Fjármálaráðherra segir eðlilega leynd yfir afnámi hafta Heimir Már Pétursson skrifar 5. mars 2015 19:49 Formaður Vinstri grænna segir að sú leynd sem hvíli yfir áformum stjórnvalda um hvernig standa eigi að afnámi gjaldeyrishafta veki tortryggni. Fjármálaráðherra segir hins vegar nauðsynlegt að menn ræði ekki út og suður þá kosti sem íslensk stjórnvöld séu að skoða, meðal annars vega áhrifa slíkrar umræðu á fjármálamarkaðinn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vísaði til þess í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að forsætisráðherra hefði áður gefið henni þau svör að nauðsynlegt væri að aðgerðaráætlun um losun gjaldeyrishafta væri leynileg. Miklir hagsmunir væru undir og kröfuhafar föllnu bankanna beittu ýmsum aðferðum til að komast yfir upplýsingar. Katrín tók undir það að miklir þjóðarhagsmunir væru í húfi. „Er þetta ekki eitthvað sem er eðlilegt að við fáum opna umræðu um? Ekki bara hér á Alþingi heldur líka gagnvart fólkinu í landinu? Því þetta er hagsmunamál okkar allra. Þetta stóra efnahagsmál. Þannig að ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra hvort hann sé sammála um að það sé eðlilegt að hjúpa þetta þessum leyndarhjúp,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að blanda ekki saman almennri umræðu um það hvernig stjórnvöld hygðust haga peningastjórn í landinu og hvaða varúðartæki stjórnvöld hygðust taka upp til að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum eftir afnám hafta og síðan því hvernig stjórnvöld ætluðu nákvæmlega að taka á vandanum sem tengdist föllnu bönkunum. „Og birtist okkur í í fyrsta lagi í aflandskrónuvandanum. Í öðru lagi hættunni af skyndilegu gengishruni vegna uppgjörs á slitabúum hinna föllnu banka,“ sagði Bjarni. Þar þyrfti að skoða ýmsa valkosti sem ekki væri æskilegt að ræða mikið opinberlega. „Og það er staðreynd sem forsætisráðherra hefur bent á, að það kann að vera að það þjóni ekki okkar hagsmunum að vera að tala út og suður um alla þá ólíku valkosti,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að sú leynd sem hvíli yfir áformum stjórnvalda um hvernig standa eigi að afnámi gjaldeyrishafta veki tortryggni. Fjármálaráðherra segir hins vegar nauðsynlegt að menn ræði ekki út og suður þá kosti sem íslensk stjórnvöld séu að skoða, meðal annars vega áhrifa slíkrar umræðu á fjármálamarkaðinn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vísaði til þess í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að forsætisráðherra hefði áður gefið henni þau svör að nauðsynlegt væri að aðgerðaráætlun um losun gjaldeyrishafta væri leynileg. Miklir hagsmunir væru undir og kröfuhafar föllnu bankanna beittu ýmsum aðferðum til að komast yfir upplýsingar. Katrín tók undir það að miklir þjóðarhagsmunir væru í húfi. „Er þetta ekki eitthvað sem er eðlilegt að við fáum opna umræðu um? Ekki bara hér á Alþingi heldur líka gagnvart fólkinu í landinu? Því þetta er hagsmunamál okkar allra. Þetta stóra efnahagsmál. Þannig að ég spyr hæstvirtan fjármálaráðherra hvort hann sé sammála um að það sé eðlilegt að hjúpa þetta þessum leyndarhjúp,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði mikilvægt að blanda ekki saman almennri umræðu um það hvernig stjórnvöld hygðust haga peningastjórn í landinu og hvaða varúðartæki stjórnvöld hygðust taka upp til að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum eftir afnám hafta og síðan því hvernig stjórnvöld ætluðu nákvæmlega að taka á vandanum sem tengdist föllnu bönkunum. „Og birtist okkur í í fyrsta lagi í aflandskrónuvandanum. Í öðru lagi hættunni af skyndilegu gengishruni vegna uppgjörs á slitabúum hinna föllnu banka,“ sagði Bjarni. Þar þyrfti að skoða ýmsa valkosti sem ekki væri æskilegt að ræða mikið opinberlega. „Og það er staðreynd sem forsætisráðherra hefur bent á, að það kann að vera að það þjóni ekki okkar hagsmunum að vera að tala út og suður um alla þá ólíku valkosti,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira