Erlent

Ferðalangar beðnir um að vera á varðbergi

gunnar reynir valþórsson skrifar
Nýjustu upplýsingar stjórnvalda benda til þess að hryðjuverkasamtök á borð við ISIS, Al Kaída, Boko Haram og fleiri séu nú öll að undirbúa árásir víðsvegar um heiminn.
Nýjustu upplýsingar stjórnvalda benda til þess að hryðjuverkasamtök á borð við ISIS, Al Kaída, Boko Haram og fleiri séu nú öll að undirbúa árásir víðsvegar um heiminn. vísir/epa

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sent frá sér viðvörun til þegna sinna sem hyggja á ferðalög þar sem þeir eru beðnir um að vera á sérstöku varðbergi. Nýjustu upplýsingar stjórnvalda benda til þess að hryðjuverkasamtök á borð við ISIS, Al Kaída, Boko Haram og fleiri séu nú öll að undirbúa árásir víðsvegar um heiminn.

Í því ljósi eru bandarískir ríkisborgarar beðnir um að sýna sérstaka aðgæslu þegar þeir eru á fjölförnum stöðum eða að nota almenningssamgöngukerfi. Þá er Bandaríkjamönnum ráðlagt að forðast mikinn mannfjölda og sérstaklega er fólk hvatt til að gæta sín yfir jólahátíðina. Aðvörunin verður í gildi fram til 24. febrúar á næsta ári.

Bandaríska utanríkisráðuneytið sendir reglulega út viðvaranir á borð við þessa sem beinast gegn einstökum ríkjum, en afar sjaldgæft að slík tilmæli séu í gildi fyrir alla heimsbyggðina í einu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×