Árásarmaðurinn í Kaupmannahöfn drepinn Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2015 08:25 Mikill viðbúnaður lögreglu var í Kaupmannahöfn í gær og í nótt. Vísir/AFP Lögregla í Kaupmannahöfn skaut í nótt mann til bana sem grunaður er um skotárásirnar í Kaupmannahöfn í gær og í nótt. Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum. Að sögn lögreglu bendir ekkert á þessari stundu til annars en að maðurinn hafi einn átt aðkomu að árásunum. Málið er enn í rannsókn. Einn maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalsgötu í miðbæ Kaupmannahafnar um miðnætti. Fyrr um daginn lést fertugur Dani í skotárás við Krudttönden-leikhúsið. Sænski listamaðurinn Lars Vilks telur að hann hafi verið skotmarkið en ráðstefna um guðlast og tjáningarfrelsi fór fram í leikhúsinu. Lögreglan rannsakar skotárásirnar sem hryðjuverk og lýsir Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, verknaðinum sem „kaldrifjuðu hryðjuverki“ í færslu sinni á Facebook. Lögregla greindi frá því um klukkan þrjú í nótt að lögreglumenn hafi skotið og drepið mann nærri lestarstöðinni Norðurbrú. Lögregla hafði þá fylgst með húsi í hverfinu og í nótt mætti maðurinn þangað. Þegar hann tók eftir lögreglumönnnum hóf hann skothríð. Lögreglan skaut þá á móti þannig að maðurinn lést. Enginn lögreglumaður særðist í átökunum. Í morgun greindi lögregla í Kaupmannahöfn svo frá því að gert sé ráð fyrir að um árásarmanninn hafi verið að ræða. Enn séu þó „margir lausir endar“ og umfangsmikil rannsókn stendur fyrir dyrum. Í tilkynningu lögreglu segir að hún hafi getað fylgst með ferðum mannsins með öryggismyndavélum í borginni og þannig haft uppi á honum.Fréttin verður uppfærð.Uppfært 8:45: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir á Facebook-síðu sinni að þetta sé óendilega sorglegur morgun þar sem hugurinn leitar til fórnarlamba árásanna og aðstandenda þeirra. Hún hrósar lögreglunni sérstaklega fyrir snör viðbröð til mögulegt hafi verið að tryggja öryggi borgarinnar. Segir forsætisráðherrann að ríkisstjórnin fylgist grannt með gangi mála og að enginn muni komast upp með að ráðast á hið opna, frjálsa og lýðræðislega samfélag í Danmörku.Uppfært 8:55: Fórnarlambið árásarmannsins á bænahús gyðinga á Kristalsgötu í nótt var 37 ára maður sem starfaði sem öryggisvörður. TV2 greinir frá þessu. Söfnuðurinn hefur nú opinberað að fórnarlambið hét Dan Uzan. Uppfært 8:59: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, mun funda með blaðamönnum klukkan 9:30 að íslenskum tíma. Politiet har afgivet skud ved Nørrebro Station. En person er ramt. Tilstand ukendt. Nærmere info vil tilgå #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 15, 2015 Post by Helle Thorning-Schmidt. #cphshooting Tweets Tengdar fréttir Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51 Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09 Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Lögregla í Kaupmannahöfn skaut í nótt mann til bana sem grunaður er um skotárásirnar í Kaupmannahöfn í gær og í nótt. Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum. Að sögn lögreglu bendir ekkert á þessari stundu til annars en að maðurinn hafi einn átt aðkomu að árásunum. Málið er enn í rannsókn. Einn maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalsgötu í miðbæ Kaupmannahafnar um miðnætti. Fyrr um daginn lést fertugur Dani í skotárás við Krudttönden-leikhúsið. Sænski listamaðurinn Lars Vilks telur að hann hafi verið skotmarkið en ráðstefna um guðlast og tjáningarfrelsi fór fram í leikhúsinu. Lögreglan rannsakar skotárásirnar sem hryðjuverk og lýsir Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, verknaðinum sem „kaldrifjuðu hryðjuverki“ í færslu sinni á Facebook. Lögregla greindi frá því um klukkan þrjú í nótt að lögreglumenn hafi skotið og drepið mann nærri lestarstöðinni Norðurbrú. Lögregla hafði þá fylgst með húsi í hverfinu og í nótt mætti maðurinn þangað. Þegar hann tók eftir lögreglumönnnum hóf hann skothríð. Lögreglan skaut þá á móti þannig að maðurinn lést. Enginn lögreglumaður særðist í átökunum. Í morgun greindi lögregla í Kaupmannahöfn svo frá því að gert sé ráð fyrir að um árásarmanninn hafi verið að ræða. Enn séu þó „margir lausir endar“ og umfangsmikil rannsókn stendur fyrir dyrum. Í tilkynningu lögreglu segir að hún hafi getað fylgst með ferðum mannsins með öryggismyndavélum í borginni og þannig haft uppi á honum.Fréttin verður uppfærð.Uppfært 8:45: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir á Facebook-síðu sinni að þetta sé óendilega sorglegur morgun þar sem hugurinn leitar til fórnarlamba árásanna og aðstandenda þeirra. Hún hrósar lögreglunni sérstaklega fyrir snör viðbröð til mögulegt hafi verið að tryggja öryggi borgarinnar. Segir forsætisráðherrann að ríkisstjórnin fylgist grannt með gangi mála og að enginn muni komast upp með að ráðast á hið opna, frjálsa og lýðræðislega samfélag í Danmörku.Uppfært 8:55: Fórnarlambið árásarmannsins á bænahús gyðinga á Kristalsgötu í nótt var 37 ára maður sem starfaði sem öryggisvörður. TV2 greinir frá þessu. Söfnuðurinn hefur nú opinberað að fórnarlambið hét Dan Uzan. Uppfært 8:59: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, mun funda með blaðamönnum klukkan 9:30 að íslenskum tíma. Politiet har afgivet skud ved Nørrebro Station. En person er ramt. Tilstand ukendt. Nærmere info vil tilgå #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 15, 2015 Post by Helle Thorning-Schmidt. #cphshooting Tweets
Tengdar fréttir Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51 Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09 Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51
Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09
Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41