Erlent

Óhugnanlegar myndir af morðingjanum skjóta upp kollinum

Hér sést Roof brenna bandaríska fánann.
Hér sést Roof brenna bandaríska fánann. Vísir
Myndir af manninum sem myrti níu manns í Charleston í Suður-Karólínu í liðinni viku hafa skotið upp kollinum á netinu.

Á myndunum má sjá hinn 21 árs gamla Dylann Roof brenna bandaríska fánann og heimsækja plantekru þar sem áður unnu þrælar í ánauð.

Ekki er vitað hver setti myndirnar á netið en þær rötuðu þangað í dag og hefur vefsíðunni verið lokað sem áður hýsti myndirnar.

Myndirnir eru sagðar hafa verið teknar í apríl og maí á þessu ári.

Á mörgum þeirra skartar Roof fána Suðurríkjanna, sem á fyrri hluta nítjándu aldar byggðu nær allan efnahag sinn á þrælahaldi. Fáninn er nú eitt helsta kennimerki þeirra sem berjast fyrir réttindum hvítra og er af mörgum talinn tákna hatur og fordóma í garð minnihlutahópa í Bandaríkjunum.

Fáni Suðurríkjanna eru af mörgum sagður táknmynd fordóma og haturs í garð minnihlutahópa í Bandaríkjunum.
Dylan Roof var leiddur fyrir dómara í gær þar sem hann játaði að hafa skotið níu manns til bana á fimmtudag. Skotárásin átti sér stað í kirkju þeldökkra í Charleston og voru öll fórnarlömb Roof svört á hörund.

Roof sat drykklanga stund með sóknarbörnunum áður en hann lét til skarar skriða.

Kirkjan hefur verið lokuð síðan að árásin átti sér stað á miðvikudag en hún mun opna aftur í fyrramálið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×