Innlent

Gagnrýnir forgangsröðun ríkisstjórnarinnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, bauð þingmönnum í öskurklefa
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, bauð þingmönnum í öskurklefa Vísir/GVA
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi forgangsröðun ríkisstjórnarinnar í ræðu sinni um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld.

Guðmundur sagði greinilegt að til væru peningar hjá ríkinu. Ekki væri hins vegar stefnt að því að nýta fjármunina í að endurreisa velferðarkerfið eða endurnýja vegakerfið þó þörfin væri brýn í báðum þessum málaflokkum.

Guðmundur varaði einnig við gagnrýnislausri einangrunarhyggju og sagði þjóðernislegan belging varhugaverðan. Víðsýni væri mikilvæg nú sem endranær.

Að lokum bauð Guðmundur þingmönnum í öskurklefa sem búið er að koma upp á skrifstofu Bjartar framtíðar. Klefinn er hljóðeingraður og þar gætu þingmenn fengið til dæmis fengið útrás eða æft sig  áður en þeir færu í fjölmiðlaviðtöl.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×