HM-Uppbótartíminn: Wilmots var nægilega hugaður Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júní 2014 10:30 Thomas Müller var ósáttur með hegðun Pepe. Vísir/Getty Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. Góð umferð fyrir... Thomas Müller, Þýskalandi Thomas Müller er með einn gullskó frá Heimsmeistaramótinu frá mótinu í Suður-Afríku og hann sýndi í fyrsta leik Þýskalands að það var engin heppni. Þrenna í fyrsta leik og tryggði sæti sitt í ógnarsterku byrjunarliði Þjóðverja sem eru til alls líklegir.Leikmenn Kosta Ríka Fáir gáfu leikmönnum Kosta Ríka einhverja möguleika gegn ógnarsterku liði Úrúgvæ. Úrúgvæ, England og Ítalía hafa eflaust horft á leikinn gegn Kosta Ríka sem formsatriði en eftir eina umferð situr liðið á toppi hins svokallaða dauðariðils. Sigur Kosta Ríka kom skemmtilega á óvart og minnir aðdáendur á að ekkert er öruggt á mótinu.Marc Wilmots, þjálfari Belgíu Mikil spenna var fyrir fyrsta leik Belgíu gegn Alsír eftir gríðarlegan uppgang í belgískum fótbolta undanfarin ár. Alsír komst óvænt yfir í fyrri hálfleik og náði að loka á skærustu stjörnur Belga. Wilmots hafði kjark til þess að taka m.a. Romelu Lukaku út af, breytti skipulagi liðsins og enduðu varamenn liðsins á því að tryggja Belgum sigurinn.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirPepe, Portúgal Margir efast um heimskupör Pepe á ferlinum en hann minnti á sig í leik Portúgal og Þýskalands. Pepe vann boltann í baráttu við Müller sem lét sig falla og hélt um andlitið. Dómarinn lét leikinn ganga en um leið og Pepe var laus við boltann fór hann og virtist skalla sitjandi Müller. Ævintýrilega heimskulegt hjá varnarmanninum og var dómari leiksins fljótur að reka hann af velli. Portúgal fékk skell gegn Þýskalandi og verður Pepe í banni gegn Bandaríkjunum á sunnudaginn.Leikmenn Spánar Spánverjar eru ríkjandi Heims- og Evrópumeistarar en úrslit leiksins Hollandi á föstudaginn kipptu þeim aftur niður á jörðina. Xabi Alonso kom Spánverjum yfir snemma leiks en Hollendingar einfaldlega slátruðu þeim í seinni hálfleik. Stærsta tap ríkjandi Heimsmeistara og næst stærsta tap Spánar á HM frá upphafi. Spánn mætir Síle í kvöld og verður einfaldlega að taka þrjú stig ætli þeir sér upp úr riðlinum.Leikmenn Úrúgvæ Þrátt fyrir að vera án Luis Suarez átti leikurinn gegn Kosta Ríka einfaldlega að vera formsatriði fyrir Úrúgvæ. Eftir tapið gegn Kosta Ríka þurfa leikmenn Úrúgvæ að vinna leiki sína gegn Englandi og Ítalíu til þess að eiga einhverja möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Eflaust væri hægt að kaupa alla leikmenn landsliðs Kosta Ríka oftar en tvisvar fyrir jafnvirði kaupverðs Edinson Cavani, leikmanns Úrúgvæ sem var keyptur til PSG fyrir 50 milljónir evra síðastliðið sumar.Vísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-Uppbótartíminn: Gott gengi Müller heldur áfram Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. 18. júní 2014 12:00 HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld. 18. júní 2014 17:45 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. Góð umferð fyrir... Thomas Müller, Þýskalandi Thomas Müller er með einn gullskó frá Heimsmeistaramótinu frá mótinu í Suður-Afríku og hann sýndi í fyrsta leik Þýskalands að það var engin heppni. Þrenna í fyrsta leik og tryggði sæti sitt í ógnarsterku byrjunarliði Þjóðverja sem eru til alls líklegir.Leikmenn Kosta Ríka Fáir gáfu leikmönnum Kosta Ríka einhverja möguleika gegn ógnarsterku liði Úrúgvæ. Úrúgvæ, England og Ítalía hafa eflaust horft á leikinn gegn Kosta Ríka sem formsatriði en eftir eina umferð situr liðið á toppi hins svokallaða dauðariðils. Sigur Kosta Ríka kom skemmtilega á óvart og minnir aðdáendur á að ekkert er öruggt á mótinu.Marc Wilmots, þjálfari Belgíu Mikil spenna var fyrir fyrsta leik Belgíu gegn Alsír eftir gríðarlegan uppgang í belgískum fótbolta undanfarin ár. Alsír komst óvænt yfir í fyrri hálfleik og náði að loka á skærustu stjörnur Belga. Wilmots hafði kjark til þess að taka m.a. Romelu Lukaku út af, breytti skipulagi liðsins og enduðu varamenn liðsins á því að tryggja Belgum sigurinn.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirPepe, Portúgal Margir efast um heimskupör Pepe á ferlinum en hann minnti á sig í leik Portúgal og Þýskalands. Pepe vann boltann í baráttu við Müller sem lét sig falla og hélt um andlitið. Dómarinn lét leikinn ganga en um leið og Pepe var laus við boltann fór hann og virtist skalla sitjandi Müller. Ævintýrilega heimskulegt hjá varnarmanninum og var dómari leiksins fljótur að reka hann af velli. Portúgal fékk skell gegn Þýskalandi og verður Pepe í banni gegn Bandaríkjunum á sunnudaginn.Leikmenn Spánar Spánverjar eru ríkjandi Heims- og Evrópumeistarar en úrslit leiksins Hollandi á föstudaginn kipptu þeim aftur niður á jörðina. Xabi Alonso kom Spánverjum yfir snemma leiks en Hollendingar einfaldlega slátruðu þeim í seinni hálfleik. Stærsta tap ríkjandi Heimsmeistara og næst stærsta tap Spánar á HM frá upphafi. Spánn mætir Síle í kvöld og verður einfaldlega að taka þrjú stig ætli þeir sér upp úr riðlinum.Leikmenn Úrúgvæ Þrátt fyrir að vera án Luis Suarez átti leikurinn gegn Kosta Ríka einfaldlega að vera formsatriði fyrir Úrúgvæ. Eftir tapið gegn Kosta Ríka þurfa leikmenn Úrúgvæ að vinna leiki sína gegn Englandi og Ítalíu til þess að eiga einhverja möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Eflaust væri hægt að kaupa alla leikmenn landsliðs Kosta Ríka oftar en tvisvar fyrir jafnvirði kaupverðs Edinson Cavani, leikmanns Úrúgvæ sem var keyptur til PSG fyrir 50 milljónir evra síðastliðið sumar.Vísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-Uppbótartíminn: Gott gengi Müller heldur áfram Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. 18. júní 2014 12:00 HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld. 18. júní 2014 17:45 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Leik lokið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu sigur í Fjarðabyggðarhöllina Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Sjá meira
HM-Uppbótartíminn: Gott gengi Müller heldur áfram Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. 18. júní 2014 12:00
HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld. 18. júní 2014 17:45