Aðskilnaðarsinnar fordæma rannsóknina Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2015 20:00 Rannsakendurnir endurbyggðu flugstjórnarklefa vélarinnar. Vísir/AFP Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu, sem hliðhollir eru Rússlandi, segja skýrslu um rannsókn hraps malasísku flugvélarinnar MH17 vera illa unna. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar var flugvélin skotin niður af BUK flugskeyti sem framleidd voru af Rússum. Flugvélin var skotin niður í júlí í fyrra og létu 298 manns lífið. Flestir þeirra voru frá Hollandi. Breska ríkisútvarpið ræddi við Aleksandr Zakharchenko, sem er háttsettur leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Hann þvertekur fyrir að aðskilnaðarsinnar hafi haft aðgang að BUK-loftvarnakerfi og gagnrýndi rannsakendur fyrir að gefa ekki upp hver hefði skotið flugskeytinu og hvaðan. Þá segir hann að rannsakendur hafi enn ekki safnað öllu brakinu úr vélinni. Samkvæmt reglum varðandi alþjóðlegar rannsóknir á flugslysum, máttu rannsakendurnir ekki segja til um hverjum atvikið væri að kenna. Þó að ekki hefði verið sagt í skýrslunni hver skaut flugskeytinu, sögðu rannsakendur að því hefði líklegast verið skotið frá 320 ferkílómetra svæði sem aðskilnaðarsinnar stjórnuðu þá.Á sínum tíma, viðurkenndi háttsettur leiðtogi aðskilnaðarsinna þó fyrir Reuters fréttaveitunni að uppreisnarmennirnir hefðu búið yfir BUK-loftvarnakerfi, sem rannsakendur segja að hafi verið notað til að skjóta flugvélina niður. Þar að auki segist blaðamaður AP fréttaveitunnar hafa séð BUK-kerfi í bænum Snizhne. Áður en vélin var skotin niður höfðu aðskilnaðarsinnarnir einnig stært sig af því að búa yfir BUK-skeytum. Þar að auki sagði annar leiðtogi aðskilnaðarsinnanna frá því á samfélagsmiðli, skömmu eftir að MH17 flugvélin var skotin niður, að þeir hefðu skotið niður flutningsvél frá úkraínska hernum. Síðan sem færslan var birt á var þó tekin niður skömmu seinna. Zakharchenko segir þó að sú færsla hafi „líklega verið fölsuð“. Hann segir að yfirvöld í Kænugarði hefðu átt að vera búin að loka lofthelgi landsins.Oleg Storchevoi, aðstoðarframkvæmdastjóri flugumferðarstofnunar Rússlands.Vísir/AFPUtanríkisráðherra Úkraínu, Pavlo Klimkin, hefur þó sagt að lofthelgi landsins hafi ekki verið lokuð á þessum tíma, vegna þess að þeir höfðu ekki vitneskju um að svo vönduðu loftvarnarkerfi hefði verið komið fyrir í Úkraínu.Saka Hollendinga um að falsa gögn Yfirvöld í Rússlandi hafa einnig fordæmt skýrsluna sem þeir segja hlutdræga. Þeir hafa farið fram á að önnur rannsókn verði gerð af Sameinuðu þjóðunum. Rússar og aðskilnaðarsinnarnir segja að ef flugvélin hafi verið skotin niður með flugskeyti hafi Úkraínumenn skotið því. Oleg Storchevoi, aðstoðarframkvæmdastjóri flugumferðarstofnunar Rússlands, sakaði hollensku rannsóknarnefndina í dag um að falsa sönnunargögn og velja þau gögn sem hentuðu málstað þeirra. Hann gekk svo langt að draga í efa að sprengjubrot, sem meðal annars fundust í líkum flugmanna vélarinnar, og hlutar úr eldflauginni sem fundust í braki vélarinnar, væru raunveruleg. Rannsakendur Bellingcat, notuðust við opin gögn við rannsókn sína á hrapi vélarinnar. Þeir telja sig geta rakið slóð BUK-loftvarnakerfis frá Rússlandi til austurhluta Úkraínu og þar hafi flugskeytinu verið skotið á loft. Skýrslu Bellingcat má sjá hér.Myndband hollensku rannsóknarnefndarinnar í heild sinni. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu, sem hliðhollir eru Rússlandi, segja skýrslu um rannsókn hraps malasísku flugvélarinnar MH17 vera illa unna. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar var flugvélin skotin niður af BUK flugskeyti sem framleidd voru af Rússum. Flugvélin var skotin niður í júlí í fyrra og létu 298 manns lífið. Flestir þeirra voru frá Hollandi. Breska ríkisútvarpið ræddi við Aleksandr Zakharchenko, sem er háttsettur leiðtogi aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Hann þvertekur fyrir að aðskilnaðarsinnar hafi haft aðgang að BUK-loftvarnakerfi og gagnrýndi rannsakendur fyrir að gefa ekki upp hver hefði skotið flugskeytinu og hvaðan. Þá segir hann að rannsakendur hafi enn ekki safnað öllu brakinu úr vélinni. Samkvæmt reglum varðandi alþjóðlegar rannsóknir á flugslysum, máttu rannsakendurnir ekki segja til um hverjum atvikið væri að kenna. Þó að ekki hefði verið sagt í skýrslunni hver skaut flugskeytinu, sögðu rannsakendur að því hefði líklegast verið skotið frá 320 ferkílómetra svæði sem aðskilnaðarsinnar stjórnuðu þá.Á sínum tíma, viðurkenndi háttsettur leiðtogi aðskilnaðarsinna þó fyrir Reuters fréttaveitunni að uppreisnarmennirnir hefðu búið yfir BUK-loftvarnakerfi, sem rannsakendur segja að hafi verið notað til að skjóta flugvélina niður. Þar að auki segist blaðamaður AP fréttaveitunnar hafa séð BUK-kerfi í bænum Snizhne. Áður en vélin var skotin niður höfðu aðskilnaðarsinnarnir einnig stært sig af því að búa yfir BUK-skeytum. Þar að auki sagði annar leiðtogi aðskilnaðarsinnanna frá því á samfélagsmiðli, skömmu eftir að MH17 flugvélin var skotin niður, að þeir hefðu skotið niður flutningsvél frá úkraínska hernum. Síðan sem færslan var birt á var þó tekin niður skömmu seinna. Zakharchenko segir þó að sú færsla hafi „líklega verið fölsuð“. Hann segir að yfirvöld í Kænugarði hefðu átt að vera búin að loka lofthelgi landsins.Oleg Storchevoi, aðstoðarframkvæmdastjóri flugumferðarstofnunar Rússlands.Vísir/AFPUtanríkisráðherra Úkraínu, Pavlo Klimkin, hefur þó sagt að lofthelgi landsins hafi ekki verið lokuð á þessum tíma, vegna þess að þeir höfðu ekki vitneskju um að svo vönduðu loftvarnarkerfi hefði verið komið fyrir í Úkraínu.Saka Hollendinga um að falsa gögn Yfirvöld í Rússlandi hafa einnig fordæmt skýrsluna sem þeir segja hlutdræga. Þeir hafa farið fram á að önnur rannsókn verði gerð af Sameinuðu þjóðunum. Rússar og aðskilnaðarsinnarnir segja að ef flugvélin hafi verið skotin niður með flugskeyti hafi Úkraínumenn skotið því. Oleg Storchevoi, aðstoðarframkvæmdastjóri flugumferðarstofnunar Rússlands, sakaði hollensku rannsóknarnefndina í dag um að falsa sönnunargögn og velja þau gögn sem hentuðu málstað þeirra. Hann gekk svo langt að draga í efa að sprengjubrot, sem meðal annars fundust í líkum flugmanna vélarinnar, og hlutar úr eldflauginni sem fundust í braki vélarinnar, væru raunveruleg. Rannsakendur Bellingcat, notuðust við opin gögn við rannsókn sína á hrapi vélarinnar. Þeir telja sig geta rakið slóð BUK-loftvarnakerfis frá Rússlandi til austurhluta Úkraínu og þar hafi flugskeytinu verið skotið á loft. Skýrslu Bellingcat má sjá hér.Myndband hollensku rannsóknarnefndarinnar í heild sinni.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira