Innlent

Maðurinn sem vill kaupa íbúðir Ísafjarðarbæjar hlaut dóm í fyrra fyrir tilraun til fjárkúgunar

Birgir Olgeirsson skrifar
Maðurinn vill kaupa allar íbúðir í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar.
Maðurinn vill kaupa allar íbúðir í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar. Vísir/Pjetur.
Huldufjárfestrinn sem vill kaupa allar íbúðir í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar heitir Guðmundur Tryggvi Ásbergsson.

Það var fasteignasalan Garðatorg sem sendi Ísafjarðarbæ erindi fyrir hönd ónafngreinds aðila sem vildi kaupa íbúðirnar, sem eru 108 talsins. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tók ekki afstöðu til málsins að öðru leyti en að fela Gísla Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra að skoða málið betur og afla frekari upplýsinga.

Viðskiptablaðið greindi frá því á vef sínum í morgun að ónafngreindi aðilinn sem vill kaupa íbúðirnar sé Guðmundur Tryggvi Ásbergsson. „Ég held að ég tjái mig ekki alveg um þetta að svo stöddu máli,“ segir Guðmundur Tryggvi í samtali við Vísi þegar haft var samband við hann vegna málsins.

Í desember síðastliðnum staðfesti Hæstiréttur Ísland dóm Héraðsdóms Vestfjarða yfir Guðmundi fyrir að reyna að kúga hundrað milljónir króna af hjónum á Ísafirði. Samkvæmt dómnum hótaði Guðmundur hjónunum ofbeldi ef þau greiddu honum ekki féð. Guðmundur hlaut árs fangelsisdóm en níu mánuðir þess dóms voru skilorðsbundnir.

Sjá einnig: Staðfesti fangelsi fyrir tilraun til fjárkúgunar


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×