Boðar til kosninga í Tyrklandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. ágúst 2015 07:00 Ahmet Davutoglu forsætisráðherra og Recep Tayyip Erdogan forseti. VÍSIR/EPA Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi í byrjun nóvember, innan við hálfu ári eftir síðustu kosningar. Recep Tayyip Erdogan forseti fól Ahmet Davutoglu forsætisráðherra að stjórna bráðabirgðastjórn þangað til. Á sunnudag rann út 45 daga frestur til stjórnarmyndunar, án árangurs og virtist lítill vilji til samstarfs, ekki síst af hálfu Erdogans forseta sjálfs. Flokkur Erdogans forseta, Réttlætis- og þróunarflokkurinn, missti þingmeirihluta í kosningum 7. júní. Erdogan virðist veðja á að í næstu tilraun takist flokki hans að ná meirihluta. Nýhafinn hernaður gegn Kúrdum hjálpar eflaust til við að auka fylgið. Stjórnarandstaðan sakar Erdogan raunar um að reyna „borgaralega stjórnarbyltingu“ með því að boða til kosninga nú, eftir að stjórnarmyndunarviðræður fóru út um þúfur. Kemal Kilicdaroglu, leiðtogi Lýðræðisflokksins, segist hafa verið meira en til í stjórnarsamstarf með Réttlætis- og þróunarflokknum. Að vísu geri hann kröfur um breytingar, en Erdogan hafi kosið að taka „lýðræðið og stjórnarskrána úr sambandi“, eins og hann orðaði það á fundi á sunnudag. Flokkur Erdogans hefur haft hreinan meirihluta allt frá árinu 2002 þar til nú í sumar. Þetta er íslamistaflokkur, sem Erdogan hefur frá upphafi sagt vera hófsaman flokk, sambærilegan við flokka kristilegra demókrata í Þýskalandi og fleiri löndum Evrópu. Sjálfur hefur Erdogan hins vegar jafnt og þétt reynt að styrkja sín eigin völd, bæði meðan hann var forsætisráðherra og síðan enn frekar eftir að hann tók við forsetaembættinu á síðasta ári. Fyrir kosningarnar í sumar hafði hann vonast til þess að flokkur sinn fengi nógu öflugan þingstyrk til að geta breytt stjórnarskránni í þá veru, að gera forsetaembættið valdameira en verið hefur. Þær vonir urðu að engu, en önnur tilraun verður gerð í næstu kosningum. Í gær skýrði Mevlüt Cavusoglu utanríkisráðherra frá því að herlið Bandaríkjanna og Tyrklands muni brátt hefja lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, meðfram suðurlandamærum Tyrklands. Tyrkir fengu í sumar stuðning Atlantshafsbandalagsins við hernað gegn hryðjuverkamönnum, og hófu í beinu framhaldi af því árásir á liðsveitir Kúrda, sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Hundruð manna hafa síðan fallið í átökum tyrkneska hersins við Kúrda. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi í byrjun nóvember, innan við hálfu ári eftir síðustu kosningar. Recep Tayyip Erdogan forseti fól Ahmet Davutoglu forsætisráðherra að stjórna bráðabirgðastjórn þangað til. Á sunnudag rann út 45 daga frestur til stjórnarmyndunar, án árangurs og virtist lítill vilji til samstarfs, ekki síst af hálfu Erdogans forseta sjálfs. Flokkur Erdogans forseta, Réttlætis- og þróunarflokkurinn, missti þingmeirihluta í kosningum 7. júní. Erdogan virðist veðja á að í næstu tilraun takist flokki hans að ná meirihluta. Nýhafinn hernaður gegn Kúrdum hjálpar eflaust til við að auka fylgið. Stjórnarandstaðan sakar Erdogan raunar um að reyna „borgaralega stjórnarbyltingu“ með því að boða til kosninga nú, eftir að stjórnarmyndunarviðræður fóru út um þúfur. Kemal Kilicdaroglu, leiðtogi Lýðræðisflokksins, segist hafa verið meira en til í stjórnarsamstarf með Réttlætis- og þróunarflokknum. Að vísu geri hann kröfur um breytingar, en Erdogan hafi kosið að taka „lýðræðið og stjórnarskrána úr sambandi“, eins og hann orðaði það á fundi á sunnudag. Flokkur Erdogans hefur haft hreinan meirihluta allt frá árinu 2002 þar til nú í sumar. Þetta er íslamistaflokkur, sem Erdogan hefur frá upphafi sagt vera hófsaman flokk, sambærilegan við flokka kristilegra demókrata í Þýskalandi og fleiri löndum Evrópu. Sjálfur hefur Erdogan hins vegar jafnt og þétt reynt að styrkja sín eigin völd, bæði meðan hann var forsætisráðherra og síðan enn frekar eftir að hann tók við forsetaembættinu á síðasta ári. Fyrir kosningarnar í sumar hafði hann vonast til þess að flokkur sinn fengi nógu öflugan þingstyrk til að geta breytt stjórnarskránni í þá veru, að gera forsetaembættið valdameira en verið hefur. Þær vonir urðu að engu, en önnur tilraun verður gerð í næstu kosningum. Í gær skýrði Mevlüt Cavusoglu utanríkisráðherra frá því að herlið Bandaríkjanna og Tyrklands muni brátt hefja lofthernað gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi, meðfram suðurlandamærum Tyrklands. Tyrkir fengu í sumar stuðning Atlantshafsbandalagsins við hernað gegn hryðjuverkamönnum, og hófu í beinu framhaldi af því árásir á liðsveitir Kúrda, sem hafa barist gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Hundruð manna hafa síðan fallið í átökum tyrkneska hersins við Kúrda.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira