Erlent

Drakk allt að átta lítra af Pepsi Max á dag: Lést vegna óhóflegrar neyslu lyfja og koffíns

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Konan drakk mikið af Pepsi Max.
Konan drakk mikið af Pepsi Max. vísir/getty
Rannsókn sem gerð vegna andláts konu í Englandi leiddi í ljós að hún dó úr of stórum skammti lyfseðilskyldra lyfja sem blandaðist við mjög mikla neyslu koffíns.

Greint er frá því í breskum miðlum að konan hafi drukkið allt að átta lítra af gosdrykknum Pepsi Max á hverjum degi.

Drykkurinn er sykurlaus en samkvæmt vefsíðunni Caffeine Informer eru hátt í 400 milligrömm af koffíni í tveimur lítrum af Pepsi Max.

Konan var 38 ára og lést fyrr á þessu ári. Hún átti einn son sem fann hana látna heima hjá þeim en hann sagði lögreglu síðar að móðir hans hefði barist við þunglyndi, kvíða og alkóhólisma.

 

Þegar hún var á drykkjutúr gat hún drukkið allt að einn lítra af vodka og átta lítra af Pepsi Max, eins og áður segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×