Erlent

Mótmælin í Rúmeníu halda áfram

Vísir/AFP
Enn var mótmælt á götum Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu í nótt, þrátt fyrir að forsætisráðherra landsins hafi í gær tilkynnt um afsögn sína í kjölfar mikilla mótmæla síðustu daga. Um þrjátíu þúsund manns flykktust út á götur borgarinnar og kröfðust þess að þegar í stað yrði boðað til kosninga.

Mótmælin hófust eftir að 32 fórust í bruna á næturklúbbi í borginni. Fólkið krafðist bættari vinnubragða í eftirlitsmálum á skemmtistöðum og mótmælti einnig landlægri spillingu í landinu en forsætisráðherrann fyrrverandi, Victor Ponta, er nú til rannsóknar vegna spillingarmála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×