Gasol magnaður í sigri Spánverja Anton Ingi Leifsson skrifar 12. september 2015 20:32 Gasol leggur niður laglega körfu. vísir/getty Lettland, Grikkland, Spánn og Frakkland tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í körfubolta, EuroBasket, í dag. Lettland vann 73-66 sigur á Slóveníu. Staðan var 42-40, Lettum í vil, í hálfleik og eftir spennandi síðari hálfleik unnu Lettarnir að lokum. Janis Strelnieksvar stigahæstur hjá Lettunum með sautján stig, en Zoran Dragic var stigahæstur Slóvena einnig með sautján stig. Grikkir áttu í litlum sem engum vandræðum með Belga. Grikkirnir voru með þriggja stiga forystu í hálfleik, 34-31, en í síðari hálfleik settu þeir í fluggírinn og unnu að lokum 75-54. Yannis Bourousis gerði fjórtán stig fyrir Grikkina, en alls voru fjórir leikmenn Grikkland með tíu stig eða meira. Pierre-Antoine Gillet skoraði fjórtán stig fyrir Belga. Pau Gasol var í stuði þegar Spánverjar slógu út Pólverja, 80-66, eftir að Spánverjar höfðu leitt 41-39 í hálfleik. Paul Gasol lék á alls oddi, en hann skoraði 30 stig fyrir Spánverja. Hann hitti úr 6 af 7 þristum sínum og var funheitur. Einnig tók hann sjö fráköst. Damian Kulig skoraði tíu stig fyrir Pólverja. Frakkar slógu út Tyrki sem Ísland fór í framlengingu við á dögunum. Spurning er hvort framlengingin hafi setið í leikmönnum Tyrklands sem voru 36-26 undir í hálfleik og lokatölur 76-53. Nando De Colo gerði fimmtán stig fyrir Frakka auk þess sem þeir Evan Fournier og Joffrey Lauvergne gerðu tólf stig hvor. Ersan Ilyasova gerði fjórtán stig fyrir Tyrkina. EM 2015 í Berlín Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Lettland, Grikkland, Spánn og Frakkland tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í körfubolta, EuroBasket, í dag. Lettland vann 73-66 sigur á Slóveníu. Staðan var 42-40, Lettum í vil, í hálfleik og eftir spennandi síðari hálfleik unnu Lettarnir að lokum. Janis Strelnieksvar stigahæstur hjá Lettunum með sautján stig, en Zoran Dragic var stigahæstur Slóvena einnig með sautján stig. Grikkir áttu í litlum sem engum vandræðum með Belga. Grikkirnir voru með þriggja stiga forystu í hálfleik, 34-31, en í síðari hálfleik settu þeir í fluggírinn og unnu að lokum 75-54. Yannis Bourousis gerði fjórtán stig fyrir Grikkina, en alls voru fjórir leikmenn Grikkland með tíu stig eða meira. Pierre-Antoine Gillet skoraði fjórtán stig fyrir Belga. Pau Gasol var í stuði þegar Spánverjar slógu út Pólverja, 80-66, eftir að Spánverjar höfðu leitt 41-39 í hálfleik. Paul Gasol lék á alls oddi, en hann skoraði 30 stig fyrir Spánverja. Hann hitti úr 6 af 7 þristum sínum og var funheitur. Einnig tók hann sjö fráköst. Damian Kulig skoraði tíu stig fyrir Pólverja. Frakkar slógu út Tyrki sem Ísland fór í framlengingu við á dögunum. Spurning er hvort framlengingin hafi setið í leikmönnum Tyrklands sem voru 36-26 undir í hálfleik og lokatölur 76-53. Nando De Colo gerði fimmtán stig fyrir Frakka auk þess sem þeir Evan Fournier og Joffrey Lauvergne gerðu tólf stig hvor. Ersan Ilyasova gerði fjórtán stig fyrir Tyrkina.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira