Erlent

Ungliðar Svíþjóðardemókrata: „Það þarf að gera eitthvað róttækt“

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Joakim og Sara eru sammála um að grípa þurfi til aðgerða.
Joakim og Sara eru sammála um að grípa þurfi til aðgerða.

„Ekki er hægt að treysta á að stjórnvöld leysi þessa stöðu,“ segir Joakim Isheden, fyrrverandi leiðtogi SDU, sjálfstætt starfandi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, í nýrri heimildarmynd Guardian

Hann segir að skipta þurfi um ríkisstjórn til að koma í veg fyrir áframhaldandi straum flóttafólks til Svíþjóðar. „Það þarf að gera eitthvað róttækt.“

Harkalega hefur verið tekist á um móttöku flóttafólks í Svíþjóð undanfarið og hefur verið kveikt í og ráðist að miðstöðvum sem settar hafa verið upp fyrir flóttafólk í landinu. Kærasta Joakims, sem einnig er rætt við í myndinni, segist skilja reiði þeirra sem ráðast gegn flóttafólki.

„Ég get ekki skilið af hverju þeir kveikja í flóttamannamiðstöðvum, en ég skil reiði þeirra,“ segir Sara Engström, sem einnig er meðlimur í ungliðahreyfingu Svíþjóðardemókrata.

Hægt er að horfa á umfjöllun Guardian í spilaranum hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×