Erlent

Átök standa enn yfir í Úkraínu

Atli Ísleifsson skrifar
Úkraínskir fjölmiðlar greina frá því að þrír óbreyttir borgarar hafi látist í eldflaugaárás á bæinn Luhansk í gærkvöldi.
Úkraínskir fjölmiðlar greina frá því að þrír óbreyttir borgarar hafi látist í eldflaugaárás á bæinn Luhansk í gærkvöldi. Vísir/AFP
Fjöldi manns hafa látist í átökum í austurhluta Úkraínu síðustu klukkustundir þrátt fyrir að samkomulag um vopnahlé náðist í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk í gær.

Átta úkraínskir hermenn hafa látist og 34 særst í átökum við aðskilnaðarsinna síðasta sólarhringinn.

Harðir bardagar hafa staðið í kringum bæinn Debaltseve. Um átta þúsund hermenn úkraínska stjórnarhersins reyna nú að verja borgina, en aðskilnaðarsinnar hafa sótt hart að henni síðustu vikur. Bærinn er hernaðarlega mikilvægur þar sem hann tengir aðrar stærri borgir á svæðinu.

Úkraínskir fjölmiðlar greina frá því að þrír óbreyttir borgarar hafi látist í eldflaugaárás á bæinn Luhansk í gærkvöldi.

Vopnahlé á að taka gildi aðfaranótt sunnudagsins, en samkomulag um slíkt náðist eftir maraþonfund forseta Rússlands, Úkraínu, Frakklands og kanslara Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×