Umbrotatímar á íslensku leiksviði Sigríður Jónsdóttir skrifar 16. júní 2015 11:30 Billy Elliot í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar í Borgarleikhúsinu var líkast til vinsælasta leiksýning ársins. Í kvöld verður Gríman 2015 haldin hátíðleg í Borgarleikhúsinu og verðlaun veitt fyrir bestu frammistöðuna, að mati dómnefndar, á þessu leikári. Ber að nefna að verðlaunaafhendingin er haldin í Borgarleikhúsinu annað árið í röð sem kemur á óvart en sú hefð hefur skapast að stóru leikhúsin tvö skiptist á að hýsa hátíðina. Engar opinberar útskýringar má finna fyrir breytingunni en eins og alltaf verður spennandi að sjá hverjir hreppa styttu. Á þessum hátíðardegi er tilvalið að fara yfir leikárið sem nú er ljúka. Hafa skal í huga að þessi pistill er alls ekki tæmandi, hugmyndin er að stikla á stóru.Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið lagði af stað með „Íslenskan vetur“ þar sem íslensk sviðsverk af öllu tagi voru í fyrirrúmi. En þrátt fyrir frambærilega hugmynd og breiðan leikvöll byggðan á klassískum leikverkum, leikgerðum upp úr þekktum skáldskap og einstaka nýjum leikritum náði leikárið aldrei almennilegu flugi. Ævintýri í Latabæ átti að byrja veturinn með fítonskrafti en sýningin missti marks og lokaði fyrir áramót. Sjálfstætt fólk fékk ágætis gagnrýni en leið örlítið fyrir vinsældir Engla alheimsins sem sló svo rækilega í gegn á fyrra leikári. Leikgerðirnar Karitas og Konan við 1000° voru sterkar sýningar en hápunktar Þjóðleikhússins voru Segulsvið og samvinnusýningin Ofsi sem rædd verða frekar síðar í pistlinum. Kraftlaus Fjalla-Eyvindur og Halla lokaði síðan frekar dræmu leikári hjá Þjóðleikhúsinu.Borgarleikhúsið Hinum megin við Miklubrautina í Borgarleikhúsinu var annar og kraftmeiri bragur. Fjölbreytt dagskrá var í boði en Lína Langsokkur keyrði leikárið í gang, farsinn Beint í æð varð vinsæll og Öldin okkar í boði Hunds í óskilum lét leikhúsgesti veltast um úr hlátri. Dúkkuheimili Ibsens sýndi að klassísk verk hafa nær óendanlega möguleika á frumlegri framsetningu en sýningin varð því miður að víkja en aukasýningar verða næstkomandi haust. Ástæðan fyrir stuttum sýningartíma Dúkkuheimilis á stóra sviðinu var þrekvirkið Billy Elliott sem sló rækilega í gegn þar sem þrír ungir drengir stálu hjörtum landsmanna. Birgir Sigurðsson sneri aftur með leikritið Er ekki nóg að elska? sem sýndi að gölluð sýning heftir ekki vinsældir því miðarnir mokuðust út. Pólitíska verkið Peggy Pickett sér andlit guðs lokaði síðan sterku leikári hússins.Sjálfstæði og samvinna Samvinna sjálfstæðra sviðslistahópa, sem eiga kannski sinn heimavöll í Tjarnarbíói og að einhverju leyti í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði, við stóru húsin tvö hefur verið einkar frjó og skilað sér rækilega í tilnefningum þetta árið. Þjóðleikhúsið hýsti sviðslistahópinn Aldrei óstelandi og úr varð sýningin Ofsi sem var sniðug kúvending á leikgerðinni. Í Borgarleikhúsinu bar hæst samvinnusýningarnar Ekki hætta að anda með Háaloftinu og Hystory í boði Sokkabandsins, en síðari sýningin bar af. Einnig er nauðsynlegt að nefna Frystiklefann á Rifi sem er virkilega spennandi vettvangur fyrir sviðslistir. En ekki er hægt að skrifa um samvinnu án þess að nefna hjónin Sigurð Pálsson skáld og Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra sérstaklega. Á einu leikári stóðu þau að þremur glæsilegum verkum; einu útvarpsverki, Segulsviði í Þjóðleikhúsinu og að lokum Endatafli í Tjarnarbíói, sem var algjört leikhúshnossgæti.afrek Segulsvið eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur var eitt af afrekum þeirra hjóna á leikárinu.fréttablaðið/valliAllt þetta líf Mikil gróska er í samtímadansi á Íslandi um þessar mundir, bæði hjá Íslenska dansflokknum sem og í sjálfstæða geiranum, t.d. sýningum Reykjavík Dance Festival sem nýlega tilkynnti samstarf við listahátíðina LÓKAL. Tjarnarbíó hefur einnig verið vettvangur sjálfstæðra sýninga af öllum gerðum en þarf kannski að skapa sér skýrari listræna stefnu fyrir næsta ár því að í heildina voru sýningarnar frekar misjafnar. Endurkomur voru nokkuð áberandi þetta árið en Sigurður Sigurjónsson, Stefán Jónsson og Steinn Ármann Magnússon og Þór Tulinius sneru aftur á sviðsfjalirnar. Mikill happafengur er í þessum mönnum og vonandi fá leikkonurnar svipað tækifæri á næsta ári, Elva Ósk Ólafsdóttir sprettur strax upp í hugann. Leikgerðir hafa lengi verið vinsælar í leikhúsum landsins en virðast vera á einhverju undanhaldi ef marka má Grímutilnefningarnar því fleiri frumsamin handrit eru á lista yfir leikrit ársins en aðlagaðir textar. Barnasýningar eru nú fleiri og fjölbreyttari sem er mikið fagnaðarefni en Lífið – stórskemmtilegt drullumall sem Tíu fingur stóðu fyrir og Kuggur og leikhúsvélin í Þjóðleikhúsinu eru gott dæmi. Leikstjórar á borð við Hörpu Arnardóttur og Ólaf Egil Egilsson, nýliða í leikstjórnarstólnum, sýndu listrænt þor og uppskáru eftir því. Leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir verður alltaf sterkari en Þorsteinn Bachmann og Þór Tulinius voru sérlega eftirminnilegir. Útvarpsleikhúsið hélt sínu striki og á Viðar Eggertsson heiður skilið fyrir dagskrávinnu sína þar sem klassískum upptökum, þáttum um sviðslistir og nýjum íslenskum verkum er blandað saman á áhugaverðan hátt. Fleiri mættu taka sér tíma til að leggja við hlustir næsta haust. Sviðslistir á Íslandi eru að ganga í gegnum ákveðna umbrotatíma en miklar breytingar hafa átt sér stað síðustu misseri. Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur nú verið eitt og hálft ár í starfi framkvæmdastjóra Tjarnarbíós, Kristín Eysteinsdóttir var ráðin listrænn stjórnandi Borgarleikhússins snemma árið 2014 og Ari Matthíasson var ráðinn þjóðleikhússtjóri, eftir tafir, síðastliðinn nóvember en tók við um áramótin. Steinunn Birna Ragnarsdóttir er nýlega tekin við sem óperustjóri Íslensku óperunnar en ráðning hennar olli miklu fjaðrafoki. Íslenska óperan sætti gagnrýni vegna ráðningaraðferða stjórnarinnar. Steinunn á því á brattann að sækja, þá kannski sérstaklega vegna velgengni Don Carlo. Nú stendur yfir leit að nýjum listrænum stjórnanda fyrir Íslenska dansflokkinn en einnig gustaði um fyrrverandi stjórnanda hópsins. Umsækjendur voru átta, en líklegasti kandídatinn hlýtur að vera dansarinn og danshöfundurinn Erna Ómarsdóttir sem hefur verið listrænn ráðgjafi dansflokksins um tíma.Framundan Af þessum sökum verður næsta leikár gríðarlega spennandi þar sem Guðmundur Ingi og Kristín fá tækifæri til að kynna nýtt verkefnaval byggt á sínum eigin áherslum, Ari og Steinunn stimpla sig inn og nýr stjórnandi Íslenska dansflokksins er enn óskrifað blað. Lítill vafi er á að sjálfstæðu sviðslistahóparnir koma líka sterkir inn þannig að samkeppnin er gríðarleg þar sem listrænn metnaður verður vonandi í fyrirrúmi. Gríman er uppskeruhátíð sviðslistar á Íslandi og þrátt fyrir þrengri rekstrargrundvöll en oft áður hefur þetta fagfólk og landsmenn allir miklu að fagna. Íslendingar eru einna duglegastir þjóða að mæta á sviðslistaviðburði og vonandi verður næsta leikár ennþá betra. Takk fyrir mig og gleðilega sviðslistahátíð! Gríman Leikhús Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Í kvöld verður Gríman 2015 haldin hátíðleg í Borgarleikhúsinu og verðlaun veitt fyrir bestu frammistöðuna, að mati dómnefndar, á þessu leikári. Ber að nefna að verðlaunaafhendingin er haldin í Borgarleikhúsinu annað árið í röð sem kemur á óvart en sú hefð hefur skapast að stóru leikhúsin tvö skiptist á að hýsa hátíðina. Engar opinberar útskýringar má finna fyrir breytingunni en eins og alltaf verður spennandi að sjá hverjir hreppa styttu. Á þessum hátíðardegi er tilvalið að fara yfir leikárið sem nú er ljúka. Hafa skal í huga að þessi pistill er alls ekki tæmandi, hugmyndin er að stikla á stóru.Þjóðleikhúsið Þjóðleikhúsið lagði af stað með „Íslenskan vetur“ þar sem íslensk sviðsverk af öllu tagi voru í fyrirrúmi. En þrátt fyrir frambærilega hugmynd og breiðan leikvöll byggðan á klassískum leikverkum, leikgerðum upp úr þekktum skáldskap og einstaka nýjum leikritum náði leikárið aldrei almennilegu flugi. Ævintýri í Latabæ átti að byrja veturinn með fítonskrafti en sýningin missti marks og lokaði fyrir áramót. Sjálfstætt fólk fékk ágætis gagnrýni en leið örlítið fyrir vinsældir Engla alheimsins sem sló svo rækilega í gegn á fyrra leikári. Leikgerðirnar Karitas og Konan við 1000° voru sterkar sýningar en hápunktar Þjóðleikhússins voru Segulsvið og samvinnusýningin Ofsi sem rædd verða frekar síðar í pistlinum. Kraftlaus Fjalla-Eyvindur og Halla lokaði síðan frekar dræmu leikári hjá Þjóðleikhúsinu.Borgarleikhúsið Hinum megin við Miklubrautina í Borgarleikhúsinu var annar og kraftmeiri bragur. Fjölbreytt dagskrá var í boði en Lína Langsokkur keyrði leikárið í gang, farsinn Beint í æð varð vinsæll og Öldin okkar í boði Hunds í óskilum lét leikhúsgesti veltast um úr hlátri. Dúkkuheimili Ibsens sýndi að klassísk verk hafa nær óendanlega möguleika á frumlegri framsetningu en sýningin varð því miður að víkja en aukasýningar verða næstkomandi haust. Ástæðan fyrir stuttum sýningartíma Dúkkuheimilis á stóra sviðinu var þrekvirkið Billy Elliott sem sló rækilega í gegn þar sem þrír ungir drengir stálu hjörtum landsmanna. Birgir Sigurðsson sneri aftur með leikritið Er ekki nóg að elska? sem sýndi að gölluð sýning heftir ekki vinsældir því miðarnir mokuðust út. Pólitíska verkið Peggy Pickett sér andlit guðs lokaði síðan sterku leikári hússins.Sjálfstæði og samvinna Samvinna sjálfstæðra sviðslistahópa, sem eiga kannski sinn heimavöll í Tjarnarbíói og að einhverju leyti í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði, við stóru húsin tvö hefur verið einkar frjó og skilað sér rækilega í tilnefningum þetta árið. Þjóðleikhúsið hýsti sviðslistahópinn Aldrei óstelandi og úr varð sýningin Ofsi sem var sniðug kúvending á leikgerðinni. Í Borgarleikhúsinu bar hæst samvinnusýningarnar Ekki hætta að anda með Háaloftinu og Hystory í boði Sokkabandsins, en síðari sýningin bar af. Einnig er nauðsynlegt að nefna Frystiklefann á Rifi sem er virkilega spennandi vettvangur fyrir sviðslistir. En ekki er hægt að skrifa um samvinnu án þess að nefna hjónin Sigurð Pálsson skáld og Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra sérstaklega. Á einu leikári stóðu þau að þremur glæsilegum verkum; einu útvarpsverki, Segulsviði í Þjóðleikhúsinu og að lokum Endatafli í Tjarnarbíói, sem var algjört leikhúshnossgæti.afrek Segulsvið eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur var eitt af afrekum þeirra hjóna á leikárinu.fréttablaðið/valliAllt þetta líf Mikil gróska er í samtímadansi á Íslandi um þessar mundir, bæði hjá Íslenska dansflokknum sem og í sjálfstæða geiranum, t.d. sýningum Reykjavík Dance Festival sem nýlega tilkynnti samstarf við listahátíðina LÓKAL. Tjarnarbíó hefur einnig verið vettvangur sjálfstæðra sýninga af öllum gerðum en þarf kannski að skapa sér skýrari listræna stefnu fyrir næsta ár því að í heildina voru sýningarnar frekar misjafnar. Endurkomur voru nokkuð áberandi þetta árið en Sigurður Sigurjónsson, Stefán Jónsson og Steinn Ármann Magnússon og Þór Tulinius sneru aftur á sviðsfjalirnar. Mikill happafengur er í þessum mönnum og vonandi fá leikkonurnar svipað tækifæri á næsta ári, Elva Ósk Ólafsdóttir sprettur strax upp í hugann. Leikgerðir hafa lengi verið vinsælar í leikhúsum landsins en virðast vera á einhverju undanhaldi ef marka má Grímutilnefningarnar því fleiri frumsamin handrit eru á lista yfir leikrit ársins en aðlagaðir textar. Barnasýningar eru nú fleiri og fjölbreyttari sem er mikið fagnaðarefni en Lífið – stórskemmtilegt drullumall sem Tíu fingur stóðu fyrir og Kuggur og leikhúsvélin í Þjóðleikhúsinu eru gott dæmi. Leikstjórar á borð við Hörpu Arnardóttur og Ólaf Egil Egilsson, nýliða í leikstjórnarstólnum, sýndu listrænt þor og uppskáru eftir því. Leikkonan Arndís Hrönn Egilsdóttir verður alltaf sterkari en Þorsteinn Bachmann og Þór Tulinius voru sérlega eftirminnilegir. Útvarpsleikhúsið hélt sínu striki og á Viðar Eggertsson heiður skilið fyrir dagskrávinnu sína þar sem klassískum upptökum, þáttum um sviðslistir og nýjum íslenskum verkum er blandað saman á áhugaverðan hátt. Fleiri mættu taka sér tíma til að leggja við hlustir næsta haust. Sviðslistir á Íslandi eru að ganga í gegnum ákveðna umbrotatíma en miklar breytingar hafa átt sér stað síðustu misseri. Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur nú verið eitt og hálft ár í starfi framkvæmdastjóra Tjarnarbíós, Kristín Eysteinsdóttir var ráðin listrænn stjórnandi Borgarleikhússins snemma árið 2014 og Ari Matthíasson var ráðinn þjóðleikhússtjóri, eftir tafir, síðastliðinn nóvember en tók við um áramótin. Steinunn Birna Ragnarsdóttir er nýlega tekin við sem óperustjóri Íslensku óperunnar en ráðning hennar olli miklu fjaðrafoki. Íslenska óperan sætti gagnrýni vegna ráðningaraðferða stjórnarinnar. Steinunn á því á brattann að sækja, þá kannski sérstaklega vegna velgengni Don Carlo. Nú stendur yfir leit að nýjum listrænum stjórnanda fyrir Íslenska dansflokkinn en einnig gustaði um fyrrverandi stjórnanda hópsins. Umsækjendur voru átta, en líklegasti kandídatinn hlýtur að vera dansarinn og danshöfundurinn Erna Ómarsdóttir sem hefur verið listrænn ráðgjafi dansflokksins um tíma.Framundan Af þessum sökum verður næsta leikár gríðarlega spennandi þar sem Guðmundur Ingi og Kristín fá tækifæri til að kynna nýtt verkefnaval byggt á sínum eigin áherslum, Ari og Steinunn stimpla sig inn og nýr stjórnandi Íslenska dansflokksins er enn óskrifað blað. Lítill vafi er á að sjálfstæðu sviðslistahóparnir koma líka sterkir inn þannig að samkeppnin er gríðarleg þar sem listrænn metnaður verður vonandi í fyrirrúmi. Gríman er uppskeruhátíð sviðslistar á Íslandi og þrátt fyrir þrengri rekstrargrundvöll en oft áður hefur þetta fagfólk og landsmenn allir miklu að fagna. Íslendingar eru einna duglegastir þjóða að mæta á sviðslistaviðburði og vonandi verður næsta leikár ennþá betra. Takk fyrir mig og gleðilega sviðslistahátíð!
Gríman Leikhús Menning Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira