Limlestingar og lagasetningar Karl Fannar Sævarsson skrifar 1. desember 2015 00:00 Umskurður kvenna er gróf aðför að líkama ungra stúlkna og dæmi um kynbundið ofbeldi í sinni tærustu mynd. Talið er að um 140 milljónir kvenna hafi gengist undir umskurð af einhverju tagi og að um þrjár milljónir stúlkna séu umskornar á hverju ári. Í sumum löndum þar sem umskurður kvenna fyrirfinnst er hlutfall umskorinna stúlkna lágt, eða undir einu prósenti en í öðrum mun hærra, eða allt að hundrað prósentum. Þegar tölfræðin er skoðuð virðist umskurður vera mest stundaður í Afríku norðan miðbaugs. Fyrir utan Afríku er umskurður kvenna algengastur í Jemen og Írak. Mín upplifun á orðræðunni á Íslandi er á þá leið að um villimennsku sé að ræða, grimmd og hatur í garð saklausra stúlkna sem verða karlaveldinu að bráð með afskræmingu á kynfærum þeirra. Umskurður kvenna hefur á síðastliðnum árum orðið að táknmynd kúgunar og valdbeitingar karla á konum í hinum íslamska heimi. Mig langar að fara yfir nokkur atriði sem benda til þess að ekki sé svo auðvelt að alhæfa slíkt. Samkvæmt skýrslu UNICEF frá árinu 2013 virðist tengingin á milli umskurðar kvenna og Íslam ekki vera eins sterk og oft er haldið fram. Í fyrsta lagi þekkist verknaðurinn varla í Vestur-Asíu (Mið-Austurlöndum), sem er það landsvæði sem flestir tengja við Íslam. Í þeim löndum þar sem umskurður kvenna er algengastur, virðist vera lítið beint fylgi á milli íslamstrúar og fjölda umskorinna stúlkna. Svo virðist vera að hefðin sé fyrst og fremst svæðis- og menningarbundin. Í mörgum löndum skiptist hlutfall umskorinna stúlkna nokkuð jafnt á milli múslima og kristinna (Vestur-Afríka), í öðrum löndum eru kristnir í miklum meirihluta (Erítrea og Eþíópía) og múslimar í öðrum (Sómalía og Gínea). Á meðal hópa sem stunda andatrú er umskurður útbreiddur sem styrkir þá kenningu að hann hafi verið stundaður á svæðinu fyrir komu íslam og kristni. Lisa Wade hefur rannsakað umskurð kvenna töluvert, en hún segir að kúgun karlaveldisins þurfi ekki endilega að vera forsenda umskurðar kvenna. Mæður og ömmur eru oft þær sem hvetja ungar stúlkur til að gangast undir umskurð. Þeim er oft í mun um að dætur þeirri fari í gegnum þá manndómsvígslu sem getur falist í umskurðinum. Þar gangast þær undir svokallaða „hreinsun“ eins og umskurðurinn kallast oft á tungumáli samfélaganna. Með þessari hreinsun aukast líkur þeirra á því að komast í gott hjónaband sem styrkir velferð fjölskyldunnar til muna.Menntun og fræðsla grundvallaratriði Umskurður á kynfærum kvenna er veruleiki sem snertir okkur Íslendinga sem alþjóðasamfélag og ef hann snertir okkur ekki beint nú þegar, þá mun hann að öllum líkindum gera það í framtíðinni. Árið 2005 samþykkti Alþingi þverpólitíska tillögu um að breyta almennum hegningarlögum þar sem ákvæði um bann á limlestingum á kynfærum kvenna var bætt við, með refsiramma upp í sex ára fangelsisdóm. Það er ekki að ástæðulausu að slíku ákvæði skuli hafa verið bætt við hegningarlög. Í nágrannaríkjum okkar í Skandinavíu hafa einnig verið sett lög gegn umskurði kvenna en erfitt virðist þó vera að framfylgja slíkum lögum. Þrátt fyrir slíkar lagasetningar virðist fátt breytast, það er vegna þess að sárafáar stúlkur gangast undir umskurð á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð hafa t.d. flestar umskornar stúlkur komið inn í landið umskornar eða halda til upprunalands síns eða foreldra sinna til að gangast undir umskurð en talið er að um 40.000 stúlkur í Svíþjóð séu umskornar. Rannsóknir sýna að refsingar hafa ekki skilað árangri, of auðvelt er að fara í kringum lögin. Til dæmis hefur verið bann við umskurði kvenna í Súdan í meira en hálfa öld en hefðin virðist bara hafa styrkst og eru nú um 88 prósent stúlkna í Súdan umskornar. Um gríðarlega flókið fyrirbæri er að ræða og hafa verður varann á í hvers kyns umræðu um umskurð kvenna. „Afskræming“ er t.d. hugtak sem menn ættu að fara varlega með, umskorin kynfæri kvenna þurfa ekki að þykja afskræmd á þeim svæðum sem umskurður er stundaður. Einnig er verknaðurinn oft framkvæmdur með hag stúlknanna að leiðarljósi. Hlutfall á umskurði stúlkna er hátt þar sem fátækt er mikil og menntunarstig lágt. Menntun og fræðsla eru því grundvallaratriði til að vinna bug á því mannréttindabroti sem umskurður kvenna er.Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Umskurður kvenna er gróf aðför að líkama ungra stúlkna og dæmi um kynbundið ofbeldi í sinni tærustu mynd. Talið er að um 140 milljónir kvenna hafi gengist undir umskurð af einhverju tagi og að um þrjár milljónir stúlkna séu umskornar á hverju ári. Í sumum löndum þar sem umskurður kvenna fyrirfinnst er hlutfall umskorinna stúlkna lágt, eða undir einu prósenti en í öðrum mun hærra, eða allt að hundrað prósentum. Þegar tölfræðin er skoðuð virðist umskurður vera mest stundaður í Afríku norðan miðbaugs. Fyrir utan Afríku er umskurður kvenna algengastur í Jemen og Írak. Mín upplifun á orðræðunni á Íslandi er á þá leið að um villimennsku sé að ræða, grimmd og hatur í garð saklausra stúlkna sem verða karlaveldinu að bráð með afskræmingu á kynfærum þeirra. Umskurður kvenna hefur á síðastliðnum árum orðið að táknmynd kúgunar og valdbeitingar karla á konum í hinum íslamska heimi. Mig langar að fara yfir nokkur atriði sem benda til þess að ekki sé svo auðvelt að alhæfa slíkt. Samkvæmt skýrslu UNICEF frá árinu 2013 virðist tengingin á milli umskurðar kvenna og Íslam ekki vera eins sterk og oft er haldið fram. Í fyrsta lagi þekkist verknaðurinn varla í Vestur-Asíu (Mið-Austurlöndum), sem er það landsvæði sem flestir tengja við Íslam. Í þeim löndum þar sem umskurður kvenna er algengastur, virðist vera lítið beint fylgi á milli íslamstrúar og fjölda umskorinna stúlkna. Svo virðist vera að hefðin sé fyrst og fremst svæðis- og menningarbundin. Í mörgum löndum skiptist hlutfall umskorinna stúlkna nokkuð jafnt á milli múslima og kristinna (Vestur-Afríka), í öðrum löndum eru kristnir í miklum meirihluta (Erítrea og Eþíópía) og múslimar í öðrum (Sómalía og Gínea). Á meðal hópa sem stunda andatrú er umskurður útbreiddur sem styrkir þá kenningu að hann hafi verið stundaður á svæðinu fyrir komu íslam og kristni. Lisa Wade hefur rannsakað umskurð kvenna töluvert, en hún segir að kúgun karlaveldisins þurfi ekki endilega að vera forsenda umskurðar kvenna. Mæður og ömmur eru oft þær sem hvetja ungar stúlkur til að gangast undir umskurð. Þeim er oft í mun um að dætur þeirri fari í gegnum þá manndómsvígslu sem getur falist í umskurðinum. Þar gangast þær undir svokallaða „hreinsun“ eins og umskurðurinn kallast oft á tungumáli samfélaganna. Með þessari hreinsun aukast líkur þeirra á því að komast í gott hjónaband sem styrkir velferð fjölskyldunnar til muna.Menntun og fræðsla grundvallaratriði Umskurður á kynfærum kvenna er veruleiki sem snertir okkur Íslendinga sem alþjóðasamfélag og ef hann snertir okkur ekki beint nú þegar, þá mun hann að öllum líkindum gera það í framtíðinni. Árið 2005 samþykkti Alþingi þverpólitíska tillögu um að breyta almennum hegningarlögum þar sem ákvæði um bann á limlestingum á kynfærum kvenna var bætt við, með refsiramma upp í sex ára fangelsisdóm. Það er ekki að ástæðulausu að slíku ákvæði skuli hafa verið bætt við hegningarlög. Í nágrannaríkjum okkar í Skandinavíu hafa einnig verið sett lög gegn umskurði kvenna en erfitt virðist þó vera að framfylgja slíkum lögum. Þrátt fyrir slíkar lagasetningar virðist fátt breytast, það er vegna þess að sárafáar stúlkur gangast undir umskurð á Norðurlöndunum. Í Svíþjóð hafa t.d. flestar umskornar stúlkur komið inn í landið umskornar eða halda til upprunalands síns eða foreldra sinna til að gangast undir umskurð en talið er að um 40.000 stúlkur í Svíþjóð séu umskornar. Rannsóknir sýna að refsingar hafa ekki skilað árangri, of auðvelt er að fara í kringum lögin. Til dæmis hefur verið bann við umskurði kvenna í Súdan í meira en hálfa öld en hefðin virðist bara hafa styrkst og eru nú um 88 prósent stúlkna í Súdan umskornar. Um gríðarlega flókið fyrirbæri er að ræða og hafa verður varann á í hvers kyns umræðu um umskurð kvenna. „Afskræming“ er t.d. hugtak sem menn ættu að fara varlega með, umskorin kynfæri kvenna þurfa ekki að þykja afskræmd á þeim svæðum sem umskurður er stundaður. Einnig er verknaðurinn oft framkvæmdur með hag stúlknanna að leiðarljósi. Hlutfall á umskurði stúlkna er hátt þar sem fátækt er mikil og menntunarstig lágt. Menntun og fræðsla eru því grundvallaratriði til að vinna bug á því mannréttindabroti sem umskurður kvenna er.Þessi grein er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar