Fáum nú að sjá hversu virkilega góður Birkir Bjarnason er Tómas Þór Þóraðrson skrifar 16. júlí 2015 16:00 Birkir Bjarnason spilar nú með Svisslandsmeisturum Basel. vísir/getty Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg sem mætir KR í Evrópudeildinni á Alvogen-vellinum í kvöld, var aðstoðarþjálfari Viking í Stavanger áður en hann tók við uppeldisfélagi sínu í fyrra. Hjá Viking þjálfaði hann íslenska landsliðsmanninn Birki Bjarnason áður en hann fór til Standard Liege, þaðan til Pescara og nú síðast til Basel.Sjá einnig:Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Norðmaðurinn hefur miklar mætur á Birki þó hann hafi ekki fullnýtt hæfileika sína þegar hann var á mála hjá Viking. „Við sáum alltaf hversu hæfileikaríkur hann er. Það besta við hann samt var hversu þolinmóður hann var og hversu mikið hann lagði á sig,“ sagði Ingebrigtsen um Birki við Vísi. „Hann hefur alltaf verið góður í fótbolta og haft mikla hæfileika, en hann nýtti þá ekki eins vel þegar ég þjálfaði hann. Birkir gerir það betur í dag enda reyndari leikmaður.“ Birkir spilaði frábærlega með Pescara í ítölsku B-deildinni á síðustu leiktíð og var keyptur fyrir um þrjár milljónir evra til svissnesku meistaranna í Basel. „Birkir er frábær strákur og frábær leikmaður. Hann fær nú í fyrsta sinn að spila í Meistaradeildinni og þá getum við séð hversu virkilega góður hann er. Hann mun standa sig mjög vel held ég í Meistaradeildinni. Ég óska honum bara alls hins besta,“ sagði Ingebrigtsen um sinn gamla lærisvein. Aðspurður hvort hann langaði ekki í framtíðinni að endurnýja kynnin af ljóshærða miðjumanninum hló Kåre Ingebrigtsen og sagði: „Hann verður hjá Basel í svona tvö ár og stendur sig í Meistaradeildinni. Svo fæ ég hann til Rosenborg.“ Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Hansen og Söderlund: Það gerði okkur gott að spila á Íslandi Fyrrverandi markvörður KR og fyrrverandi framherji FH voru eldhressir í viðtali við Vísi eftir æfingu Rosenborg í gærkvöldi. 16. júlí 2015 11:30 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg sem mætir KR í Evrópudeildinni á Alvogen-vellinum í kvöld, var aðstoðarþjálfari Viking í Stavanger áður en hann tók við uppeldisfélagi sínu í fyrra. Hjá Viking þjálfaði hann íslenska landsliðsmanninn Birki Bjarnason áður en hann fór til Standard Liege, þaðan til Pescara og nú síðast til Basel.Sjá einnig:Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Norðmaðurinn hefur miklar mætur á Birki þó hann hafi ekki fullnýtt hæfileika sína þegar hann var á mála hjá Viking. „Við sáum alltaf hversu hæfileikaríkur hann er. Það besta við hann samt var hversu þolinmóður hann var og hversu mikið hann lagði á sig,“ sagði Ingebrigtsen um Birki við Vísi. „Hann hefur alltaf verið góður í fótbolta og haft mikla hæfileika, en hann nýtti þá ekki eins vel þegar ég þjálfaði hann. Birkir gerir það betur í dag enda reyndari leikmaður.“ Birkir spilaði frábærlega með Pescara í ítölsku B-deildinni á síðustu leiktíð og var keyptur fyrir um þrjár milljónir evra til svissnesku meistaranna í Basel. „Birkir er frábær strákur og frábær leikmaður. Hann fær nú í fyrsta sinn að spila í Meistaradeildinni og þá getum við séð hversu virkilega góður hann er. Hann mun standa sig mjög vel held ég í Meistaradeildinni. Ég óska honum bara alls hins besta,“ sagði Ingebrigtsen um sinn gamla lærisvein. Aðspurður hvort hann langaði ekki í framtíðinni að endurnýja kynnin af ljóshærða miðjumanninum hló Kåre Ingebrigtsen og sagði: „Hann verður hjá Basel í svona tvö ár og stendur sig í Meistaradeildinni. Svo fæ ég hann til Rosenborg.“
Fótbolti Tengdar fréttir Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30 Hansen og Söderlund: Það gerði okkur gott að spila á Íslandi Fyrrverandi markvörður KR og fyrrverandi framherji FH voru eldhressir í viðtali við Vísi eftir æfingu Rosenborg í gærkvöldi. 16. júlí 2015 11:30 Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Kåre Ingebrigtsen ætlar að slökkva aðeins í fótboltagleðinni á Íslandi með því að vinna KR í Evrópudeildinni. 16. júlí 2015 13:30
Hansen og Söderlund: Það gerði okkur gott að spila á Íslandi Fyrrverandi markvörður KR og fyrrverandi framherji FH voru eldhressir í viðtali við Vísi eftir æfingu Rosenborg í gærkvöldi. 16. júlí 2015 11:30