Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 13:16 Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings. Bankastjórarnir litu svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þetta upplýsir Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Hann segir símtalið milli hans og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hafa snúist um þetta. Davíð segir að þar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri, hafi Seðlabankinn ekki viljað taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans hafi verið þannig tilkominn að íslenska ríkið hafi selt skuldabréf fyrir einn milljarð evra. Seðlabankinn hafi varðveitt andvirðið og það hafi tekist svo vel að lánið hafi verið sjálfbært og ríkissjóður hafi ekki haft af því neinn kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn hafi bankastjórar Seðlabankans litið svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þeir sem báðu um aðstoðina hafi haldið því fram að ríkisstjórnin hafi viljað að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna hafi símtalið við forsætisráðherrann farið fram. Tilviljun hafi ráðið því að það símtal var hljóðritað. „Þess vegna átti fyrirgreiðslan sér að lokum stað gegn allsherjarveði í banka sem talið var standa mjög ríflega undir því,“ skrifar Davíð.Sjá einnig: Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Og hann vísar tapinu á sölu FIH bankans annað og segir aðra aðila og aðra ríkisstjórn hafa séð um meðferð þess veðs og hvort ætti að selja bankann og þá hvenær. „Þeir sem flæmdir voru frá Seðlabankanum með pólitísku offorsi af því tagi sem hafði verið óþekkt í áratugi á Íslandi, fengu engu um það ráðið. Ábyrgðin á því er annarra,“ segir Davíð. Hann segir að allan þann tíma sem hin „bjánalega“ umræða hafi farið fram um hið „dularfulla“ samtal forsætisráðherrans og seðlabankastjórans hafi sá síðarnefndi aldrei verið spurður um það, hvort hann hefði eitthvað á móti því að samtalið væri birt opinberlega. Það sé í rauninni enn þá dularfyllra en símtalið sjálft. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Veð Seðlabanka var aldrei gott Ekki er með nokkru móti hægt að halda því fram að Seðlabanki Íslands hafi fengið gott veð, góða tryggingu, þegar hann lánaði Kaupþingi meginhluta tiltæks gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar 6. október 2008. Þegar upp er staðið varð tap Seðlabankans stórkostlegt af lánveitingunni, eða 35 milljarðar króna. 18. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings. Bankastjórarnir litu svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þetta upplýsir Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Hann segir símtalið milli hans og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hafa snúist um þetta. Davíð segir að þar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri, hafi Seðlabankinn ekki viljað taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans hafi verið þannig tilkominn að íslenska ríkið hafi selt skuldabréf fyrir einn milljarð evra. Seðlabankinn hafi varðveitt andvirðið og það hafi tekist svo vel að lánið hafi verið sjálfbært og ríkissjóður hafi ekki haft af því neinn kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn hafi bankastjórar Seðlabankans litið svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þeir sem báðu um aðstoðina hafi haldið því fram að ríkisstjórnin hafi viljað að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna hafi símtalið við forsætisráðherrann farið fram. Tilviljun hafi ráðið því að það símtal var hljóðritað. „Þess vegna átti fyrirgreiðslan sér að lokum stað gegn allsherjarveði í banka sem talið var standa mjög ríflega undir því,“ skrifar Davíð.Sjá einnig: Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Og hann vísar tapinu á sölu FIH bankans annað og segir aðra aðila og aðra ríkisstjórn hafa séð um meðferð þess veðs og hvort ætti að selja bankann og þá hvenær. „Þeir sem flæmdir voru frá Seðlabankanum með pólitísku offorsi af því tagi sem hafði verið óþekkt í áratugi á Íslandi, fengu engu um það ráðið. Ábyrgðin á því er annarra,“ segir Davíð. Hann segir að allan þann tíma sem hin „bjánalega“ umræða hafi farið fram um hið „dularfulla“ samtal forsætisráðherrans og seðlabankastjórans hafi sá síðarnefndi aldrei verið spurður um það, hvort hann hefði eitthvað á móti því að samtalið væri birt opinberlega. Það sé í rauninni enn þá dularfyllra en símtalið sjálft.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Veð Seðlabanka var aldrei gott Ekki er með nokkru móti hægt að halda því fram að Seðlabanki Íslands hafi fengið gott veð, góða tryggingu, þegar hann lánaði Kaupþingi meginhluta tiltæks gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar 6. október 2008. Þegar upp er staðið varð tap Seðlabankans stórkostlegt af lánveitingunni, eða 35 milljarðar króna. 18. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri fréttir Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21
Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21
Veð Seðlabanka var aldrei gott Ekki er með nokkru móti hægt að halda því fram að Seðlabanki Íslands hafi fengið gott veð, góða tryggingu, þegar hann lánaði Kaupþingi meginhluta tiltæks gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar 6. október 2008. Þegar upp er staðið varð tap Seðlabankans stórkostlegt af lánveitingunni, eða 35 milljarðar króna. 18. febrúar 2015 07:00