátt.“Síminn stoppaði ekki Þegar frekar er forvitnast um uppvaxtarárin kemur fram að Siggi var í sveit í sjö sumur. Skyldi setningin fræga í Dalalífi um fjósalyktina, „I love it“, hafa komið frá hjartanu? „Já, hún var reyndar ekki frá mér komin en hún kom frá hjartanu. Ég upplifði gamla tímann í sveitinni, að handmjólka og allt það og mér féllu sveitastörfin býsna vel. Svo vann ég í fiski í Íshúsinu í Hafnarfirði líka. Það hefur nýst mér í faginu að hafa fengið að kynnast þessum undirstöðuatvinnugreinum. Slíkt er forréttindi, miðað við börn í dag sem fá ekki þessa reynslu.“ Í hversu mörgum myndum hefur þú leikið? „Ég hef bara ekki talið þær saman. Ábyggilega nærri 30 fyrir utan sjónvarpsefni. Ólíkar myndir og ólíkt starfsfólk þó markmiðið sé alltaf það sama, að búa til eitthvað sem hreyfir við fólki, fær það til að hlæja, gráta, hugsa og spegla sig í. Það er tilgangurinn.“ Land og synir var fyrsta bíómynd Sigga og sú mynd er talin marka upphaf íslenska kvikmyndavorsins. Hann segir aðstæður við tökur ólíkt frumstæðari þá. „Auðvitað komu upp alls konar hlutir sem ekkert var hægt að redda. Á einum stað er míkrófónn sem á stóru tjaldi nær alveg tvo metra inn í myndina. Slíkt væri auðvelt að afmá í dag. Öll tæknivinna er eins og svart og hvítt. Samt eru í raun sömu vinnubrögð. Allt snýst um að segja góða sögu.“ Ein spurning enn: Drápuð þið hestinn í Landi og sonum? „Úff, ég fékk nú aldeilis að heyra það. Það lá við að ég yrði að flýja land. Þá bjó ég heima hjá mömmu og þangað var hringt lon og don, öskureitt fólk hvaðanæva af landinu sem spurði mig hvern fjárann það ætti að þýða að taka þátt í bíómynd og fórna þar fallegum hesti uppi á fjalli. Ég fékk líka sendibréf í pósti sama efnis og ef fésbókin hefði verið komin á þeim tíma hefði ég verið aflífaður. En hesturinn var ekkert aflífaður. Það var bara tómatsósa á enninu á honum. Hann var heftur og felldur á mjúka dýnu úr hjónarúmi. Einföld brella en nóg til þess að síminn stoppaði ekki hjá mér í marga mánuði. Þetta voru auðvitað meðmæli með myndinni því allt snýst um að láta fólk trúa því sem maður er að gera. Það var samt ekki mér að þakka. Þetta voru tæknibrellur. En hesturinn fékk ekki skrámu, bara lykt af tómatsósu.“ Ekkert pláss er fyrir upprifjun á sviðsverkum Sigga í þessu spjalli en hann var fastráðinn við Þjóðleikhúsið í 25 ár og hefur líka gert sig gildandi á sviði Borgarleikhússins. Í lokin er hann spurður hvernig honum gangi að slaka á eftir sýningar og tarnir. „Það er nú ekki flókið að ná sér niður eftir vinnu,“ segir hann brosandi. „Bara að fara heim og vera maður sjálfur.“Siggi Sigurjóns er í nærmynd í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld klukkan 18.55. Menning Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Sigurður Sigurjónsson leikari stendur utan við hús eitt í Bolholti með hár og skegg í allar áttir, eiginlega óþekkjanlegur. Hann deilir vinnustofu með Karli Ágústi Úlfssyni í þessu húsi. Kalli stendur upp frá tölvunni og skýst út að fá sér að borða en Siggi sest við skrifborðið. „Við Kalli vinnum mikla hugmyndavinnu saman en hann er penninn,“ útskýrir Siggi og ósjálfrátt kemur Spaugstofan upp í hugann. Hann upplýsir að hún verði ekki á dagskrá í sjónvarpi í vetur en sé þó sprelllifandi og muni dúkka upp fyrr en varir. Viðurkennir líka að hafa vanið sig á að horfa á flesta hluti gegnum spégleraugu. „Það er bara svo miklu skemmtilegra að lifa lífinu þannig,“ segir hann og broshrukkurnar birtast kringum augun. Það hefur ábyggilega hentað Sigga vel að hafa nokkrar hrukkur þegar hann lék Afann sem einleik á sviði við miklar vinsældir og líka í bíómynd sem verið er að frumsýna. „Bjarni Haukur skrifaði einleikinn Afann í raun fyrir mig. Síðan gerðu þeir bíóhandrit upp úr þeim einleik hann og Ólafur Egilsson en nú koma fleiri persónur við sögu,“ útskýrir Siggi. Hann segir myndina fjalla um mann sem standi á tímamótum og hún sé dramatískari en sviðsverkið. „Það er farið dýpra í sálina á afanum en í leikritinu og undiraldan er þyngri. Ég hef nú tengst dálítið ærslagangi og gríni og er þess fullviss að fólk á eftir að skemmta sér á myndinni en ætla heldur ekki að aftaka að eitt og eitt tár læðist fram í augnkróka. Mér finnst boðskapur Afans vera sá að lifa lífinu núna.“ Á skeggið að kóróna afaútlitið? „Nei, það er önnur mynd sem útkrefur þetta skegg, þar er ég að leika fullorðinn bónda í Bárðardal. Þess vegna verð ég að vera eins og jólasveinn núna hvort sem mér líkar betur eða verr.“Hef gaman af veseni og puði Siggi er Hafnfirðingur og hann á samheldna fjölskyldu. „Krakkarnir okkar feta í fótspor foreldranna, tvö af þremur eru byrjuð að búa og náðu sér í maka í Hafnarfirði, eins og lög gera ráð fyrir, þannig að stutt er á milli og samgangur mikill.“ Hann kveðst líka svo lánsamur að vera afi. „Við hjónin eigum fjögur barnabörn, það elsta átta ára. Ég hlakka alltaf til að hitta þau og nýt hverrar mínútu með þeim,“ segir hann og bætir við: „Mér finnst ég hafa náð árangri í lífinu með því að eiga barnabörn.“ Vinnan er eitt af áhugamálum Sigga þó hún gangi alla vega, að hans sögn. „Ég á líka hefðbundin áhugamál, eins og golf, veiði, lestur bóka og garðrækt. Ég hef gaman af veseni og puði og við sammæltumst um það, hjónin, að garðurinn ætti að vera leikvöllur en ekki kvöð.“ Eiginkona Sigga heitir Lísa Harðardóttir og starfar á leikskóla skammt frá heimili þeirra í Setbergshverfinu. „Við Lísa erum búin að brasa saman í ansi mörg ár. Eigum 30 ára brúðkaupsafmæli í desember. Það heitir víst perlubrúðkaup.“ Og allt gengið snurðulaust og smurt? „Hjá okkur? Já. Auðvitað höfum við upplifað bæði súrt og sætt en sem betur fer er sætleikinn ofan á þegar upp er staðið. Það fer enginn gegnum lífið í eintómri lognmollu en við Lísa erum hamingjusöm saman.“ Ætlarðu ekkert að ljóstra upp leyndarmálum um sjálfan þig? „Nei, ég er lítið fyrir sviðsljósið þó ég vinni í því. Ég er bara þeirrar gerðar en kemst ekki hjá því að vera áberandi þegar ég er í sjónvarpi, bíómyndum og á sviði. En ég hef komist gegnum lífið án teljandi vandræða og ætla ekki að fara að ljúga einhverju upp á mig sem ég get ekki staðið við.“ Siggi verður sextugur á næsta ári og kveðst bara hlakka til. „Öll þessi pæling um afann, bæði í leikriti og bíómynd hefur gert mig ögn meðvitaðri um aldurinn og það að reyna að tækla hann rétt,“ segir hann. „Oft er sagt að eldri menn verði uppstökkari og þrasgjarnari með aldrinum en mér finnst ég frekar verða umburðarlyndari.“ Hvernig krakki varstu? „Ég var hæglátur krakki og hef alla tíð verið rólega týpan út á við. Get auðvitað verið snarvitlaus inni á heimili og meðal þeirra sem ég þekki vel. Stríðinn og hrekkjóttur! Þeir segja, félagar mínir í Spaugstofunni, að ég sé mesti lygari sem þeir þekkja. Ég á til að gera þeim grikk.“ Það er sem sagt ekkert að marka það sem þú segir í þessu viðtali. „Nei, nei. Þetta er allt uppspuni frá rótum! Ég hef gaman af því að stríða fólki á góðlátlegan hátt.“Síminn stoppaði ekki Þegar frekar er forvitnast um uppvaxtarárin kemur fram að Siggi var í sveit í sjö sumur. Skyldi setningin fræga í Dalalífi um fjósalyktina, „I love it“, hafa komið frá hjartanu? „Já, hún var reyndar ekki frá mér komin en hún kom frá hjartanu. Ég upplifði gamla tímann í sveitinni, að handmjólka og allt það og mér féllu sveitastörfin býsna vel. Svo vann ég í fiski í Íshúsinu í Hafnarfirði líka. Það hefur nýst mér í faginu að hafa fengið að kynnast þessum undirstöðuatvinnugreinum. Slíkt er forréttindi, miðað við börn í dag sem fá ekki þessa reynslu.“ Í hversu mörgum myndum hefur þú leikið? „Ég hef bara ekki talið þær saman. Ábyggilega nærri 30 fyrir utan sjónvarpsefni. Ólíkar myndir og ólíkt starfsfólk þó markmiðið sé alltaf það sama, að búa til eitthvað sem hreyfir við fólki, fær það til að hlæja, gráta, hugsa og spegla sig í. Það er tilgangurinn.“ Land og synir var fyrsta bíómynd Sigga og sú mynd er talin marka upphaf íslenska kvikmyndavorsins. Hann segir aðstæður við tökur ólíkt frumstæðari þá. „Auðvitað komu upp alls konar hlutir sem ekkert var hægt að redda. Á einum stað er míkrófónn sem á stóru tjaldi nær alveg tvo metra inn í myndina. Slíkt væri auðvelt að afmá í dag. Öll tæknivinna er eins og svart og hvítt. Samt eru í raun sömu vinnubrögð. Allt snýst um að segja góða sögu.“ Ein spurning enn: Drápuð þið hestinn í Landi og sonum? „Úff, ég fékk nú aldeilis að heyra það. Það lá við að ég yrði að flýja land. Þá bjó ég heima hjá mömmu og þangað var hringt lon og don, öskureitt fólk hvaðanæva af landinu sem spurði mig hvern fjárann það ætti að þýða að taka þátt í bíómynd og fórna þar fallegum hesti uppi á fjalli. Ég fékk líka sendibréf í pósti sama efnis og ef fésbókin hefði verið komin á þeim tíma hefði ég verið aflífaður. En hesturinn var ekkert aflífaður. Það var bara tómatsósa á enninu á honum. Hann var heftur og felldur á mjúka dýnu úr hjónarúmi. Einföld brella en nóg til þess að síminn stoppaði ekki hjá mér í marga mánuði. Þetta voru auðvitað meðmæli með myndinni því allt snýst um að láta fólk trúa því sem maður er að gera. Það var samt ekki mér að þakka. Þetta voru tæknibrellur. En hesturinn fékk ekki skrámu, bara lykt af tómatsósu.“ Ekkert pláss er fyrir upprifjun á sviðsverkum Sigga í þessu spjalli en hann var fastráðinn við Þjóðleikhúsið í 25 ár og hefur líka gert sig gildandi á sviði Borgarleikhússins. Í lokin er hann spurður hvernig honum gangi að slaka á eftir sýningar og tarnir. „Það er nú ekki flókið að ná sér niður eftir vinnu,“ segir hann brosandi. „Bara að fara heim og vera maður sjálfur.“Siggi Sigurjóns er í nærmynd í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld klukkan 18.55.
Menning Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira