Enski boltinn

Írskur landsliðsmaður sneri baki í breska fánann í þjóðsöngnum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
James McClean í æfingarleik á dögunum.
James McClean í æfingarleik á dögunum. Vísir/Getty
Írski miðjumaðurinn James McClean liggur undir mikilli gagnrýni ytra þessa dagana fyrir að hafa snúið baki í breska fánann er þjóðsöngurinn var leikinn fyrir æfingarleik West Bromwich Albion og Charleston Battery á föstudaginn.

Þegar aðrir leikmenn liðsins stilltu sér upp sneri McClean sér til hliðar og sneri baki í fánann á meðan þjóðsöngurinn stóð yfir en hann sneri sér um leið við aftur þegar þjóðsöngnum var lokið.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem McClean sem fæddist í Derry í Norður-Írlandi kemst í fjölmiðla fyrir stjórnmálaskoðanir sínar en hann hefur tvisvar neitað að leika í treyju með minningarblómi (e.Remembrance poppy) tileinkuðu látnum breskum hermönnum. Sagðist hann einfaldlega ekki geta borið þetta merki í ljósi þeirra atvika sem áttu sér stað í deilunni um Norður-Írland.

Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Bromwich Albion, segist hafa rætt við McClean en hann gerði lítið úr atvikinu á Twitter-síðu sinni eftir leikinn þar sem hann sagðist ekki þurfa að útskýra neitt né myndi hann útskýra eitthvað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×