Með sína eigin tískusýningu á London Fashion Week Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 12. september 2015 08:00 Aníta á framtíðina fyrir sér í tískubransanum en draumurinn er að sýna hönnunina um allan heim. mynd/aðsend Á föstudaginn mun Akureyrarmærin Aníta Hirlekar sýna nýjustu fatalínu sína fyrir sumarið 2016. Hún var valin í „Ones to Watch“ sem velja fjóra fyrir hverja tískuviku og fá útvaldir styrk til þess að setja upp sína eigin tískusýningu. Aníta útskrifaðist í fyrra með mastersgráðu í fatahönnun með áherslu á munstur úr virtasta tískuháskóla heims, Central Saint Martins. Hún sýndi útskriftarlínu sína á tískuvikunni í fyrra þannig að hún veit út í hvað hún er að fara. „Það kom mér mjög á óvart að ég hafi hlotið styrkinn og hvað þau voru áhugasöm að ég mundi sýna hjá þeim. Þetta var mjög mikil hvatning fyrir mig til þess að byrja að framleiða nýja línu en uppbyggingasjóður norðurlands eystra er líka að styrkja mig. Sýningin er á föstudaginn og það er allt brjálað að gera í undirbúningnum. Sýningin verður í Covent Garden í London og svo eftir á verða fötin í sýningarrými þar sem kaupendur frá hinum ýmsu verslunum skoða og jafnvel kaupa inn.“ Aníta vann alla línuna á Akureyri en efnin sem hún notar eru sérframleidd í Japan fyrir hana. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Ég hitti framleiðendurna í London og svo erum við búin að vera í tölvupóstsamskiptum. Línan er framlenging á útskriftarlínunni minni. Efnin eru rosalegar andstæður, þykkt efni á móti mjög þunnu. Ég nota hreyfinguna til þess að fá meiri dramatík en sniðin eru kvenleg og frekar elegant.“ Eftir að hafa verið búsett í London í þónokkur ár þá ákvað hún að flytja heim eftir útskrift en hún er þó með mikla reynslu í farteskinu. „Ég hannaði tösku fyrir tískumerkið Bvlgari sem var mjög dýrmæt reynsla og svo hef ég líka verið að hanna fyrir Ashish ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.“ Það er allt að smella saman fyrir tískusýninguna á föstudaginn en Aníta hefur áður sett upp sýningu þegar hún útskrifaðist með mastersgráðu. „Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur alls staðar að. Ég stefni ekki á að fara í fjöldaframleiðslu heldur vil ég byggja upp samband við viðskiptavininn. Ég er að fara að velja fyrirsætur í vikunni en ég fæ að ákveða allt sjálf. Ég er að vinna með stílista úti sem er að hjálpa mér með förðunina og hárið á fyrirsætunum.“ Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur allstaðar að. Tíska og hönnun Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Á föstudaginn mun Akureyrarmærin Aníta Hirlekar sýna nýjustu fatalínu sína fyrir sumarið 2016. Hún var valin í „Ones to Watch“ sem velja fjóra fyrir hverja tískuviku og fá útvaldir styrk til þess að setja upp sína eigin tískusýningu. Aníta útskrifaðist í fyrra með mastersgráðu í fatahönnun með áherslu á munstur úr virtasta tískuháskóla heims, Central Saint Martins. Hún sýndi útskriftarlínu sína á tískuvikunni í fyrra þannig að hún veit út í hvað hún er að fara. „Það kom mér mjög á óvart að ég hafi hlotið styrkinn og hvað þau voru áhugasöm að ég mundi sýna hjá þeim. Þetta var mjög mikil hvatning fyrir mig til þess að byrja að framleiða nýja línu en uppbyggingasjóður norðurlands eystra er líka að styrkja mig. Sýningin er á föstudaginn og það er allt brjálað að gera í undirbúningnum. Sýningin verður í Covent Garden í London og svo eftir á verða fötin í sýningarrými þar sem kaupendur frá hinum ýmsu verslunum skoða og jafnvel kaupa inn.“ Aníta vann alla línuna á Akureyri en efnin sem hún notar eru sérframleidd í Japan fyrir hana. „Þetta hefur gengið rosalega vel. Ég hitti framleiðendurna í London og svo erum við búin að vera í tölvupóstsamskiptum. Línan er framlenging á útskriftarlínunni minni. Efnin eru rosalegar andstæður, þykkt efni á móti mjög þunnu. Ég nota hreyfinguna til þess að fá meiri dramatík en sniðin eru kvenleg og frekar elegant.“ Eftir að hafa verið búsett í London í þónokkur ár þá ákvað hún að flytja heim eftir útskrift en hún er þó með mikla reynslu í farteskinu. „Ég hannaði tösku fyrir tískumerkið Bvlgari sem var mjög dýrmæt reynsla og svo hef ég líka verið að hanna fyrir Ashish ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.“ Það er allt að smella saman fyrir tískusýninguna á föstudaginn en Aníta hefur áður sett upp sýningu þegar hún útskrifaðist með mastersgráðu. „Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur alls staðar að. Ég stefni ekki á að fara í fjöldaframleiðslu heldur vil ég byggja upp samband við viðskiptavininn. Ég er að fara að velja fyrirsætur í vikunni en ég fæ að ákveða allt sjálf. Ég er að vinna með stílista úti sem er að hjálpa mér með förðunina og hárið á fyrirsætunum.“ Mér finnst ég þekkja þetta pínu en ég hef samt bara verið í London hingað til. Draumurinn er að sýna um allan heim en markhópurinn minn kemur allstaðar að.
Tíska og hönnun Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira