Upplýsir um dularfulla símtalið – Kaupþingslánið á ábyrgð stjórnvalda Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. febrúar 2015 13:16 Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings. Bankastjórarnir litu svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þetta upplýsir Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Hann segir símtalið milli hans og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hafa snúist um þetta. Davíð segir að þar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri, hafi Seðlabankinn ekki viljað taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans hafi verið þannig tilkominn að íslenska ríkið hafi selt skuldabréf fyrir einn milljarð evra. Seðlabankinn hafi varðveitt andvirðið og það hafi tekist svo vel að lánið hafi verið sjálfbært og ríkissjóður hafi ekki haft af því neinn kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn hafi bankastjórar Seðlabankans litið svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þeir sem báðu um aðstoðina hafi haldið því fram að ríkisstjórnin hafi viljað að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna hafi símtalið við forsætisráðherrann farið fram. Tilviljun hafi ráðið því að það símtal var hljóðritað. „Þess vegna átti fyrirgreiðslan sér að lokum stað gegn allsherjarveði í banka sem talið var standa mjög ríflega undir því,“ skrifar Davíð.Sjá einnig: Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Og hann vísar tapinu á sölu FIH bankans annað og segir aðra aðila og aðra ríkisstjórn hafa séð um meðferð þess veðs og hvort ætti að selja bankann og þá hvenær. „Þeir sem flæmdir voru frá Seðlabankanum með pólitísku offorsi af því tagi sem hafði verið óþekkt í áratugi á Íslandi, fengu engu um það ráðið. Ábyrgðin á því er annarra,“ segir Davíð. Hann segir að allan þann tíma sem hin „bjánalega“ umræða hafi farið fram um hið „dularfulla“ samtal forsætisráðherrans og seðlabankastjórans hafi sá síðarnefndi aldrei verið spurður um það, hvort hann hefði eitthvað á móti því að samtalið væri birt opinberlega. Það sé í rauninni enn þá dularfyllra en símtalið sjálft. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Veð Seðlabanka var aldrei gott Ekki er með nokkru móti hægt að halda því fram að Seðlabanki Íslands hafi fengið gott veð, góða tryggingu, þegar hann lánaði Kaupþingi meginhluta tiltæks gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar 6. október 2008. Þegar upp er staðið varð tap Seðlabankans stórkostlegt af lánveitingunni, eða 35 milljarðar króna. 18. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Seðlabanki Íslands vildi ekki taka lokaákvörðun um lánið til Kaupþings. Bankastjórarnir litu svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þetta upplýsir Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Hann segir símtalið milli hans og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, hafa snúist um þetta. Davíð segir að þar sem beðið var um aðstoð í erlendum gjaldeyri, hafi Seðlabankinn ekki viljað taka lokaákvörðun í málinu. Stór hluti gjaldeyrisforðans hafi verið þannig tilkominn að íslenska ríkið hafi selt skuldabréf fyrir einn milljarð evra. Seðlabankinn hafi varðveitt andvirðið og það hafi tekist svo vel að lánið hafi verið sjálfbært og ríkissjóður hafi ekki haft af því neinn kostnað. En þar sem forðinn var þannig til kominn hafi bankastjórar Seðlabankans litið svo á að vilji ríkisstjórnarinnar, en ekki bankans, yrði að ráða niðurstöðunni. Þeir sem báðu um aðstoðina hafi haldið því fram að ríkisstjórnin hafi viljað að þessi fyrirgreiðsla yrði veitt. Þess vegna hafi símtalið við forsætisráðherrann farið fram. Tilviljun hafi ráðið því að það símtal var hljóðritað. „Þess vegna átti fyrirgreiðslan sér að lokum stað gegn allsherjarveði í banka sem talið var standa mjög ríflega undir því,“ skrifar Davíð.Sjá einnig: Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Og hann vísar tapinu á sölu FIH bankans annað og segir aðra aðila og aðra ríkisstjórn hafa séð um meðferð þess veðs og hvort ætti að selja bankann og þá hvenær. „Þeir sem flæmdir voru frá Seðlabankanum með pólitísku offorsi af því tagi sem hafði verið óþekkt í áratugi á Íslandi, fengu engu um það ráðið. Ábyrgðin á því er annarra,“ segir Davíð. Hann segir að allan þann tíma sem hin „bjánalega“ umræða hafi farið fram um hið „dularfulla“ samtal forsætisráðherrans og seðlabankastjórans hafi sá síðarnefndi aldrei verið spurður um það, hvort hann hefði eitthvað á móti því að samtalið væri birt opinberlega. Það sé í rauninni enn þá dularfyllra en símtalið sjálft.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21 Veð Seðlabanka var aldrei gott Ekki er með nokkru móti hægt að halda því fram að Seðlabanki Íslands hafi fengið gott veð, góða tryggingu, þegar hann lánaði Kaupþingi meginhluta tiltæks gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar 6. október 2008. Þegar upp er staðið varð tap Seðlabankans stórkostlegt af lánveitingunni, eða 35 milljarðar króna. 18. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21
Fullyrðing Bjarna um trygg veð í besta falli umdeilanleg Fjármála- og efnahagsráðherra svarði þingmanni með umdeilanlegum fullyrðingum í tengslum við lán Seðlabanka Íslands til Kaupþings rétt fyrir hrun. 16. febrúar 2015 23:21
Veð Seðlabanka var aldrei gott Ekki er með nokkru móti hægt að halda því fram að Seðlabanki Íslands hafi fengið gott veð, góða tryggingu, þegar hann lánaði Kaupþingi meginhluta tiltæks gjaldeyrisvaraforða íslensku þjóðarinnar 6. október 2008. Þegar upp er staðið varð tap Seðlabankans stórkostlegt af lánveitingunni, eða 35 milljarðar króna. 18. febrúar 2015 07:00