Tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik og líkamsárásir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. apríl 2014 17:17 Gísli Þór Gunnarsson þegar Stokkseyrarmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Gísla Þór Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik, tilraun til ráns og tvær árásir með hníf. Í fyrri árásinni skar Gísli meintan vændiskaupanda á háls sem hann hugðist ræna og í þeirri seinni skar hann mann á framhandlegg. Honum er gert að greiða fórnarlömbum sínum samtals 2,5 milljónir króna í miskabætur. Gísli Þór afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu.Þrennt var ákært í máli er varðar fjársvik. Þremenningarnir settu auglýsingu um vændi í dagblað á síðasta ári og höfðu þau fjörutíu þúsund krónur af karlmanni á fertugsaldri sem svaraði auglýsingunni. Þegar maðurinn hugðist nýta sér þjónustuna ruddust þeir Gísli Þór og einn ákærðu, Jón Einar, inn í bíl hans og gerðu tilraun til þess að ræna hann. Ránstilraunin fór hinsvegar út um þúfur þegar Gísli Þór skar manninn á háls. Maðurinn hlaut tvo skurði, annar náði frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum en hinn var þvert á hálsinn í átt að barkanum. Jón Einar Randversson, 32 ára síbrotamaður og tvítug stúlka, samverkamenn Gísla, voru einnig ákærð fyrir tilraun til ráns. Þau neituðu bæði sök í málinu. Stúlkan sagði fyrir dómi að tilviljun hafi ráðið því að hún hafi hitt ákærðu þennan dag og hafi hún ekki þorað öðru en að taka þátt í fjársvikabroti þeirra. Í dómi héraðsdóms kemur fram að framburði hennar hafi ekki verið hnekkt. Hún var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Jón Einar sagði fyrir dómi að hann hefði ekki haft í hyggju að ræna vændiskaupandann og var hann sýknaður af kröfum ákæruvalds að því leyti. Gísla Þór er gert að greiða manninum 1,5 milljón í miskabætur. Gísli Þór var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á mann í Breiðholti með hníf og veitt honum tíu sentímetra langt skurðsár á hægri framhandlegg fyrir ofan úlnlið. Gísli var dæmdur til að greiða honum eina milljón í miskabætur. Þá var þeim öllum gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna. Jóni Einari og stúlkunni er gert að greiða verjendum sínum 690.250 krónur og er Gísla Þór gert að greiða 636.913 krónur til réttargæslumanna fórnarlambanna í málinu og 115.678 krónur í annan sakakostnað. Gísla Þór er því gert að gera 3.942.841 krónu í heild. Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað Aðilarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, eru ákærð fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda. 2. apríl 2014 10:47 „Ég þorði ekki öðru en að segja já“ „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ segir konan sem ákærð er fyrir fjársvik og var notuð sem tálbeita í vændisauglýsingu í vitnaleiðslum í dag. 9. apríl 2014 15:59 Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Gísla Þór Gunnarsson í tveggja ára fangelsi fyrir fjársvik, tilraun til ráns og tvær árásir með hníf. Í fyrri árásinni skar Gísli meintan vændiskaupanda á háls sem hann hugðist ræna og í þeirri seinni skar hann mann á framhandlegg. Honum er gert að greiða fórnarlömbum sínum samtals 2,5 milljónir króna í miskabætur. Gísli Þór afplánar nú tveggja og hálfs árs dóm fyrir aðild sína að Stokkseyrarmálinu.Þrennt var ákært í máli er varðar fjársvik. Þremenningarnir settu auglýsingu um vændi í dagblað á síðasta ári og höfðu þau fjörutíu þúsund krónur af karlmanni á fertugsaldri sem svaraði auglýsingunni. Þegar maðurinn hugðist nýta sér þjónustuna ruddust þeir Gísli Þór og einn ákærðu, Jón Einar, inn í bíl hans og gerðu tilraun til þess að ræna hann. Ránstilraunin fór hinsvegar út um þúfur þegar Gísli Þór skar manninn á háls. Maðurinn hlaut tvo skurði, annar náði frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum en hinn var þvert á hálsinn í átt að barkanum. Jón Einar Randversson, 32 ára síbrotamaður og tvítug stúlka, samverkamenn Gísla, voru einnig ákærð fyrir tilraun til ráns. Þau neituðu bæði sök í málinu. Stúlkan sagði fyrir dómi að tilviljun hafi ráðið því að hún hafi hitt ákærðu þennan dag og hafi hún ekki þorað öðru en að taka þátt í fjársvikabroti þeirra. Í dómi héraðsdóms kemur fram að framburði hennar hafi ekki verið hnekkt. Hún var dæmd í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir aðild sína að málinu. Jón Einar sagði fyrir dómi að hann hefði ekki haft í hyggju að ræna vændiskaupandann og var hann sýknaður af kröfum ákæruvalds að því leyti. Gísla Þór er gert að greiða manninum 1,5 milljón í miskabætur. Gísli Þór var einnig ákærður fyrir að hafa ráðist á mann í Breiðholti með hníf og veitt honum tíu sentímetra langt skurðsár á hægri framhandlegg fyrir ofan úlnlið. Gísli var dæmdur til að greiða honum eina milljón í miskabætur. Þá var þeim öllum gert að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna. Jóni Einari og stúlkunni er gert að greiða verjendum sínum 690.250 krónur og er Gísla Þór gert að greiða 636.913 krónur til réttargæslumanna fórnarlambanna í málinu og 115.678 krónur í annan sakakostnað. Gísla Þór er því gert að gera 3.942.841 krónu í heild.
Stokkseyrarmálið Tengdar fréttir Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað Aðilarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, eru ákærð fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda. 2. apríl 2014 10:47 „Ég þorði ekki öðru en að segja já“ „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ segir konan sem ákærð er fyrir fjársvik og var notuð sem tálbeita í vændisauglýsingu í vitnaleiðslum í dag. 9. apríl 2014 15:59 Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27 Mest lesið Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Skýrslur teknar af tveimur ákærðu en málinu frestað Aðilarnir þrír, tveir karlmenn og ein kona, eru ákærð fyrir að auglýsa vændi og ráðast á kaupanda. 2. apríl 2014 10:47
„Ég þorði ekki öðru en að segja já“ „Ég man rosa lítið. Ég var út úr vímuð,“ segir konan sem ákærð er fyrir fjársvik og var notuð sem tálbeita í vændisauglýsingu í vitnaleiðslum í dag. 9. apríl 2014 15:59
Auglýstu vændi og réðust á kaupanda Vændiskaupandinn var skorinn á háls, annars vegar frá vinstra kjálkabarði og skáhalt niður á við í átt að hálsæðum, og hins vegar þvert á hálsinn í átt að barkanum. 12. mars 2014 13:27