„Menn fá ekki köttinn í sekknum“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2015 23:30 Geir Gunnarsson segir Ísland hafa gefið sér mikið og langar hann að gefa til baka til Íslands. Hann stendur nú í atvinnuleit þar sem hann er nýkominn heim til Íslands eftir að hafa setið í hámarksöryggisfangelsi í Bandaríkjunum síðustu 18 ár. Vinur hans Páll Halldór Halldórsson hefur vakið mikla athygli með Facebookfærslu þar sem hann biðlar til fólks að ráða Geir í vinnu. „Ég setti þennan status inn til að fá viðbrögð og sjá hvort einhver myndi stökkva til og hjálpa okkur að finna vinnu fyrir Geir,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir nokkra hafa sent sér skilaboð í kjölfarið og nokkrir hringt. Geir var í viðtali hjá þeim Frosta og Mána í Harmageddon í dag, þar sem hann sagði frá fangavistinni og komunni hingað til Íslands. Þar sagði Geir að hann hefði farið í tvö atvinnuviðtöl og fengið nokkur tilboð. Hann var ekki viss um hvað hann vildi vinna við og sagðist hann telja að framtíðin yrði björt. „Þó það hafi kannski ekkert með vinnu að gera, þá langar mig að gefa til baka til Íslands. Ísland hefur gefið mér mjög mikið og mig myndi langa mikið að tala við krakka sem eru í framhaldsskóla og reyna að segja þeim mína sögu. Þau gætu kannski lært eitthvað af því.“ Páll og Geir eru vinir frá því á árum áður þegar Geir vann fyrir Pál í Vöruflutningamiðstöðinni í Borgartúni. Páll segist alltaf hafa munað eftir Geir og setti sig í samband við hann þegar hann kom heim á dögunum og hefur verið honum til taks. „Það sem ég hugsa er að Geir fái vinnu við sitt hæfi og sé svolítið frjáls í vinnunni.“ Páll segist handviss um að hver sá sem myndi ráða Geir, myndi „ekki fá köttinn í sekknum.“ Hann spáir því að Geir verði kominn með vinnu fyrir fyrsta desember.Þetta er hann Geir vinur minn, vann hjá mér á Vöruflutningamiðstöðinni í Borgartúni hér í denn. Hann er kominn heim...Posted by Páll Halldór Halldórsson on Wednesday, November 11, 2015 Harmageddon Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Geir Gunnarsson segir Ísland hafa gefið sér mikið og langar hann að gefa til baka til Íslands. Hann stendur nú í atvinnuleit þar sem hann er nýkominn heim til Íslands eftir að hafa setið í hámarksöryggisfangelsi í Bandaríkjunum síðustu 18 ár. Vinur hans Páll Halldór Halldórsson hefur vakið mikla athygli með Facebookfærslu þar sem hann biðlar til fólks að ráða Geir í vinnu. „Ég setti þennan status inn til að fá viðbrögð og sjá hvort einhver myndi stökkva til og hjálpa okkur að finna vinnu fyrir Geir,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir nokkra hafa sent sér skilaboð í kjölfarið og nokkrir hringt. Geir var í viðtali hjá þeim Frosta og Mána í Harmageddon í dag, þar sem hann sagði frá fangavistinni og komunni hingað til Íslands. Þar sagði Geir að hann hefði farið í tvö atvinnuviðtöl og fengið nokkur tilboð. Hann var ekki viss um hvað hann vildi vinna við og sagðist hann telja að framtíðin yrði björt. „Þó það hafi kannski ekkert með vinnu að gera, þá langar mig að gefa til baka til Íslands. Ísland hefur gefið mér mjög mikið og mig myndi langa mikið að tala við krakka sem eru í framhaldsskóla og reyna að segja þeim mína sögu. Þau gætu kannski lært eitthvað af því.“ Páll og Geir eru vinir frá því á árum áður þegar Geir vann fyrir Pál í Vöruflutningamiðstöðinni í Borgartúni. Páll segist alltaf hafa munað eftir Geir og setti sig í samband við hann þegar hann kom heim á dögunum og hefur verið honum til taks. „Það sem ég hugsa er að Geir fái vinnu við sitt hæfi og sé svolítið frjáls í vinnunni.“ Páll segist handviss um að hver sá sem myndi ráða Geir, myndi „ekki fá köttinn í sekknum.“ Hann spáir því að Geir verði kominn með vinnu fyrir fyrsta desember.Þetta er hann Geir vinur minn, vann hjá mér á Vöruflutningamiðstöðinni í Borgartúni hér í denn. Hann er kominn heim...Posted by Páll Halldór Halldórsson on Wednesday, November 11, 2015
Harmageddon Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira