Vinstri og hægri pólitík úr sögunni að mati þekkingarfræðings Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. júlí 2015 16:31 Steve Fuller er félagslegur þekkingarfræðingur. Vísir/TEDx Hugmyndin um vinstri og hægri væng í pólitík hefur verið langlíf en er nú á undanhaldi að mati Steve Fuller, prófessors í þekkingarfræði við Warwick háskóla. Hann hélt fyrirlestur á TEDxReykjavík í maí síðastliðnum þar sem hann kynnti hugmyndir sínar um upp og niður hreyfingar í stjórnmálum frekar en hægri og vinstri öfl. Sérstaklega áhugavert er að skoða hugmyndir Fullers fyrir Íslendinga þar sem þingmönnum hefur verið tíðrætt um nauðsyn breytinga þegar kemur að lýðræði og ákvarðanatöku í landinu auk þess sem þjóðin hefur kallað eftir öðruvísi vinnubrögðum.Sjá einnig: Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra Fuller segist í fyrirlestrinum hafa orðið var við það, eins og fleiri prófessorar, að nemendur hans hafi áhuga á pólitík og álíti sig virka í því sem þeir kalla pólitík en það passi ekki inn í vinstri hægri kerfi stjórnmálanna í dag. Skilgreining flokka og manna í vinstri og hægri væng stjórnmála á rætur sínar að rekja til frönsku byltingarinnar eins og kunnugt er. Þá sátu þeir hægra megin í þinginu sem töldu lögmæti eiga að sækja í fortíðina. „Það átti að treysta hefðinni og því sem hefur virkað í fortíðinni,“ segir Fuller. En hvað þeir sem vildu breytingar og að fara nýja leið sátu vinstra megin í þinginu. Fólk mun skiptast í upp- og niðursinna „Í upphafi var spurningin milli vinstri og hægri hvort fortíðin veitti einskonar sjálfvirka lagaheimild fyrir áframhaldandi framtíð eða hvort það var alltaf opin ákvörðun um hvernig við höldum til framtíðar.“ Fuller bendir á að þessi skilgreining hafi breyst mikið á síðastliðnum árum. Að hans mati mun hún brátt verða úrelt og fólk taki að skilgreina sig sem uppsinnaða og niðursinnaða í pólitík.Sjá einnig: Bjarni vill breytingar: „Menn mala fram á nótt“ Uppsinnaðir, á ensku kallar Fuller þá upwingers, verða þá þeir sem líta til geimsins frekar en niður á jörðina og trúa því að mannkynið geti og eigi að taka úthugsaðar áhættur til þess að við getum þróast enn frekar. Það fólk trúir því að við höfum náð þeim árangri sem við höfum náð í dag með því að hugsa stórt og þannig að ekkert hamli okkur. Niðursinnaðir, sem á ensku kallast downwingers, eru þeir sem telja að möguleika mannsins verði að miða við náttúruna sem skapaði okkur fyrst og fremst, við séum í grunninn dýr og ekkert æðri öðrum stofnum. Fuller útskýrir þetta í fyrirlestrinum sem sjá má hér að neðan. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hugmyndin um vinstri og hægri væng í pólitík hefur verið langlíf en er nú á undanhaldi að mati Steve Fuller, prófessors í þekkingarfræði við Warwick háskóla. Hann hélt fyrirlestur á TEDxReykjavík í maí síðastliðnum þar sem hann kynnti hugmyndir sínar um upp og niður hreyfingar í stjórnmálum frekar en hægri og vinstri öfl. Sérstaklega áhugavert er að skoða hugmyndir Fullers fyrir Íslendinga þar sem þingmönnum hefur verið tíðrætt um nauðsyn breytinga þegar kemur að lýðræði og ákvarðanatöku í landinu auk þess sem þjóðin hefur kallað eftir öðruvísi vinnubrögðum.Sjá einnig: Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra Fuller segist í fyrirlestrinum hafa orðið var við það, eins og fleiri prófessorar, að nemendur hans hafi áhuga á pólitík og álíti sig virka í því sem þeir kalla pólitík en það passi ekki inn í vinstri hægri kerfi stjórnmálanna í dag. Skilgreining flokka og manna í vinstri og hægri væng stjórnmála á rætur sínar að rekja til frönsku byltingarinnar eins og kunnugt er. Þá sátu þeir hægra megin í þinginu sem töldu lögmæti eiga að sækja í fortíðina. „Það átti að treysta hefðinni og því sem hefur virkað í fortíðinni,“ segir Fuller. En hvað þeir sem vildu breytingar og að fara nýja leið sátu vinstra megin í þinginu. Fólk mun skiptast í upp- og niðursinna „Í upphafi var spurningin milli vinstri og hægri hvort fortíðin veitti einskonar sjálfvirka lagaheimild fyrir áframhaldandi framtíð eða hvort það var alltaf opin ákvörðun um hvernig við höldum til framtíðar.“ Fuller bendir á að þessi skilgreining hafi breyst mikið á síðastliðnum árum. Að hans mati mun hún brátt verða úrelt og fólk taki að skilgreina sig sem uppsinnaða og niðursinnaða í pólitík.Sjá einnig: Bjarni vill breytingar: „Menn mala fram á nótt“ Uppsinnaðir, á ensku kallar Fuller þá upwingers, verða þá þeir sem líta til geimsins frekar en niður á jörðina og trúa því að mannkynið geti og eigi að taka úthugsaðar áhættur til þess að við getum þróast enn frekar. Það fólk trúir því að við höfum náð þeim árangri sem við höfum náð í dag með því að hugsa stórt og þannig að ekkert hamli okkur. Niðursinnaðir, sem á ensku kallast downwingers, eru þeir sem telja að möguleika mannsins verði að miða við náttúruna sem skapaði okkur fyrst og fremst, við séum í grunninn dýr og ekkert æðri öðrum stofnum. Fuller útskýrir þetta í fyrirlestrinum sem sjá má hér að neðan.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira