Sorglegt segir borgarstjóri um viðhorf nágranna til sambýlis í Austurbrún Garðar Örn Úlfarsson og Sveinn Arnarsson skrifa 26. september 2014 07:00 Byggingarreitur fyrirhugaðs sambýlis í Austurbrún er um það bil á skyggða reitnum í þessari samsettu mynd. „Ég sé engin rök hníga að því að uppbygging einnar hæðar búsetukjarna fyrir fatlað fólk með miklar sérþarfir geti leitt til lægra fasteignaverðs í nágrenninu. Mér finnst hálf sorglegt að menn skuli setja þetta upp með þessum hætti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um gagnrýni íbúa nærri fyrirhuguðu sambýli við Austurbrún. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur á miðvikudag breytingu á deiliskipulagi þannig að sambýli fyrir fjölfatlaða geti risið við Austurbrún 6. Gert er ráð fyrir að húsið verði á einni hæð og nái hæst upp í fimm og hálfan metra. Í því verði sex íbúðir og þjónusturými á samtals sex hundruð fermetrum. „Þessi búsetukjarni, framtíðarheimili fyrir sex fjölfatlaða einstaklinga, er liður borgarinnar í að huga að þörfum allra sem í borginni búa,“ segir Dagur B. Eggertsson. Alls 49 íbúar í Austurbrún og Vesturbrún mótmæltu því að byggt verði á umræddum stað. Benda þeir meðal annars á að hverfið sé skilgreint sem fullbyggt og þeir hafi mátt vænta þess að ekki yrðu reist fleiri hús nærri þeirra. Heildarmynd svæðisins muni skaðast, útsýni skerðast og verðmæti eigna þeirra minnka. Segjast þeir munu leita réttar síns ef af framkvæmdinni verður. „Við eigum frekar að hugsa um að búa til samfélag fyrir alla og gæta að þörfum ólíkra hópa,“ segir borgarstjórinn en Jóhann G. Jóhannsson, sem býr í Vesturbrún og er einn þeirra sem mótmæltu byggingunni, segir af og frá að starfsemin sem þar eigi að vera, sambýli fyrir fjölfatlaða, skipti máli varðandi afstöðu hans.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Stefán„Manni dettur ekki í hug að hugsa þannig. Það er alveg á hreinu. Mér finnst bara óeðlilegt að það sé verið að hola þarna niður einhverjum byggingum á svæði sem sagt er vera fullbyggt og fastmótað nú þegar í aðalskipulagi,“ svarar Jóhann sem segir þetta síðastnefnda vera grundvallaratriði í málinu. „Hvers virði er aðalskipulagið ef borgin ætlar að hunsa það?“ Aðspurður kveður Jóhann það hafa komið honum mjög á óvart að breytingin skyldi vera samþykkt. „Ef einkaaðilar hafa viljað breyta eða stækka sín hús þá hefur það ekki verið auðsótt mál, einmitt á þeim forsendum að svæðið sé svo viðkvæmt. En nú er allt í einu hægt að ráðast í svona stórar framkvæmdir og troða þarna niður sex hundruð fermetra byggingu,“ segir hann. Varðandi hvernig nýja byggingin muni hafa áhrif á hann sem íbúa segist Jóhann ganga flesta daga um svæðið. Þar séu nú þegar þrjú háhýsi auk einbýlishúsa og parhúsa. „Það veitir ekkert af þessu litla græna svæði sem er inn á milli.“ Tengdar fréttir Nágrannar hóta málsókn vegna sambýlis í Laugarásnum Skipulagsráð samþykkti í gær stækkun á lóð Austurbrúnar 6 í Laugárásnum svo Félagsþjónusta Reykjavíkur geti byggt þar sambýli sem hýsa á fjölfatlað fólk með umönnunarþörf. Ekki var tekið tillit til harðra mótmæla nærri fimmtíu nágranna. 25. september 2014 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
„Ég sé engin rök hníga að því að uppbygging einnar hæðar búsetukjarna fyrir fatlað fólk með miklar sérþarfir geti leitt til lægra fasteignaverðs í nágrenninu. Mér finnst hálf sorglegt að menn skuli setja þetta upp með þessum hætti,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um gagnrýni íbúa nærri fyrirhuguðu sambýli við Austurbrún. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur á miðvikudag breytingu á deiliskipulagi þannig að sambýli fyrir fjölfatlaða geti risið við Austurbrún 6. Gert er ráð fyrir að húsið verði á einni hæð og nái hæst upp í fimm og hálfan metra. Í því verði sex íbúðir og þjónusturými á samtals sex hundruð fermetrum. „Þessi búsetukjarni, framtíðarheimili fyrir sex fjölfatlaða einstaklinga, er liður borgarinnar í að huga að þörfum allra sem í borginni búa,“ segir Dagur B. Eggertsson. Alls 49 íbúar í Austurbrún og Vesturbrún mótmæltu því að byggt verði á umræddum stað. Benda þeir meðal annars á að hverfið sé skilgreint sem fullbyggt og þeir hafi mátt vænta þess að ekki yrðu reist fleiri hús nærri þeirra. Heildarmynd svæðisins muni skaðast, útsýni skerðast og verðmæti eigna þeirra minnka. Segjast þeir munu leita réttar síns ef af framkvæmdinni verður. „Við eigum frekar að hugsa um að búa til samfélag fyrir alla og gæta að þörfum ólíkra hópa,“ segir borgarstjórinn en Jóhann G. Jóhannsson, sem býr í Vesturbrún og er einn þeirra sem mótmæltu byggingunni, segir af og frá að starfsemin sem þar eigi að vera, sambýli fyrir fjölfatlaða, skipti máli varðandi afstöðu hans.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Vísir/Stefán„Manni dettur ekki í hug að hugsa þannig. Það er alveg á hreinu. Mér finnst bara óeðlilegt að það sé verið að hola þarna niður einhverjum byggingum á svæði sem sagt er vera fullbyggt og fastmótað nú þegar í aðalskipulagi,“ svarar Jóhann sem segir þetta síðastnefnda vera grundvallaratriði í málinu. „Hvers virði er aðalskipulagið ef borgin ætlar að hunsa það?“ Aðspurður kveður Jóhann það hafa komið honum mjög á óvart að breytingin skyldi vera samþykkt. „Ef einkaaðilar hafa viljað breyta eða stækka sín hús þá hefur það ekki verið auðsótt mál, einmitt á þeim forsendum að svæðið sé svo viðkvæmt. En nú er allt í einu hægt að ráðast í svona stórar framkvæmdir og troða þarna niður sex hundruð fermetra byggingu,“ segir hann. Varðandi hvernig nýja byggingin muni hafa áhrif á hann sem íbúa segist Jóhann ganga flesta daga um svæðið. Þar séu nú þegar þrjú háhýsi auk einbýlishúsa og parhúsa. „Það veitir ekkert af þessu litla græna svæði sem er inn á milli.“
Tengdar fréttir Nágrannar hóta málsókn vegna sambýlis í Laugarásnum Skipulagsráð samþykkti í gær stækkun á lóð Austurbrúnar 6 í Laugárásnum svo Félagsþjónusta Reykjavíkur geti byggt þar sambýli sem hýsa á fjölfatlað fólk með umönnunarþörf. Ekki var tekið tillit til harðra mótmæla nærri fimmtíu nágranna. 25. september 2014 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Nágrannar hóta málsókn vegna sambýlis í Laugarásnum Skipulagsráð samþykkti í gær stækkun á lóð Austurbrúnar 6 í Laugárásnum svo Félagsþjónusta Reykjavíkur geti byggt þar sambýli sem hýsa á fjölfatlað fólk með umönnunarþörf. Ekki var tekið tillit til harðra mótmæla nærri fimmtíu nágranna. 25. september 2014 07:00