Þjálfar krakka í hættulegu fátækrahverfi: Maður er alltaf hræddur Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2015 09:30 Krakkar í Ciudad Bolívar fagna eftir leik sem þau spiluðu gegn nágrannaliði. Bjarki Már er til hægri. vísir/getty/eyjólfur Bjarki Már Ólafsson, 22 ára gamall Seltirningur, þjálfar krakka í einu allra hættulegasta fátækrahverfi heims í Kólumbíu. Þessi fyrrverandi vonarstjarna Gróttu, sem þurfti að leggja skóna á hilluna vegna hjartagalla langt fyrir aldur fram, þjálfaði krakka hjá uppeldisfélagi sínu undanfarin tvö ár. Hann vildi fá aðra sýn á lífið og sótti um verkefnið hjá skrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta, AUS. „Ég hafði samband við AUS-skrifstofuna á Íslandi og sagði að ég vildi komast út í fátækrahverfi hvar sem er í heiminum og vildi fá að þjálfa fótbolta svo ég fengi samanburðinn,“ segir Bjarki Már í innslagi í Íslandi í dag.Alltaf hræddur Honum varð svo sannarlega að ósk sinni því hann fékk þjálfarastarf í Ciudad Bolívar í höfuðborg Kólumbíu, Bogotá, en það er eitt alræmdasta fátækra- og glæpahverfi heims. „Þetta er eitt stærsta fátækrahverfi heims. Þarna eru eiturlyfjasalar á hverju götuhorninu og gengi starfrækt,“ segir Bjarki Már. „Ég ætla ekki að þykjast vera ekki hræddur. Þegar maður ferðast á morgnanna setur maður á sig öryggisbeltið. Maður er alltaf hræddur,“ segir hann.Kenna góð gildi Markmiðið með verkefninu sem Bjarki Már er hluti af í Bogotá er að halda börnum af götunni og fjarri glæpum. Einnig er stuðlað að því að bæta lífsgleði barnanna. „Við kennum þeim gildi í fótboltanum sem þau geta tekið með sér út í lífið. Gildi síðustu viku var samkennd þar sem í hvert skipti sem einhver datt, meiddi sig eða klúðraði færi átti næsti maður að rétta honum hjálparhönd eða peppa hann óháð því hvort þetta væri samherji eða andstæðingur,“ segir Bjarki Már.Í guðatölu Hann segist afar vinsæll hjá krökkunum þar sem hann sé auðvitað að stuðla að betri framtíð barnanna. Munurinn á þakklætinu fyrir hans störf í Bogotá miðað við hér heima er töluverður. „Maður er í guðatölu fyrir að leyfa börnunum að spila fótbolta. Heima fær maður símtal frá foreldrum sem kvarta yfir liðsvali eða þess háttar,“ segir Bjarki Már.Öryggi ekki sjálfsagður hlutur Bjarki er búinn að vera í viku úti í Kólumbíu en verkefnið tekur þrjá mánuði. Muninn á lífsgæðunum hér heima og úti segir hann mikinn. „Á þessari einu viku sé ég strax hvað við heima tökum öryggi sem sjálfsögðum hlut. Hér má ég ekki fara út eftir klukkan sex,“ segir hann. „Ég bý í miklu fátækrahverfi og ég sé út um gluggan sírenur og vesen. Maður tekur örygginu ekki sem sjálfsögðum hlut. Krakkar á Íslandi búa við mikil forréttindi og það sér maður núna,“ segir Bjarki Már Ólafsson. Innslagið má sjá hér að neðan. Fótbolti Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira
Bjarki Már Ólafsson, 22 ára gamall Seltirningur, þjálfar krakka í einu allra hættulegasta fátækrahverfi heims í Kólumbíu. Þessi fyrrverandi vonarstjarna Gróttu, sem þurfti að leggja skóna á hilluna vegna hjartagalla langt fyrir aldur fram, þjálfaði krakka hjá uppeldisfélagi sínu undanfarin tvö ár. Hann vildi fá aðra sýn á lífið og sótti um verkefnið hjá skrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta, AUS. „Ég hafði samband við AUS-skrifstofuna á Íslandi og sagði að ég vildi komast út í fátækrahverfi hvar sem er í heiminum og vildi fá að þjálfa fótbolta svo ég fengi samanburðinn,“ segir Bjarki Már í innslagi í Íslandi í dag.Alltaf hræddur Honum varð svo sannarlega að ósk sinni því hann fékk þjálfarastarf í Ciudad Bolívar í höfuðborg Kólumbíu, Bogotá, en það er eitt alræmdasta fátækra- og glæpahverfi heims. „Þetta er eitt stærsta fátækrahverfi heims. Þarna eru eiturlyfjasalar á hverju götuhorninu og gengi starfrækt,“ segir Bjarki Már. „Ég ætla ekki að þykjast vera ekki hræddur. Þegar maður ferðast á morgnanna setur maður á sig öryggisbeltið. Maður er alltaf hræddur,“ segir hann.Kenna góð gildi Markmiðið með verkefninu sem Bjarki Már er hluti af í Bogotá er að halda börnum af götunni og fjarri glæpum. Einnig er stuðlað að því að bæta lífsgleði barnanna. „Við kennum þeim gildi í fótboltanum sem þau geta tekið með sér út í lífið. Gildi síðustu viku var samkennd þar sem í hvert skipti sem einhver datt, meiddi sig eða klúðraði færi átti næsti maður að rétta honum hjálparhönd eða peppa hann óháð því hvort þetta væri samherji eða andstæðingur,“ segir Bjarki Már.Í guðatölu Hann segist afar vinsæll hjá krökkunum þar sem hann sé auðvitað að stuðla að betri framtíð barnanna. Munurinn á þakklætinu fyrir hans störf í Bogotá miðað við hér heima er töluverður. „Maður er í guðatölu fyrir að leyfa börnunum að spila fótbolta. Heima fær maður símtal frá foreldrum sem kvarta yfir liðsvali eða þess háttar,“ segir Bjarki Már.Öryggi ekki sjálfsagður hlutur Bjarki er búinn að vera í viku úti í Kólumbíu en verkefnið tekur þrjá mánuði. Muninn á lífsgæðunum hér heima og úti segir hann mikinn. „Á þessari einu viku sé ég strax hvað við heima tökum öryggi sem sjálfsögðum hlut. Hér má ég ekki fara út eftir klukkan sex,“ segir hann. „Ég bý í miklu fátækrahverfi og ég sé út um gluggan sírenur og vesen. Maður tekur örygginu ekki sem sjálfsögðum hlut. Krakkar á Íslandi búa við mikil forréttindi og það sér maður núna,“ segir Bjarki Már Ólafsson. Innslagið má sjá hér að neðan.
Fótbolti Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira