Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 26. september 2014 07:00 Skattaskjólsmálin virðast fara í gegnum Lúxemborg með einum eða öðrum hætti, að sögn skattrannsóknarstjóra. NORDICPHOTOS/AFP Skattrannsóknarstjóri sendi fjármálaráðuneytinu fyrir rúmri viku greinargerð eftir að hafa farið yfir sýnishorn af gögnum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Sýnishornin fékk skattrannsóknarstjóri send frá aðila erlendis sem vill selja embættinu gögnin. Það er nú ráðuneytisins að meta hvort kaupa eigi gögnin, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. „Við höfum verið að skoða í sumar og haust sýnishornin frá þeim sem bauð gögnin. Þessi sýnishorn gefa vísbendingar um skattundanskot. Við skiluðum síðan greinargerð frá okkur til fjármálaráðuneytisins fyrir rúmri viku þar sem við lýstum grófri afstöðu okkar sem er eiginlega bæði og. Það er ekkert í hendi og það gæti verið þungt að afla annarra gagna sem nauðsynleg væru yrði tekin ákvörðun um rannsókn en síðan er það spurning hvort reyna eigi það sem hægt er. Nú er boltinn hjá ráðuneytinu og þeirra að meta hvort kaupa eigi gögnin eftir að þeir hafa farið yfir greinargerð okkar,“ segir Bryndís.Bryndís KristjánsdóttirMeirihluti þeirra einstaklinga sem nefndur er í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri fékk send hefur ekki áður komið við sögu í rannsóknum embættisins, að því er Bryndís greinir frá. „Við könnumst hins vegar við þetta að hluta til.“ Spurð um hvort nefnd séu skattaskjól sem ekki hafi áður komið við sögu í rannsóknum segir hún að flest málin virðist fara í gegnum Lúxemborg með einum eða öðrum hætti. „Þetta dreifist ekki mjög víða.“ Skattrannsóknarstjóra hefur nokkrum sinnum verið boðið að kaupa ýmis gögn, bæði stór og smá, frá útlöndum en hingað til hefur því verið hafnað. Bryndís segir ýmis önnur lönd hafa keypt slík gögn, til dæmis Þýskaland. Yfirleitt er ekki vitað hverjir það eru sem bjóða gögnin til sölu. Samræður við seljendur hafa aldrei komist á það stig að verð hafi komið til tals, að því er Bryndís greinir frá. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort fjármálaráðuneytið muni mögulega kaupa gögn um einstaklinga í skattaskjólum segir að greinargerð skattrannsóknarstjóra sé til skoðunar. Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri sendi fjármálaráðuneytinu fyrir rúmri viku greinargerð eftir að hafa farið yfir sýnishorn af gögnum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast svokölluðum skattaskjólum. Sýnishornin fékk skattrannsóknarstjóri send frá aðila erlendis sem vill selja embættinu gögnin. Það er nú ráðuneytisins að meta hvort kaupa eigi gögnin, að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra. „Við höfum verið að skoða í sumar og haust sýnishornin frá þeim sem bauð gögnin. Þessi sýnishorn gefa vísbendingar um skattundanskot. Við skiluðum síðan greinargerð frá okkur til fjármálaráðuneytisins fyrir rúmri viku þar sem við lýstum grófri afstöðu okkar sem er eiginlega bæði og. Það er ekkert í hendi og það gæti verið þungt að afla annarra gagna sem nauðsynleg væru yrði tekin ákvörðun um rannsókn en síðan er það spurning hvort reyna eigi það sem hægt er. Nú er boltinn hjá ráðuneytinu og þeirra að meta hvort kaupa eigi gögnin eftir að þeir hafa farið yfir greinargerð okkar,“ segir Bryndís.Bryndís KristjánsdóttirMeirihluti þeirra einstaklinga sem nefndur er í gögnunum sem skattrannsóknarstjóri fékk send hefur ekki áður komið við sögu í rannsóknum embættisins, að því er Bryndís greinir frá. „Við könnumst hins vegar við þetta að hluta til.“ Spurð um hvort nefnd séu skattaskjól sem ekki hafi áður komið við sögu í rannsóknum segir hún að flest málin virðist fara í gegnum Lúxemborg með einum eða öðrum hætti. „Þetta dreifist ekki mjög víða.“ Skattrannsóknarstjóra hefur nokkrum sinnum verið boðið að kaupa ýmis gögn, bæði stór og smá, frá útlöndum en hingað til hefur því verið hafnað. Bryndís segir ýmis önnur lönd hafa keypt slík gögn, til dæmis Þýskaland. Yfirleitt er ekki vitað hverjir það eru sem bjóða gögnin til sölu. Samræður við seljendur hafa aldrei komist á það stig að verð hafi komið til tals, að því er Bryndís greinir frá. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um hvort fjármálaráðuneytið muni mögulega kaupa gögn um einstaklinga í skattaskjólum segir að greinargerð skattrannsóknarstjóra sé til skoðunar.
Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira