Fótbolti

Hannes fékk á sig tvö mörk gegn Ajax | Grátlegt tap Lokeren

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hannes stendur vaktina í marki NEC.
Hannes stendur vaktina í marki NEC. vísir/getty
Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Lokeren sem tapaði 1-0 gegn Anderlecht í belgísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma, en það gerði Dennis Praet fyrir Anderlecht. Lokeren er í þrettánda sætinu með fimm stig eftir fimm leiki, en Anderlecht er í því þriðja.

Hannes Þór Halldórsson og Kristján Gauti Emilsson voru í byrjunarliði NEC Nijmegen sem tapaði 2-0 fyrir Ajax í hollensku úrvalsdeildinni.

Kristján Gauti fór af velli í hálfleik, en Ajax komst yfir með marki Arkadiusz Milik á 48. mínútu. Þeir gerðu svo út um leikinn þremur mínútum fyrir leikslok með sjálfsmarki Rens van Eijden.

Ajax er á toppnum með níu stig eftir fyrstu þrjá leikina, en NEC er með þrjú stig eftir þrjá leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×