Pólitísk óvissa eykst í Grikklandi en markaðir hressast Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2015 11:39 Pólitísk framtíð Alexis Tsipras í óvissu eftir að tæplega þriðjungur þingmanna flokks hans greiddi atkvæði gegn lánapakka Evrópu í nótt. vísir/afp Mikill meirihluti grískra þingmanna samþykkti lánapakka Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu í nótt, með 229 atkvæðum af þrjúhundruð á gríska þinginu. Aðgerðirnar sem Grikkir þurfa að grípa til með skattahækkunum, nýjum sköttum á fyrirtæki, niðurskurði og skerðingu lífeyris eru taldar vera harðari en gert var ráð fyrir í samkomulaginu sem fellt var í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí. Vísitölur á evrópskum fjármálamarkaði náðu sex vikna hámarki í dag eftir að gríska þingið samþykkti lánapakka Evrópu í nótt. Fjármálaspekúlantar telja engu að síður möguleika á að Grikkir gangi úr evrusamstarfinu í náinni framtíð. Búist er við að Seðlabanki Evrópu slaki á klónni gagnvart Grikkjum strax í dag þannig að bankar, sem hafa verið lokaðir í þrjár vikur geti opnað aftur. Lánapakkinn gerir ráð fyrr 89 milljörðum evra í nýjum lánum en landið skuldar fyrir um 324 milljarða evra. Alþjóðagjalderissjóðurinn telur að skuldir gríska ríkisins muni brátt verða um 200 prósent af landsframleiðslu og þar með ósjálfbærar og hefur hvatt til þess að Grikkjum verði gefið greiðsluhlé í allt að 30 ár og stór hluti skulda þeirra verði afskrifaður. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna greiddi atkvæði með frumvörpunum.Nýir Versalasamningar? Meðal flokksbræðra Tsipras sem greiddu atkvæði gegn lánapakkanum var Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. Hann líkir samningunum við Versalasamningana sem bandamenn í Evrópu þvinguðu upp á Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina og varð til þess að efnahagur þeirra hrundi og átti síðar stóran þátt í uppgangi Nasista í Þýskalandi og upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Kommúnistar og þingmenn þjóðernissinnaða flokksins Gullnar dögunar greiddu atkvæði gegn frumvörpunum. Einn þingmanna Gullnar dögunar reif samkomulagið í tætlur í ræðustóli. Reynist aðgerðirnar Grikkjum um megn of ástandið í landinu versna enn frekar gæti það orðið vatn á millu þessara flokka. Þá gæti stjórnarmynstrið í Grikklandi breyst vegan klofnings í Syriza flokknum þótt Tsipras njóti enn mikilla vinsælda og gæti jafnvel leitt nýja þjóðstjórn. Bæði orkumálaráðherra og atvinnumálaráðherra ríkisstjórnarinnar greiddu atkvæði á móti frumvörpum tengdum samkomulaginu. Tsipras sagði á gríska þinginu í nótt að það væri honum þvert um geð að samþykkja aðgerðirnar en hann gerði það til að koma í veg fyrir algert hrun efnahags landsins. Nú hefjast viðræður um hvernig nýju lánsfé verður ráðstafað en á mánudag falla 3,5 milljarðar evra á gjalddaga hjá Seðlabanka Evrópu. Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira
Mikill meirihluti grískra þingmanna samþykkti lánapakka Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu í nótt, með 229 atkvæðum af þrjúhundruð á gríska þinginu. Aðgerðirnar sem Grikkir þurfa að grípa til með skattahækkunum, nýjum sköttum á fyrirtæki, niðurskurði og skerðingu lífeyris eru taldar vera harðari en gert var ráð fyrir í samkomulaginu sem fellt var í þjóðaratkvæðagreiðslu hinn 5. júlí. Vísitölur á evrópskum fjármálamarkaði náðu sex vikna hámarki í dag eftir að gríska þingið samþykkti lánapakka Evrópu í nótt. Fjármálaspekúlantar telja engu að síður möguleika á að Grikkir gangi úr evrusamstarfinu í náinni framtíð. Búist er við að Seðlabanki Evrópu slaki á klónni gagnvart Grikkjum strax í dag þannig að bankar, sem hafa verið lokaðir í þrjár vikur geti opnað aftur. Lánapakkinn gerir ráð fyrr 89 milljörðum evra í nýjum lánum en landið skuldar fyrir um 324 milljarða evra. Alþjóðagjalderissjóðurinn telur að skuldir gríska ríkisins muni brátt verða um 200 prósent af landsframleiðslu og þar með ósjálfbærar og hefur hvatt til þess að Grikkjum verði gefið greiðsluhlé í allt að 30 ár og stór hluti skulda þeirra verði afskrifaður. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna greiddi atkvæði með frumvörpunum.Nýir Versalasamningar? Meðal flokksbræðra Tsipras sem greiddu atkvæði gegn lánapakkanum var Yanis Varoufakis fyrrverandi fjármálaráðherra landsins. Hann líkir samningunum við Versalasamningana sem bandamenn í Evrópu þvinguðu upp á Þjóðverja eftir fyrri heimsstyrjöldina og varð til þess að efnahagur þeirra hrundi og átti síðar stóran þátt í uppgangi Nasista í Þýskalandi og upphafi síðari heimsstyrjaldarinnar. Kommúnistar og þingmenn þjóðernissinnaða flokksins Gullnar dögunar greiddu atkvæði gegn frumvörpunum. Einn þingmanna Gullnar dögunar reif samkomulagið í tætlur í ræðustóli. Reynist aðgerðirnar Grikkjum um megn of ástandið í landinu versna enn frekar gæti það orðið vatn á millu þessara flokka. Þá gæti stjórnarmynstrið í Grikklandi breyst vegan klofnings í Syriza flokknum þótt Tsipras njóti enn mikilla vinsælda og gæti jafnvel leitt nýja þjóðstjórn. Bæði orkumálaráðherra og atvinnumálaráðherra ríkisstjórnarinnar greiddu atkvæði á móti frumvörpum tengdum samkomulaginu. Tsipras sagði á gríska þinginu í nótt að það væri honum þvert um geð að samþykkja aðgerðirnar en hann gerði það til að koma í veg fyrir algert hrun efnahags landsins. Nú hefjast viðræður um hvernig nýju lánsfé verður ráðstafað en á mánudag falla 3,5 milljarðar evra á gjalddaga hjá Seðlabanka Evrópu.
Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira