Erlent

Ellefu féllu í spengjuárás á lífvarðasveit Túnisforseta

Atli Ísleifsson skrifar
Íslamskir öfgahópar hafa látið til skarar skríða í landinu síðustu mánuði.
Íslamskir öfgahópar hafa látið til skarar skríða í landinu síðustu mánuði. Vísir/AFP
Að minnsta kosti ellefu manns féllu og fimmtán særðust í sprengjuárás á rútu sem flutti liðsmenn lífvarðasveitar Túnisforseta í Túnisborg nú síðdegis.

Walid al-Wuqani, talsmaður innanríkisráðuneytis landsins, greinir frá þessu.

Íslamskir öfgahópar hafa látið til skarar skríða í landinu síðustu mánuði, meðal annars í ferðamannabænum Sousse þar sem byssumaður skaut 39 manns til bana.

Sprengjuárásin í dag átti sér stað fyrir utan Hotel du Lac á breiðgötu sem kennd er við Múhammeð fimmta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×