Íslenskur læknanemi: Þénar þrjár milljónir á mánuði fyrir blogg Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. febrúar 2014 14:36 Kristján bloggar heiman frá sér og þénar vel. „Ég var með þrjár milljónir króna í tekjur fyrir janúarmánuð,“ segir bloggarinn og læknaneminn Kristján Gunnarsson. Hann heldur úti bloggsíðunni Authoritynutrition.com sem nýtur gríðarlegra vinsælda á netinu og fékk 2,3 milljónir heimsókna í síðasta mánuði. „Ég hef verið með yfir milljón krónur á mánuði í tekjur af síðunni í svolítinn tíma, en í janúar kom mikill kippur og heimsóknum fjölgaði. Ég held að ég nái að halda þessum fjölda áfram,“ útskýrir bloggarinn vinsæli. Kristján heldur síðunni úti samhliða læknanámi sínu og skrifar allar greinarnar á síðunna sjálfur. „Það fara hátt í tíu klukkutímar í hverja grein og ég eyði fullt af tíma í að svara póstum og athugasemdum. Þetta er því alveg hellings vinna,“ segir Kristján. Vísir hefur áður fjallað um góðan árangur Kristjáns í bloggheimum, en nú er hann kominn með nýja síðu og enn meiri árangur. „Ég vildi byrja að blogga með náminu til að verða mér úti um aukatekjur. Ég er nú hættur á námslánum og get stundað námið meðfram því að skrifa á síðuna, sem er frábært,“ segir hann. „Ég fæ ákveðnar tekjur af auglýsingum sem koma inn á síðuna í gegnum Google. Ég fæ um 40 til 50 krónur í hvert sinn sem einhver smellir á auglýsingu á vefnum,“ útskýrir Kristján. Kristján sem bloggar yfirleitt á ensku hefur nú einnig opnað íslenska síðu. „Já, ég þýði greinarnar yfir á íslensku og set inn á síðuna sem kallast Betri næring. Hún hefur fengið fínar móttökur hér á landi, ég er mjög ánægður með það.“ Hann segir erlenda aðila hafa borið víurnar í síðuna. „Ég hef fengið nokkur tilboð erlendis frá en ég hef ekki haft áhuga á að selja síðuna.“ Kristján er á þriðja ári í læknanáminu en er ekki viss hvað hann ætlar að gera að loknu námi. „Ég klára allavega námið en ég er ekkert búinn að ákveða neitt um framhaldið,“ segir bloggarinn sem gerir það svo sannarlega gott. Tengdar fréttir Læknanemi bloggar sig gegnum háskóla Kristján Már Gunnarsson læknanemi kveðst fá 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur með því að halda úti bloggi um heilsu, næringu og lífsstíl. Þetta geti hann samhliða þungu námi. Þetta sé frábært dæmi um nýsköpun í kreppunni. 20. janúar 2012 08:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
„Ég var með þrjár milljónir króna í tekjur fyrir janúarmánuð,“ segir bloggarinn og læknaneminn Kristján Gunnarsson. Hann heldur úti bloggsíðunni Authoritynutrition.com sem nýtur gríðarlegra vinsælda á netinu og fékk 2,3 milljónir heimsókna í síðasta mánuði. „Ég hef verið með yfir milljón krónur á mánuði í tekjur af síðunni í svolítinn tíma, en í janúar kom mikill kippur og heimsóknum fjölgaði. Ég held að ég nái að halda þessum fjölda áfram,“ útskýrir bloggarinn vinsæli. Kristján heldur síðunni úti samhliða læknanámi sínu og skrifar allar greinarnar á síðunna sjálfur. „Það fara hátt í tíu klukkutímar í hverja grein og ég eyði fullt af tíma í að svara póstum og athugasemdum. Þetta er því alveg hellings vinna,“ segir Kristján. Vísir hefur áður fjallað um góðan árangur Kristjáns í bloggheimum, en nú er hann kominn með nýja síðu og enn meiri árangur. „Ég vildi byrja að blogga með náminu til að verða mér úti um aukatekjur. Ég er nú hættur á námslánum og get stundað námið meðfram því að skrifa á síðuna, sem er frábært,“ segir hann. „Ég fæ ákveðnar tekjur af auglýsingum sem koma inn á síðuna í gegnum Google. Ég fæ um 40 til 50 krónur í hvert sinn sem einhver smellir á auglýsingu á vefnum,“ útskýrir Kristján. Kristján sem bloggar yfirleitt á ensku hefur nú einnig opnað íslenska síðu. „Já, ég þýði greinarnar yfir á íslensku og set inn á síðuna sem kallast Betri næring. Hún hefur fengið fínar móttökur hér á landi, ég er mjög ánægður með það.“ Hann segir erlenda aðila hafa borið víurnar í síðuna. „Ég hef fengið nokkur tilboð erlendis frá en ég hef ekki haft áhuga á að selja síðuna.“ Kristján er á þriðja ári í læknanáminu en er ekki viss hvað hann ætlar að gera að loknu námi. „Ég klára allavega námið en ég er ekkert búinn að ákveða neitt um framhaldið,“ segir bloggarinn sem gerir það svo sannarlega gott.
Tengdar fréttir Læknanemi bloggar sig gegnum háskóla Kristján Már Gunnarsson læknanemi kveðst fá 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur með því að halda úti bloggi um heilsu, næringu og lífsstíl. Þetta geti hann samhliða þungu námi. Þetta sé frábært dæmi um nýsköpun í kreppunni. 20. janúar 2012 08:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Læknanemi bloggar sig gegnum háskóla Kristján Már Gunnarsson læknanemi kveðst fá 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur með því að halda úti bloggi um heilsu, næringu og lífsstíl. Þetta geti hann samhliða þungu námi. Þetta sé frábært dæmi um nýsköpun í kreppunni. 20. janúar 2012 08:30