Erlent

Bjuggu til erfðabreytta moskítóflugu

gunnar reynir valþórsson skrifar
vísir/getty

Bandarískir vísindamenn fullyrða að þeim hafi tekist að búa til erfðabreytta moskítóflugu, sem er ónæm fyrir malaríusmiti. Uppfinningin gefur vonir um að hægt verði að breyta moskítóstofni heimsins þannig að flugan hætti að smita menn af þessum illvíga sjúkdómi sem dró tæplega fimmhundruð þúsund manns til dauða á jörðinni á síðasta ári.

Vísindamönnunum tókst að koma fyrir geni sem var með mótstöðu gegn malaríu í flugum og þegar þær fjölguðu sér þá erfðist mótstaðan í afkvæmin. Bíti slíkar flugur menn ættu þeir ekki að vera í hættu hvað varðar malaríusmit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×