Erlent

Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin úr viðbragðsstöðu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu í gær.
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin var sett í viðbragðsstöðu í gær. Vísir/Valli
Búið er að taka Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina úr viðbragðsstöðu vegna jarðskjálftans í Afganistan. Ekki hafa borist óskir frá þarlendum stjórnvöldum, né frá nágrannaríkinu Pakistan, um aðstoð erlendra rústabjörgunarsveita.

Sveitin var sett í viðbragðsstöðu í gær vegna jarðskjálftans sem skók Afganistan og Pakistan. Tala látinna er kominn í 311 vegna skjálftans sem var 7.5 stig. Óttast er að mun fleiri hafi látist en erfitt hefur verið að komast að afskekktum byggðum sem líklegt þykir að orðið hafi illa úti.

Fyrir liggur að björgunarsveitin hefði ekki verið send til Afganistan af öryggisástæðum en skoða átti hvort að hægt yrði að senda hana til Pakistan ef neyðarkall bærist þaðan. Það hefur ekki borist og því hefur björgunarsveitin verið tekin úr viðbragðsstöðu.


Tengdar fréttir

Fara ekki til Afganistans af öryggisástæðum

Minnst 200 manns létust í jarðskjálfta í Afganistan og Pakistan. Íslenska alþjóða­björgunarsveitin er tilbúin til að aðstoða á þeim svæðum sem talin eru örugg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×