Árásarmaðurinn í Kaupmannahöfn drepinn Atli Ísleifsson skrifar 15. febrúar 2015 08:25 Mikill viðbúnaður lögreglu var í Kaupmannahöfn í gær og í nótt. Vísir/AFP Lögregla í Kaupmannahöfn skaut í nótt mann til bana sem grunaður er um skotárásirnar í Kaupmannahöfn í gær og í nótt. Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum. Að sögn lögreglu bendir ekkert á þessari stundu til annars en að maðurinn hafi einn átt aðkomu að árásunum. Málið er enn í rannsókn. Einn maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalsgötu í miðbæ Kaupmannahafnar um miðnætti. Fyrr um daginn lést fertugur Dani í skotárás við Krudttönden-leikhúsið. Sænski listamaðurinn Lars Vilks telur að hann hafi verið skotmarkið en ráðstefna um guðlast og tjáningarfrelsi fór fram í leikhúsinu. Lögreglan rannsakar skotárásirnar sem hryðjuverk og lýsir Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, verknaðinum sem „kaldrifjuðu hryðjuverki“ í færslu sinni á Facebook. Lögregla greindi frá því um klukkan þrjú í nótt að lögreglumenn hafi skotið og drepið mann nærri lestarstöðinni Norðurbrú. Lögregla hafði þá fylgst með húsi í hverfinu og í nótt mætti maðurinn þangað. Þegar hann tók eftir lögreglumönnnum hóf hann skothríð. Lögreglan skaut þá á móti þannig að maðurinn lést. Enginn lögreglumaður særðist í átökunum. Í morgun greindi lögregla í Kaupmannahöfn svo frá því að gert sé ráð fyrir að um árásarmanninn hafi verið að ræða. Enn séu þó „margir lausir endar“ og umfangsmikil rannsókn stendur fyrir dyrum. Í tilkynningu lögreglu segir að hún hafi getað fylgst með ferðum mannsins með öryggismyndavélum í borginni og þannig haft uppi á honum.Fréttin verður uppfærð.Uppfært 8:45: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir á Facebook-síðu sinni að þetta sé óendilega sorglegur morgun þar sem hugurinn leitar til fórnarlamba árásanna og aðstandenda þeirra. Hún hrósar lögreglunni sérstaklega fyrir snör viðbröð til mögulegt hafi verið að tryggja öryggi borgarinnar. Segir forsætisráðherrann að ríkisstjórnin fylgist grannt með gangi mála og að enginn muni komast upp með að ráðast á hið opna, frjálsa og lýðræðislega samfélag í Danmörku.Uppfært 8:55: Fórnarlambið árásarmannsins á bænahús gyðinga á Kristalsgötu í nótt var 37 ára maður sem starfaði sem öryggisvörður. TV2 greinir frá þessu. Söfnuðurinn hefur nú opinberað að fórnarlambið hét Dan Uzan. Uppfært 8:59: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, mun funda með blaðamönnum klukkan 9:30 að íslenskum tíma. Politiet har afgivet skud ved Nørrebro Station. En person er ramt. Tilstand ukendt. Nærmere info vil tilgå #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 15, 2015 Post by Helle Thorning-Schmidt. #cphshooting Tweets Tengdar fréttir Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51 Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09 Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Lögregla í Kaupmannahöfn skaut í nótt mann til bana sem grunaður er um skotárásirnar í Kaupmannahöfn í gær og í nótt. Þrír eru látnir og fimm særðust í árásunum. Að sögn lögreglu bendir ekkert á þessari stundu til annars en að maðurinn hafi einn átt aðkomu að árásunum. Málið er enn í rannsókn. Einn maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalsgötu í miðbæ Kaupmannahafnar um miðnætti. Fyrr um daginn lést fertugur Dani í skotárás við Krudttönden-leikhúsið. Sænski listamaðurinn Lars Vilks telur að hann hafi verið skotmarkið en ráðstefna um guðlast og tjáningarfrelsi fór fram í leikhúsinu. Lögreglan rannsakar skotárásirnar sem hryðjuverk og lýsir Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, verknaðinum sem „kaldrifjuðu hryðjuverki“ í færslu sinni á Facebook. Lögregla greindi frá því um klukkan þrjú í nótt að lögreglumenn hafi skotið og drepið mann nærri lestarstöðinni Norðurbrú. Lögregla hafði þá fylgst með húsi í hverfinu og í nótt mætti maðurinn þangað. Þegar hann tók eftir lögreglumönnnum hóf hann skothríð. Lögreglan skaut þá á móti þannig að maðurinn lést. Enginn lögreglumaður særðist í átökunum. Í morgun greindi lögregla í Kaupmannahöfn svo frá því að gert sé ráð fyrir að um árásarmanninn hafi verið að ræða. Enn séu þó „margir lausir endar“ og umfangsmikil rannsókn stendur fyrir dyrum. Í tilkynningu lögreglu segir að hún hafi getað fylgst með ferðum mannsins með öryggismyndavélum í borginni og þannig haft uppi á honum.Fréttin verður uppfærð.Uppfært 8:45: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir á Facebook-síðu sinni að þetta sé óendilega sorglegur morgun þar sem hugurinn leitar til fórnarlamba árásanna og aðstandenda þeirra. Hún hrósar lögreglunni sérstaklega fyrir snör viðbröð til mögulegt hafi verið að tryggja öryggi borgarinnar. Segir forsætisráðherrann að ríkisstjórnin fylgist grannt með gangi mála og að enginn muni komast upp með að ráðast á hið opna, frjálsa og lýðræðislega samfélag í Danmörku.Uppfært 8:55: Fórnarlambið árásarmannsins á bænahús gyðinga á Kristalsgötu í nótt var 37 ára maður sem starfaði sem öryggisvörður. TV2 greinir frá þessu. Söfnuðurinn hefur nú opinberað að fórnarlambið hét Dan Uzan. Uppfært 8:59: Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, mun funda með blaðamönnum klukkan 9:30 að íslenskum tíma. Politiet har afgivet skud ved Nørrebro Station. En person er ramt. Tilstand ukendt. Nærmere info vil tilgå #politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) February 15, 2015 Post by Helle Thorning-Schmidt. #cphshooting Tweets
Tengdar fréttir Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51 Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09 Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Vilks telur sig hafa verið skotmarkið "Við erum öll dönsk í kvöld,“ sagði starfsmaður Charlie Hebdo eftir skotárásina í Kaupmannahöfn. 14. febrúar 2015 23:51
Skotárás í Kaupmannahöfn Allt að fjörutíu skotum var hleypt af við menningarhúsið Krudttønden á Austurbrú í Kaupmannahöfn í dag og er gríðarlegur viðbúnaður hjá lögreglu sem segir fertugan Dana hafa látið lífið í árásinni. 14. febrúar 2015 16:09
Önnur skotárás í Kaupmannahöfn: Maður skotinn í höfuðið Maður var skotinn í höfuðið nærri bænahúsi gyðinga við Krystalgade í Kaupmannahöfn í kvöld. 15. febrúar 2015 00:41