Erlent

Andrúmsloftið spennuþrungið í Jerúsalem

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/getty
Miklar óeirðir hafa geisað í Jerúsalem síðustu daga, en palestínskur unglingspiltur sem var myrtur í borginni fyrr í vikunni var borinn til grafar í dag. Allt kapp er nú lagt á að koma á vopnahléi á milli Hamas-samtakanna og Ísraelshers.

Mikil spenna var í austurhluta Jerúsalem vegna útfarar Mohammed Abu Khadir, sautján ára palestínsks drengs, sem fullyrt er að hafi verið myrtur til að hefna fyrir dauða þriggja ísraelskra unglinga sem myrtir voru á Vesturbakkanum í síðasta mánuði.

Þúsundir manna fóru til Austur Jerúsalem í dag þar sem drengurinn var borinn til grafar og var andrúmsloftið í borginni spennuþrungið.

Morðin á ungmennunum hafa hellt olíu á eld illdeilna Ísraels - og Palestínuamanna, en Hamas-samtökin sögðust þó í dag vera tilbúin að gera hlé á eldflaugaárásum sínum stöðvi Ísraelsher loftárásir sínar á Gasa-ströndina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×